Sanna nýtur mestra vinsælda borgarfulltrúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 14:50 Sanna Magdalena var oftast nefnd á nafn þegar spurt var hvaða borgarfulltrúi hefði staðið sig best á kjörtímabilinu sem hófst eftir kosningarnar í maí. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum finnst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Helstu breytingar á fylgi flokka frá því í kosningunum í fyrravor eru hjá Framsókn og Pírötum. Framsókn fer úr 18,7 prósentum niður í 8,2 prósent. Pírata fara úr 11,6 prósentum upp í 20,4 prósent. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem framkvæmd var um mánaðamótin nóvember desember 2022 og náði til rúmlega sjö hundruð íbúa borgarinnar átján ára og eldri. Alls nefndu 63 svarenda eða 15,5 prósent Sönnu sem þann fulltrúa sem hefði staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með 53 atkvæði og þar á eftir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 49 atkvæði. Alexandra Briem Pírati fær 42 atkvæði og Einar Þorsteinsson úr Framsókn 35 atkvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati fær 28 atkvæði, Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki 22 atkvæði og Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingunni einu atkvæði minna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fékk 15 atkvæði. Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri. Þá kemur sömuleiðis fram í könnuninni að tæplega helmingur borgarbúa telur borgarstjórn Reykjavíkur standa sig fremur eða mjög ill. Um fimmtungur telur borgarstjórn standa sig mjög eða fremur vel en 32 prósent telja frammistöðuna í meðallagi. Þá var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Vikmörk eru töluverð í kosningunni. Samfylkingin fékk 23,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 22,3 prósent og Píratar 20,4 prósent. Skörun vikmarka er þó nokkur á milli þriggja efstu flokka og því ekki marktækur munur með tilliti til þessarar einu könnunar. Í samhengi við vinsældir Sönnu Magdalenu í könnuninni eru Sósíalistar fjórði stærsti flokkurinn með 9,6 prósent, Framsókn með 8,2 prósent og Viðreisn 6,8 prósent. Flokkur fólksins fær 3,8 prósent, VG 3,3 prósent og Miðflokkurinn 2,2 prósent. Allar upplýsingar um könnunina má sjá í skjalinu að neðan (PDF). Tengd skjöl 2022_12_Borgarviti_MaskínuPDF2.4MBSækja skjal Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem framkvæmd var um mánaðamótin nóvember desember 2022 og náði til rúmlega sjö hundruð íbúa borgarinnar átján ára og eldri. Alls nefndu 63 svarenda eða 15,5 prósent Sönnu sem þann fulltrúa sem hefði staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með 53 atkvæði og þar á eftir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 49 atkvæði. Alexandra Briem Pírati fær 42 atkvæði og Einar Þorsteinsson úr Framsókn 35 atkvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati fær 28 atkvæði, Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki 22 atkvæði og Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingunni einu atkvæði minna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fékk 15 atkvæði. Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri. Þá kemur sömuleiðis fram í könnuninni að tæplega helmingur borgarbúa telur borgarstjórn Reykjavíkur standa sig fremur eða mjög ill. Um fimmtungur telur borgarstjórn standa sig mjög eða fremur vel en 32 prósent telja frammistöðuna í meðallagi. Þá var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Vikmörk eru töluverð í kosningunni. Samfylkingin fékk 23,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 22,3 prósent og Píratar 20,4 prósent. Skörun vikmarka er þó nokkur á milli þriggja efstu flokka og því ekki marktækur munur með tilliti til þessarar einu könnunar. Í samhengi við vinsældir Sönnu Magdalenu í könnuninni eru Sósíalistar fjórði stærsti flokkurinn með 9,6 prósent, Framsókn með 8,2 prósent og Viðreisn 6,8 prósent. Flokkur fólksins fær 3,8 prósent, VG 3,3 prósent og Miðflokkurinn 2,2 prósent. Allar upplýsingar um könnunina má sjá í skjalinu að neðan (PDF). Tengd skjöl 2022_12_Borgarviti_MaskínuPDF2.4MBSækja skjal
Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira