Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2023 16:42 Frá fundi þeirra í dag. Getty/Abdulhamid Hosbas Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. Hún átti fund með Olaf Scholz kanslara í Berlín í dag skömmu eftir að hann greindi þýska þinginu frá ákvörðunum sinni um að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig. Á sameiginlegum fréttamannafundi Olafs og Katrínar var hún spurð hvort hún óttaðist að þessi ákvörðun Þjóðverja myndi stigmagna stríðið í Úkraínu. „Auðvitað erum við öll með áhyggjur af því hvert framhaldið er í þessu stríði. Það er engin friðsamleg lausn í sjónmáli. Það eru engir slíkir kostir á borðinu sem er auðvitað mjög dapurlegt, og nú hefur stríðið staðið í nærri því ár. Ég tók það líka fram að þessi ákvörðun er tekin að ígrunduðu ráði hjá Þjóðverjum og í nánu samráði við þeirra bandalagsþjóðir, okkar bandalagsþjóðir. Ég skildi það vel að þeir hefðu gefið sér þennan tíma í þessa ákvörðun, því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Olaf Scholz staðfesti á fréttamannafundinum að hann myndi sækja heim leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí. Fundurinn væri að hans mati mjög mikilvægur. Þá var Katrín spurð að því á fundinum hvort Ísland hygðist ganga í Evrópusambandið. Katrín sagði það ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar en ítrekaði mikilvægi sambands Íslands við ríki Evrópu sem hún liti á sem nánustu vini Íslendinga. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Hún átti fund með Olaf Scholz kanslara í Berlín í dag skömmu eftir að hann greindi þýska þinginu frá ákvörðunum sinni um að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig. Á sameiginlegum fréttamannafundi Olafs og Katrínar var hún spurð hvort hún óttaðist að þessi ákvörðun Þjóðverja myndi stigmagna stríðið í Úkraínu. „Auðvitað erum við öll með áhyggjur af því hvert framhaldið er í þessu stríði. Það er engin friðsamleg lausn í sjónmáli. Það eru engir slíkir kostir á borðinu sem er auðvitað mjög dapurlegt, og nú hefur stríðið staðið í nærri því ár. Ég tók það líka fram að þessi ákvörðun er tekin að ígrunduðu ráði hjá Þjóðverjum og í nánu samráði við þeirra bandalagsþjóðir, okkar bandalagsþjóðir. Ég skildi það vel að þeir hefðu gefið sér þennan tíma í þessa ákvörðun, því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Olaf Scholz staðfesti á fréttamannafundinum að hann myndi sækja heim leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí. Fundurinn væri að hans mati mjög mikilvægur. Þá var Katrín spurð að því á fundinum hvort Ísland hygðist ganga í Evrópusambandið. Katrín sagði það ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar en ítrekaði mikilvægi sambands Íslands við ríki Evrópu sem hún liti á sem nánustu vini Íslendinga.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira