Mótstaða við breytingar ekki vegna eigin hagsmuna heldur faglegs mats Snorri Másson skrifar 26. janúar 2023 08:45 Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir mótstöðu Lyfjafræðingafélags Íslands við frumvarp um að heimila lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki sprottna út frá hagsmunum lyfjafræðinga, heldur faglegum forsendum. Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, telur áform um lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki æskileg.Vísir/Vilhelm „Ég skil vel hugsunina að vilja auka aðgengi og ég vil alveg fara í Krónuna og geta kippt með mér Ibufen eða Paratabs eða hvað það er. Hins vegar eru þetta lyf og lyf eru ekki almenn vara. Og það er margt sem þarf að varast með lyf. Þannig að við sjáum þetta ekki fyrir okkur sem jákvæða breytingu. Við viljum halda lyfjunum í apótekunum til að geta veitt ráðleggingar til fólks sem þarf á þessu að halda,“ sagði Inga Lilý í Íslandi í dag, þar sem málið var til umfjöllunar. Meginreglan er sú á Íslandi að hefðbundin ólyfseðilsskyld verkjalyf eru aðeins seld í apótekum og bönnuð í almennum verslunum. Fyrir tveimur árum var lausasalan heimiluð í almennum verslunum á landsbyggðinni þar sem meira en 20 kílómetrar voru í næsta apótek. Nú hefur Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks lagt fram frumvarp þar sem lausasalan er heimiluð í almennum verslunum án þessa skilyrðis. Lyfjastofnun lýsir yfir efasemdum og það gera einnig lyfjafræðingar. „Þetta getur verið hættulegt í of stórum skömmtum. Parasetamól er að valda miklum lifrarskemmdum. Það er annað algengasta lyfið sem hringt er útaf í eitrunarmiðstöðinni á Íslandi,“ segir Inga Lilý og bætir við að hætt sé við því að eitrunum fjölgi ef aðgengi eykst, eins og hún segir hafa sýnt sig í Svíþjóð. Þar var lyfið síðan bannað í lausasölu. Óvíst er hver afdrif frumvarpsins verða en þingmenn úr öðrum flokkum eru meðflutningsmenn Berglindar. „Ég get séð fyrir mér að enn um sinn muni þetta haldast í apótekum en maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Inga Lilý. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokknum lagði fram frumvarpið í haust. Lyf Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, telur áform um lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki æskileg.Vísir/Vilhelm „Ég skil vel hugsunina að vilja auka aðgengi og ég vil alveg fara í Krónuna og geta kippt með mér Ibufen eða Paratabs eða hvað það er. Hins vegar eru þetta lyf og lyf eru ekki almenn vara. Og það er margt sem þarf að varast með lyf. Þannig að við sjáum þetta ekki fyrir okkur sem jákvæða breytingu. Við viljum halda lyfjunum í apótekunum til að geta veitt ráðleggingar til fólks sem þarf á þessu að halda,“ sagði Inga Lilý í Íslandi í dag, þar sem málið var til umfjöllunar. Meginreglan er sú á Íslandi að hefðbundin ólyfseðilsskyld verkjalyf eru aðeins seld í apótekum og bönnuð í almennum verslunum. Fyrir tveimur árum var lausasalan heimiluð í almennum verslunum á landsbyggðinni þar sem meira en 20 kílómetrar voru í næsta apótek. Nú hefur Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks lagt fram frumvarp þar sem lausasalan er heimiluð í almennum verslunum án þessa skilyrðis. Lyfjastofnun lýsir yfir efasemdum og það gera einnig lyfjafræðingar. „Þetta getur verið hættulegt í of stórum skömmtum. Parasetamól er að valda miklum lifrarskemmdum. Það er annað algengasta lyfið sem hringt er útaf í eitrunarmiðstöðinni á Íslandi,“ segir Inga Lilý og bætir við að hætt sé við því að eitrunum fjölgi ef aðgengi eykst, eins og hún segir hafa sýnt sig í Svíþjóð. Þar var lyfið síðan bannað í lausasölu. Óvíst er hver afdrif frumvarpsins verða en þingmenn úr öðrum flokkum eru meðflutningsmenn Berglindar. „Ég get séð fyrir mér að enn um sinn muni þetta haldast í apótekum en maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Inga Lilý. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokknum lagði fram frumvarpið í haust.
Lyf Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?