Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 08:37 Ana de Armas fer með hlutverk Marilyn Monroe í kvikmyndinni Blonde. Netflix Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. Blonde hlaut átta tilnefningar og fast á hæla þeirrar myndar kemur myndin Good Mourning, gamanmynd með og eftir rapparann Machine Gun Kelly, með sjö tilnefningar. Ný kvikmynd Disney um Gosa hlýtur hlaut sex tilnefningar. Frá þessu var greint í gær. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Athygli vekur að stórleikarinn Tom Hanks hlýtur þrjár tilnefningar, meðal annars fyrir frammistöðu sína í Elvis. Myndin Elvis, í leikstjórn Baz Luhrmann, hefur annars hlotið góða dóma og hlaut meðal annars níu tilnefningar til BAFTA-verðlauna. Þá hlaut Austin Butler, aðalleikari myndarinnar, Golden Globe-verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Talsverður fjöldi stórleikara hafa áður unnið til Razzie-verðlauna, meðal annars Leonardo DiCaprio, Eddie Redmayne, Ben Affleck, Halle Berry, Sandra Bullock, Sir Laurence Olivier, Al Pacino og Marlon Brando. Razzie-verðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Blonde hlaut átta tilnefningar og fast á hæla þeirrar myndar kemur myndin Good Mourning, gamanmynd með og eftir rapparann Machine Gun Kelly, með sjö tilnefningar. Ný kvikmynd Disney um Gosa hlýtur hlaut sex tilnefningar. Frá þessu var greint í gær. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Athygli vekur að stórleikarinn Tom Hanks hlýtur þrjár tilnefningar, meðal annars fyrir frammistöðu sína í Elvis. Myndin Elvis, í leikstjórn Baz Luhrmann, hefur annars hlotið góða dóma og hlaut meðal annars níu tilnefningar til BAFTA-verðlauna. Þá hlaut Austin Butler, aðalleikari myndarinnar, Golden Globe-verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Talsverður fjöldi stórleikara hafa áður unnið til Razzie-verðlauna, meðal annars Leonardo DiCaprio, Eddie Redmayne, Ben Affleck, Halle Berry, Sandra Bullock, Sir Laurence Olivier, Al Pacino og Marlon Brando.
Razzie-verðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira