Ekki á þeim buxunum að afhenda félagatalið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2023 09:28 Sólveig Anna Jónsdóttir og liðsmenn Eflingar í Karphúsinu. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu. Líkt og fram kom í fréttum í gær lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar muni kjósa um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Efling hefur gagnrýnt ákvörðun ríkissáttasemjara harðlega og meðal annars ekki orðið við ósk embættisins um að afhenda félagatal Eflingar, svo halda megi rafræna kosningu frá og með hádegi á morgun. Á vef Eflingar eru birt tvö bréf sem Sólveig Anna Jónsdóttur, formaður félagsins, sendi ríkissáttasemjara í gær. Þar kemur fram að félagið telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé ekki lögmæt. Það sama eigi við um hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu. „Efling-stéttarfélag telur því nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti aðgerða ríkissáttasemjara,“ kemur fram í öðru bréfinu. Þar er þess einnig krafist að félagið fái afhent allar fyrirliggjandi upplýsingar um öll samskipti sem ríkissáttasemjari og starfsmenn embættisins hafi átt við deiluaðila, sem og aðra, í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að leggja fram miðlunartillöguna. Efast um hlutverk embættisins í að halda atkvæðagreiðslu Í öðru bréfi, sem send var til ríkissáttasemjara í morgun er sú afstaða Eflingar að miðlunartillagan og fyrirhuguðu atkvæðagreiðsla séu „ólögmæt og markleysa“, ítrekuð Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í gær að deilan væri í algjörum hnút, því hafi miðlunartillagan verið lögð fram.Stöð 2/Ívar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði í gær að verði miðlunartillagan samþykkt þá væri hún ígildi kjarasamnings sem gengi þar með framar verkfalli sem fyrirhugað er hjá hótelstarfsmönnum og félagsmönnum Eflingar. Forsenda þess er að hin rafræna atkvæðagreiðsla fari fram, en hún er á vegum embættisins og framkvæmd af Advania. Hefur embættið því farið fram á að fá afhent rafrænt félagatal Eflingar, svo halda megi kosninguna. Efling bendir hins vegar á í bréfi til ríkissáttasemjara í morgun að um viðkvæmar persónuupplýsingar félagsmanna Eflingar sé að ræða. Ekki hafi komið fram hvernig séð verði til þess að vinnsla þeirri upplýsinga uppfylli skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá efast Efling um að það sé hlutverk ríkissáttasemjara að framkvæma umræddar kosningar. „Þá felst ekki í tilvitnuðum ákvæðum nein skylda stéttarfélags til að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Ríkissáttasemjari hefur þannig ekki bent á lagaheimild fyrir því fyrirkomulagi kosninga sem hann tilkynnti fyrirvaralaust í gærmorgun og er tilefni beiðni embættisins um afhendingu félagatals stéttarfélagsins. Hvorki liggur þannig fyrir að beiðnin sé sett fram af lögmætu tilefni né að fullnægjandi lagaheimild standi til hennar,“ segir í bréfi Eflingar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Líkt og fram kom í fréttum í gær lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar muni kjósa um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Efling hefur gagnrýnt ákvörðun ríkissáttasemjara harðlega og meðal annars ekki orðið við ósk embættisins um að afhenda félagatal Eflingar, svo halda megi rafræna kosningu frá og með hádegi á morgun. Á vef Eflingar eru birt tvö bréf sem Sólveig Anna Jónsdóttur, formaður félagsins, sendi ríkissáttasemjara í gær. Þar kemur fram að félagið telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé ekki lögmæt. Það sama eigi við um hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu. „Efling-stéttarfélag telur því nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti aðgerða ríkissáttasemjara,“ kemur fram í öðru bréfinu. Þar er þess einnig krafist að félagið fái afhent allar fyrirliggjandi upplýsingar um öll samskipti sem ríkissáttasemjari og starfsmenn embættisins hafi átt við deiluaðila, sem og aðra, í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að leggja fram miðlunartillöguna. Efast um hlutverk embættisins í að halda atkvæðagreiðslu Í öðru bréfi, sem send var til ríkissáttasemjara í morgun er sú afstaða Eflingar að miðlunartillagan og fyrirhuguðu atkvæðagreiðsla séu „ólögmæt og markleysa“, ítrekuð Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í gær að deilan væri í algjörum hnút, því hafi miðlunartillagan verið lögð fram.Stöð 2/Ívar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði í gær að verði miðlunartillagan samþykkt þá væri hún ígildi kjarasamnings sem gengi þar með framar verkfalli sem fyrirhugað er hjá hótelstarfsmönnum og félagsmönnum Eflingar. Forsenda þess er að hin rafræna atkvæðagreiðsla fari fram, en hún er á vegum embættisins og framkvæmd af Advania. Hefur embættið því farið fram á að fá afhent rafrænt félagatal Eflingar, svo halda megi kosninguna. Efling bendir hins vegar á í bréfi til ríkissáttasemjara í morgun að um viðkvæmar persónuupplýsingar félagsmanna Eflingar sé að ræða. Ekki hafi komið fram hvernig séð verði til þess að vinnsla þeirri upplýsinga uppfylli skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá efast Efling um að það sé hlutverk ríkissáttasemjara að framkvæma umræddar kosningar. „Þá felst ekki í tilvitnuðum ákvæðum nein skylda stéttarfélags til að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Ríkissáttasemjari hefur þannig ekki bent á lagaheimild fyrir því fyrirkomulagi kosninga sem hann tilkynnti fyrirvaralaust í gærmorgun og er tilefni beiðni embættisins um afhendingu félagatals stéttarfélagsins. Hvorki liggur þannig fyrir að beiðnin sé sett fram af lögmætu tilefni né að fullnægjandi lagaheimild standi til hennar,“ segir í bréfi Eflingar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12
Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58
Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent