Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 81-74 | Valur vann toppslaginn Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 22:24 Valur - Njarðvík. Subway deild kvenna. Vetur 2022-2023. Körfubolti. vísir/bára Ekkert lið hefur lagt Keflavík að velli í Subway-deild kvenna, nema Valur. Hlíðarendafélagið fór með sigur af hólmi gegn Keflavík í annað sinn á þessari leiktíð í kvöld. Leikið var í Origo-völlinni að Hlíðarenda og var ágætis stemning í húsinu seint á sunnudagskvöldi er leikurinn fór fram. Það var mikið jafnræði með liðunum til að byrja með, en leikurinn fór hægt af stað. Það var mikið um baráttu og klafs, en ekki mikið um gæði. Þegar líða fór á fyrsta leikhluta þá fóru liðin að hitna og hitta betur. Valur var að fá framlög frá mörgum leikmönnum sínum og var með yfirhöndina í fyrsta leikhlutanum. Að honum loknum leiddi heimaliðið með þremur stigum, 19-16. Keflavík byrjaði annan leikhluta vel og tók forystuna snemma í honum. Liðin skiptust á að hafa forystuna en um miðbik leikhlutans þá stakk Valur af. Valskonur tóku áhlaup sem Keflavík átti fá svör við. Allt í einu var Valur komið tólf stigum yfir og við það tók Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur leikhlé til að reyna að stoppa þetta mikla áhlaup. Keflavík tókst að stoppa áhlaupið en þeim tókst ekki að brúa bilið mikið áður en fyrri hálfleik. Þegar liðin gengu til búningsklefa munaði tíu stigum, 41-31. Valur hélt áfram þar sem frá var horfið í seinni hálfleik. Í byrjun þriðja leikhluta bauð Valur upp á þristaregn sem varð til þess að munurinn stækkaði, og stækkaði. Hann varð mestur 19 stig. Í lok þriðja leikhluta var staðan 67-49 fyrir Val og þurfti Keflavík kraftaverk til að komast til baka. Þær þurftu allavega að spila sem lið allan tímann til að eiga möguleika. Og þær gerðu það. Keflavík spilaði frábærlega í fjórða leikhlutanum á meðan Valskonur virtust sofandi. Keflavík greip gæsina og tókst að minnka muninn niður í fimm stig þegar um fjórar mínútur voru eftir. Keflavík fékk tækifæri til að gera þetta að einnar sókna leik, en það tókst ekki fyrir þær. Gestirnir töpuðu boltanum og Valur refsaði. Hallveig Jónsdóttir setti stóran þrist þegar lítið var eftir og það gekk frá leiknum. Lokatölur 81-74 fyrir Val sem er búið að leggja Keflavík tvisvar að velli í deildinni í vetur. Núna munar aðeins tveimur stigum á efstu tveimur liðunum og það er enn nóg eftir. Af hverju vann Valur? Þær sýndu meiri liðsheild en Keflavík og virtust tilbúnari í verkefnið. Það var mikil stemning í Valsliðinu og þær náðu upp góðu forskoti með því að spila skipulagðan leik. Varnarleikurinn hjá Val var góður og var sóknarleikur Keflavíkur í litlum takti lengst af. Hverjir stóðu upp úr? Valur fékk framlag frá mörgum af sínum leikmönnum og voru fjórir leikmenn liðsins í tveggja stafa tölu þegar kom að stigaskori. Kiana Johnson skilaði sínu með 20 stigum, átta fráköstum og átta stoðsendingum. Hildur Björg Kjartansdóttir var mjög öflug í liði Vals og þá setti Hallveig niður stór skot þegar liðið þurfti á þeim að halda. Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig. Hvað gekk illa? Þegar litið er á tölfræðina þá er mikill munur á liðunum, en þar sem munurinn kannski lág var að Keflavík tókst illa að svara áhlaupum Vals fyrr en í fjórða leikhluta. Það er erfitt að vera lengi í eltingarleik og það tekur mikla orku úr þér. Að Keflavík hafi ekki mætt betur inn í seinni hálfleikinn fór með þennan leik. Hvað næst? Keflavík á ÍR næst í miðri viku og mun líklegast svara þessu tapi með stórsigri þar. Valur spilar næst gegn Grindavík á útivelli og verður það örugglega nokkuð flókið verkefni. Búin að uppgötva að það sé ekkert svo slæmt að vera á Íslandi „Ég er mjög glöð með þennan sigur á móti mjög sterku liði,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals, eftir sigurinn á móti Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Hildur átti mjög góðan leik þar sem hún skilaði 15 stigum og 13 fráköstum. „Við erum búnar að sýna að við getum unnið öll liðin í deildinni. Það er mjög jákvætt.