Björnsen tók ábyrgð eftir grátlegt tap Norðmanna: Ég var sá seki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 14:30 Kristian Björnsen átti annars góðan leik og var markahæstur Norðmanna með níu mörk úr tíu skotum. AP/Piotr Hawalej Norska handboltalandsliðið missti af undanúrslitum HM í handbolta á grátlegan hátt í gærkvöldi þegar þeir hentu frá sér sigrinum í lokin. Spánverjar unnu að lokum eftir tvíframlengdan leik. Hornamaðurinn Kristian Björnsen gerði afdrifarík mistök undir lokin þegar hann sendi boltann aftur á völlinn þegar þrjár sekúndur voru eftir og dómararnir dæmdu leiktöf. Spánverjum tókst að bruna upp á síðustu sekúndum leiksins og tryggja sér framlengingu. Tar skylden etter VM-exiten. https://t.co/2LFj4li8lY— TV 2 Sport (@tv2sport) January 25, 2023 Björnsen átti alltaf að fara sjálfur inn því Spánverjar hefðu aldrei haft tíma til að komast upp völlinn eftir skotið hans, hvort sem það færi inn eða ekki. Undir lok framlengingarinnar átti Björnsen síðan möguleika á því að tryggja norska liðinu vítakeppni en lét verja frá sér út góðu færi í hægra horninu. „Við urðum að spila boltanum. Mér fannst ég ekki vera í nógu góðu færi því það var varnarmaður fyrir framan mig. Dómurunum fannst þetta vera leiktöf og við misstum boltann. Þess vegna gaf ég boltann og þeir nýttu sér þessi mistök vel,“ sagði Kristian Björnsen við NRK. Bjørnsen: Jeg kunne selvfølgelig gjort noe annerledes https://t.co/PcvyaMkhiC— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) January 25, 2023 „Eftir á að hyggja þá er svarið auðvitað já við því hvort ég hafi átti að gera eitthvað öðruvísi. Sem dæmi að fara inn og skjóta framhjá,“ sagði Björnsen við NTB og aðra norska miðla. Björnson vildi fá víti í lokaskotinu en dómararnir dæmdu ekkert. Þeir fóru og skoðuðu atvikið en töldu enga ástæðu til að breyta dómi sínum. „Mér fannst hann koma fyrir framan mig og setja út höndina sem verður til þess að ég næ ekki góðu uppstökki og klúðra skotinu,“ sagði Björnsen „Ég er rosalega vonsvikinn. Þetta var leikur sem við áttum að vinna en því miður eru tvö atriði sem réðu úrslitum um það og ég gerði mistök í þeim báðum,“ sagði Björnsen við NRK. Hann fór enn lengra í viðtali við TV2. „Í dag var ég sá seki,“ sagði Björnsen. Fine Bjørnsen svarer godt i studio. Hvis Reinkind beveger seg mot mål vil kanskje dommerne la være å blåse passivt??!?!Da blir det også en 2mot1 og kanten til Spania får en tøff vurderingssituasjon. pic.twitter.com/1kvmtZU5hR— Frode Scheie (@fscheie1) January 25, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Hornamaðurinn Kristian Björnsen gerði afdrifarík mistök undir lokin þegar hann sendi boltann aftur á völlinn þegar þrjár sekúndur voru eftir og dómararnir dæmdu leiktöf. Spánverjum tókst að bruna upp á síðustu sekúndum leiksins og tryggja sér framlengingu. Tar skylden etter VM-exiten. https://t.co/2LFj4li8lY— TV 2 Sport (@tv2sport) January 25, 2023 Björnsen átti alltaf að fara sjálfur inn því Spánverjar hefðu aldrei haft tíma til að komast upp völlinn eftir skotið hans, hvort sem það færi inn eða ekki. Undir lok framlengingarinnar átti Björnsen síðan möguleika á því að tryggja norska liðinu vítakeppni en lét verja frá sér út góðu færi í hægra horninu. „Við urðum að spila boltanum. Mér fannst ég ekki vera í nógu góðu færi því það var varnarmaður fyrir framan mig. Dómurunum fannst þetta vera leiktöf og við misstum boltann. Þess vegna gaf ég boltann og þeir nýttu sér þessi mistök vel,“ sagði Kristian Björnsen við NRK. Bjørnsen: Jeg kunne selvfølgelig gjort noe annerledes https://t.co/PcvyaMkhiC— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) January 25, 2023 „Eftir á að hyggja þá er svarið auðvitað já við því hvort ég hafi átti að gera eitthvað öðruvísi. Sem dæmi að fara inn og skjóta framhjá,“ sagði Björnsen við NTB og aðra norska miðla. Björnson vildi fá víti í lokaskotinu en dómararnir dæmdu ekkert. Þeir fóru og skoðuðu atvikið en töldu enga ástæðu til að breyta dómi sínum. „Mér fannst hann koma fyrir framan mig og setja út höndina sem verður til þess að ég næ ekki góðu uppstökki og klúðra skotinu,“ sagði Björnsen „Ég er rosalega vonsvikinn. Þetta var leikur sem við áttum að vinna en því miður eru tvö atriði sem réðu úrslitum um það og ég gerði mistök í þeim báðum,“ sagði Björnsen við NRK. Hann fór enn lengra í viðtali við TV2. „Í dag var ég sá seki,“ sagði Björnsen. Fine Bjørnsen svarer godt i studio. Hvis Reinkind beveger seg mot mål vil kanskje dommerne la være å blåse passivt??!?!Da blir det også en 2mot1 og kanten til Spania får en tøff vurderingssituasjon. pic.twitter.com/1kvmtZU5hR— Frode Scheie (@fscheie1) January 25, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira