Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2023 06:41 Lögregla í Kaliforníu var kölluð út vegna árásarinnar á sveitabýlinu um miðjan dag í gær að staðartíma. AP Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. NBC segir að einn sé alvarlega særður eftir árásirnar. Fram kemur að fjórir hafi verið myrtir á einum árásarstaðnum og þrír á hinum. Hinn 67 ára Zhao Chunli mætti sjálfur á lögreglustöð og gaf sig fram.AP Hin látnu eiga öll að hafa verið kínverskir verkamenn, en lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar. Árásirnar áttu sér stað annars vegar á sveitabýli þar sem verið er að rækta sveppi og hins vegar á lóð vöruflutningafyrirtækis. Meintur árásarmaður að hafa starfað á öðrum staðnum og voru hin látnu samstarfsmenn hans. Í Twitter-færslu lögreglunnar í San Mateo kemur fram að almenningi stafi engin ógn af árásarmanninum lengur enda hafi hann verið handtekinn. Bandarískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn, hinn 67 ára Zhao Chunli, hafi sjálfur mætt á lögreglustöð og gefið sig fram, um tveimur tímum eftir árásina. Þetta er annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum en á laugardagskvöld banaði eldri karlmaður ellefu manns og særði á annan tug fólks í dansstúdíói í Monterey Park þar sem verið var að fagna áramótum samkvæmt kínverska dagatalinu. Árásarmaðurinn þar svipti sig lífi nokkru eftir árásina. Lögregla greindi frá því á blaðamannafundi í gærkvöldi að meintur árásarmaður á að hafa verið einn að verki og að skotvopn hafi fundist í bíl hans. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist hafa verið á sjúkrahúsi til að ræða við fólk sem særðist í árásinni í Monterey Park þegar hann hafi fengið upplýsingar um árásina í Half Moon Bay. „Harmleikur á harmleik ofan,“ segir Newsom. At the hospital meeting with victims of a mass shooting when I get pulled away to be briefed about another shooting. This time in Half Moon Bay.Tragedy upon tragedy.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 24, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
NBC segir að einn sé alvarlega særður eftir árásirnar. Fram kemur að fjórir hafi verið myrtir á einum árásarstaðnum og þrír á hinum. Hinn 67 ára Zhao Chunli mætti sjálfur á lögreglustöð og gaf sig fram.AP Hin látnu eiga öll að hafa verið kínverskir verkamenn, en lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar. Árásirnar áttu sér stað annars vegar á sveitabýli þar sem verið er að rækta sveppi og hins vegar á lóð vöruflutningafyrirtækis. Meintur árásarmaður að hafa starfað á öðrum staðnum og voru hin látnu samstarfsmenn hans. Í Twitter-færslu lögreglunnar í San Mateo kemur fram að almenningi stafi engin ógn af árásarmanninum lengur enda hafi hann verið handtekinn. Bandarískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn, hinn 67 ára Zhao Chunli, hafi sjálfur mætt á lögreglustöð og gefið sig fram, um tveimur tímum eftir árásina. Þetta er annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum en á laugardagskvöld banaði eldri karlmaður ellefu manns og særði á annan tug fólks í dansstúdíói í Monterey Park þar sem verið var að fagna áramótum samkvæmt kínverska dagatalinu. Árásarmaðurinn þar svipti sig lífi nokkru eftir árásina. Lögregla greindi frá því á blaðamannafundi í gærkvöldi að meintur árásarmaður á að hafa verið einn að verki og að skotvopn hafi fundist í bíl hans. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist hafa verið á sjúkrahúsi til að ræða við fólk sem særðist í árásinni í Monterey Park þegar hann hafi fengið upplýsingar um árásina í Half Moon Bay. „Harmleikur á harmleik ofan,“ segir Newsom. At the hospital meeting with victims of a mass shooting when I get pulled away to be briefed about another shooting. This time in Half Moon Bay.Tragedy upon tragedy.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 24, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34