“ Valur náði upp góðu forskoti í þriðja leikhluta – mest 19 stigum – en Keflavík kom til baka í fjórða leikhluta. Var hún orðin stressuð að sigurinn myndi lenda hinum megin? „Ég bjóst alltaf við einhverju áhlaupi frá þeim til baka. Stressuð? Nei, ekki beint. Mér fannst við vera með stjórnina. Þær settu nokkra þrista og við áttum í erfiðleikum með að skora á móti. Þær voru að reyna að hleypa þessu upp í hraðari leik og koma okkur út úr okkar leik, en við náðum að halda einbeitingunni.“ Valur er eina liðið sem hefur unnið Keflavík í deildinni á þessari leiktíð. Hvert er leyndarmálið? „Ég get ekki gefið upp öll leyndarmálin hér. Við erum með mjög sterkt lið og margir leikmenn sem geta spilað. Ég væri ekki til í að vera Óli að reyna að skipta öllum inn á. Við reynum að finna bestu uppskriftina að sigri. Það gekk upp í dag. Núna er að reyna að byggja á því og gera enn betur.“ Það er ekki langt síðan Hildur, sem er landsliðsfyrirliði, kom aftur heim til Íslands úr atvinnumennsku. Henni liður vel með þá ákvörðun sína að koma aftur heim. „Ég er búin að uppgötva að það sé ekkert svo slæmt. Þó það sé kalt þá er gott að vera heima með fólkinu sínu og í góðu félagi með þessum stelpum,“ sagði Hildur að lokum. „ Ég verð að viðurkenna að það fór vel um mann í lokin“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Valur er eina liðið sem hefur unnið Keflavík í deildinni, en þær hafa nú gert það tvisvar. „Tilfinningin er hrikalega góð en ég verð að viðurkenna að það fór vel um mann í lokin. Við vorum að halda í einhverja forystu í staðinn fyrir að halda áfram og ná í sigurinn. Við vorum einhvern veginn að bíða eftir að leikurinn yrði búinn,“ sagði Ólafur eftir leik. Valur bjó til 19 stiga forskot í þriðja leikhluta en missti það niður í fimm stig í fjórða leikhlutanum. Þeim tókst samt að landa sigrinum. „Ég er mjög ánægðurt að við náðum að landa þessu. Það er allavega góð tilfinning.“ Hvernig fór Valur að því að ná upp svona góðu forskoti í þriðja leikhlutanum? „Við náðum stoppum. Við vorum að spila góða vörn fannst mér; við vorum að tala vel saman og vorum að skipta á réttum stöðum. Mér fannst stelpurnar eiga hrós skilið fyrir að koma tilbúnar í verkefnið.“ „Ég hafði nú alltaf trú á verkefninu en það fer alltaf um mann þegar við erum búin að vera með mikið forskot og svo minnkar það. Það staðnaði allt hjá okkur. Við reyndum að taka leikhlé og fara yfir hlutina. Sem betur fer náðum við klára þetta.“ Valur fékk mikinn liðsstyrk fyrir áramót þegar landsliðsfyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir sneri aftur á Hlíðarenda. Hún var öflug í kvöld og verður það eflaust líka í framhaldinu. „Þú sérð það, hún gefur okkur helling. Hún gefur okkur nýtt vopnabúr, bæði sóknarlega og varnarlega. Hún getur dekkað hvern sem er og hún getur líka skorað á hvern sem er. Hún er mjög óeigingjörn líka, finnur leikmenn. Hún hjálpar okkur helling.“ Valur er núna tveimur stigum á eftir Keflavík. Skiptir miklu máli fyrir Val að verða deildarmeistari eða er það Íslandsmeistaratitillinn sem skiptir öllu máli? „Við ætlum að gera allt sem við getum til að ná í hann (deildarmeistaratitilinn). Það skiptir miklu máli að vera með heimavöll í úrslitakeppninni. Vonandi höldum við áfram að vaxa eins og við höfum verið að gera. Þetta skiptir máli,“ sagði Ólafur að lokum. „Við áttum aldrei skilið að vinna þetta“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega niðurlútur eftir tap gegn Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Þetta er annað tap Keflavíkur í deildinni í vetur, en töpin hafa bæði komið gegn Valskonum. „Mér líður ekki vel. Þetta er svekkjandi tap og það er svekkjandi hvernig við spilum megnið af leiknum. Ég var ósáttur með það,“ sagði Hörður Axel eftir leik. „Þetta var passívt og til baka, eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Ég var ánægður með kaflann í fjórða leikhluta þar sem við komum til baka og gerðum þetta að leik, en við áttum aldrei skilið að vinna þetta.