Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 11:01 Leopard 2 skriðdreki í eigu pólska hersins. EPA/Marcin Bielecki Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins. Mariusz Błaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði frá því í morgun að formleg beiðni hafi verið lögð fram og að ríkisstjórn Þýskalands hefði fengið hana. Ráðherrann hvatti Þjóðverja einnig til að ganga til liðs við þau ríki sem vilja senda Úkraínumönnum Leopard 2 skriðdreka. Þeir eru framleiddir í Þýskalandi en eru notaðir af mörgum ríkjum Evrópu. Ráðamenn í nokkrum ríkjum hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu ríkisstjórn Þýskalands hefur ekki tekið vel í það hingað til. „Þetta er sameiginlegur málstaður okkar allra, því þetta snýst um öryggi allrar Evrópu,“ sagði Blaszczak. Niemcy otrzymali ju nasz wniosek o wyra enie zgody na przekazanie czo gów Leopard 2 na Ukrain . Apeluj tak e do strony niemieckiej o przy czenie si do koalicji pa stw wspieraj cych Ukrain czo gami Leopard 2. To nasza wspólna sprawa, bo chodzi o bezpiecze stwo ca ej Europy! pic.twitter.com/9oMQihI83Z— Mariusz B aszczak (@mblaszczak) January 24, 2023 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að sama hvert svar Þjóðverja við beiðni Pólverja yrði, myndi ríkisstjórn hans samt senda skriðdreka til Úkraínumanna. „Jafnvel þó við fáum ekki leyfi, munum við hvort eð er senda skriðdreka okkar til Úkraínu í slagtogi með öðrum ríkjum, jafnvel þó Þýskaland sé ekki hluti að því,“ sagði Morawiecki, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Vilja vestræna skriðdreka Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Úkraínumenn hafa fengið mikið af skriðdrekum frá tímum Sovétríkjanna að gjöf frá ríkjum Austur-Evrópu. Þeir segjast þó þurfa vestræna skriðdreka og þá að miklu leyti vegna þess að Vesturlönd framleiða ekki þau skotfæri sem sovésku skriðdrekarnir nota. Varahlutir eru einnig vandamál, þar sem skriðdrekarnir eru nú eingöngu framleiddir í Rússlandi og hjá bandamönnum Rússlands. Hingað til eru Bretar þeir einu sem hafa tekið ákvörðunum að senda Úkraínumönnum vestræna skriðdreka. Þeir eiga þó tiltölulega fáa en ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fundaði í morgun með Boris Pistorius, nýjum varnarmálaráðherra Þýskalands. Í kjölfar þess fundar sagði Stoltenberg að bakhjarlar Úkraínu þyrftu að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þurfa til að verjast innrás Rússa, þar sem ráðamenn í Rússlandi hafi sýnt fram á að þeir ætli ekki að breyta um stefnu. Good meeting with Defence Minister Boris Pistorius in Berlin. Thanks to #Germany for your commitment to #NATO & your strong support to #Ukraine. At this pivotal moment, we must continue to provide Ukraine with the support it needs. pic.twitter.com/KJqw19rbjM— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) January 24, 2023 Stoltenbert sagði einnig að hann ætti von á því að Þjóðverjar myndu taka fljótt ákvörðun um skriðdrekasendingarnar. Pistorius sagði eftir fundinn að bakhjarlar Úkraínu sem vilja senda skriðdreka til Úkraínu geti byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á þá, sem hann hafði einnig sagt nokkrum dögum áður. Pólland Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Bretland Tengdar fréttir Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Mariusz Błaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði frá því í morgun að formleg beiðni hafi verið lögð fram og að ríkisstjórn Þýskalands hefði fengið hana. Ráðherrann hvatti Þjóðverja einnig til að ganga til liðs við þau ríki sem vilja senda Úkraínumönnum Leopard 2 skriðdreka. Þeir eru framleiddir í Þýskalandi en eru notaðir af mörgum ríkjum Evrópu. Ráðamenn í nokkrum ríkjum hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu ríkisstjórn Þýskalands hefur ekki tekið vel í það hingað til. „Þetta er sameiginlegur málstaður okkar allra, því þetta snýst um öryggi allrar Evrópu,“ sagði Blaszczak. Niemcy otrzymali ju nasz wniosek o wyra enie zgody na przekazanie czo gów Leopard 2 na Ukrain . Apeluj tak e do strony niemieckiej o przy czenie si do koalicji pa stw wspieraj cych Ukrain czo gami Leopard 2. To nasza wspólna sprawa, bo chodzi o bezpiecze stwo ca ej Europy! pic.twitter.com/9oMQihI83Z— Mariusz B aszczak (@mblaszczak) January 24, 2023 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að sama hvert svar Þjóðverja við beiðni Pólverja yrði, myndi ríkisstjórn hans samt senda skriðdreka til Úkraínumanna. „Jafnvel þó við fáum ekki leyfi, munum við hvort eð er senda skriðdreka okkar til Úkraínu í slagtogi með öðrum ríkjum, jafnvel þó Þýskaland sé ekki hluti að því,“ sagði Morawiecki, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Vilja vestræna skriðdreka Eftir langvarandi þrátefli á víglínunum vinna bæði Rússar og Úkraínumenn að því að byggja upp nýjar herdeildir fyrir frekari átök þegar vorið nálgast. Úkraínumenn segja vopnasendingar þeim gífurlega mikilvægar og því fyrr sem þeir fái vopn því betra. Úkraínumenn hafa fengið mikið af skriðdrekum frá tímum Sovétríkjanna að gjöf frá ríkjum Austur-Evrópu. Þeir segjast þó þurfa vestræna skriðdreka og þá að miklu leyti vegna þess að Vesturlönd framleiða ekki þau skotfæri sem sovésku skriðdrekarnir nota. Varahlutir eru einnig vandamál, þar sem skriðdrekarnir eru nú eingöngu framleiddir í Rússlandi og hjá bandamönnum Rússlands. Hingað til eru Bretar þeir einu sem hafa tekið ákvörðunum að senda Úkraínumönnum vestræna skriðdreka. Þeir eiga þó tiltölulega fáa en ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fundaði í morgun með Boris Pistorius, nýjum varnarmálaráðherra Þýskalands. Í kjölfar þess fundar sagði Stoltenberg að bakhjarlar Úkraínu þyrftu að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þurfa til að verjast innrás Rússa, þar sem ráðamenn í Rússlandi hafi sýnt fram á að þeir ætli ekki að breyta um stefnu. Good meeting with Defence Minister Boris Pistorius in Berlin. Thanks to #Germany for your commitment to #NATO & your strong support to #Ukraine. At this pivotal moment, we must continue to provide Ukraine with the support it needs. pic.twitter.com/KJqw19rbjM— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) January 24, 2023 Stoltenbert sagði einnig að hann ætti von á því að Þjóðverjar myndu taka fljótt ákvörðun um skriðdrekasendingarnar. Pistorius sagði eftir fundinn að bakhjarlar Úkraínu sem vilja senda skriðdreka til Úkraínu geti byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á þá, sem hann hafði einnig sagt nokkrum dögum áður.
Pólland Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Bretland Tengdar fréttir Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30
Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56
Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54