“ Keflavík missti Valsliðið frá sér í öðrum leikhluta og enn frekar í þriðja leikhluta þar sem munurinn varð mest 19 stig. „Við vorum passívar, allar í sitthvoru horninu. Við vorum að reyna að redda þessu upp á okkar einsdæmi í staðinn fyrir að snúa bökum saman og gera hlutina saman. Liðsheildin þarf að koma í ljós þegar það gengur illa – við þurfum að spila betur saman. Við þurftum að gera það á þessum kafla.“ Í fjórða leikhluta leit út fyrir að Keflavík gæti tekið sigurinn, en þær komu til baka og minnkuðu muninn í fimm stig áður en Valur sigldi sigrinum heim. „Í öllum leikjum eru fullt af jákvæðum hlutum og fullt af neikvæðum hlutum. Auðvitað er maður hundfúll að tapa og svekktur með tapið. Ég á eftir að leikgreina þennan leik í kvöld og þá finn ég pottþétt fullt af jákvæðum hlutum sem fóru hugsanlega fram hjá manni á meðan leiknum stóð. Ég er ánægður með karakterinn að koma til baka og með einstaka leikmenn sem stigu upp og voru flottir í kvöld,“ sagði Hörður. Það munar núna tveimur stigum á efstu tveimur liðunum, Keflavík og Val. „Það sem skiptir máli er þessi leikur í kvöld sem tapaðist og næsti leikur á miðvikudaginn. Það er það sem skiptir mestu máli. Meira græðir maður ekkert á að hugsa út í. Því þá ertu farinn fram úr sjálfum þér,“ sagði Hörður Axel að lokum en næsti leikur Keflavíkur er gegn botnliði ÍR. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Ekkert lið hefur lagt Keflavík að velli í Subway-deild kvenna, nema Valur. Hlíðarendafélagið fór með sigur af hólmi gegn Keflavík í annað sinn á þessari leiktíð í kvöld. Leikið var í Origo-völlinni að Hlíðarenda og var ágætis stemning í húsinu seint á sunnudagskvöldi er leikurinn fór fram. Það var mikið jafnræði með liðunum til að byrja með, en leikurinn fór hægt af stað. Það var mikið um baráttu og klafs, en ekki mikið um gæði. Þegar líða fór á fyrsta leikhluta þá fóru liðin að hitna og hitta betur. Valur var að fá framlög frá mörgum leikmönnum sínum og var með yfirhöndina í fyrsta leikhlutanum. Að honum loknum leiddi heimaliðið með þremur stigum, 19-16. Keflavík byrjaði annan leikhluta vel og tók forystuna snemma í honum. Liðin skiptust á að hafa forystuna en um miðbik leikhlutans þá stakk Valur af. Valskonur tóku áhlaup sem Keflavík átti fá svör við. Allt í einu var Valur komið tólf stigum yfir og við það tók Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur leikhlé til að reyna að stoppa þetta mikla áhlaup. Keflavík tókst að stoppa áhlaupið en þeim tókst ekki að brúa bilið mikið áður en fyrri hálfleik. Þegar liðin gengu til búningsklefa munaði tíu stigum, 41-31. Valur hélt áfram þar sem frá var horfið í seinni hálfleik. Í byrjun þriðja leikhluta bauð Valur upp á þristaregn sem varð til þess að munurinn stækkaði, og stækkaði. Hann varð mestur 19 stig. Í lok þriðja leikhluta var staðan 67-49 fyrir Val og þurfti Keflavík kraftaverk til að komast til baka. Þær þurftu allavega að spila sem lið allan tímann til að eiga möguleika. Og þær gerðu það. Keflavík spilaði frábærlega í fjórða leikhlutanum á meðan Valskonur virtust sofandi. Keflavík greip gæsina og tókst að minnka muninn niður í fimm stig þegar um fjórar mínútur voru eftir. Keflavík fékk tækifæri til að gera þetta að einnar sókna leik, en það tókst ekki fyrir þær. Gestirnir töpuðu boltanum og Valur refsaði. Hallveig Jónsdóttir setti stóran þrist þegar lítið var eftir og það gekk frá leiknum. Lokatölur 81-74 fyrir Val sem er búið að leggja Keflavík tvisvar að velli í deildinni í vetur. Núna munar aðeins tveimur stigum á efstu tveimur liðunum og það er enn nóg eftir. Af hverju vann Valur? Þær sýndu meiri liðsheild en Keflavík og virtust tilbúnari í verkefnið. Það var mikil stemning í Valsliðinu og þær náðu upp góðu forskoti með því að spila skipulagðan leik. Varnarleikurinn hjá Val var góður og var sóknarleikur Keflavíkur í litlum takti lengst af. Hverjir stóðu upp úr? Valur fékk framlag frá mörgum af sínum leikmönnum og voru fjórir leikmenn liðsins í tveggja stafa tölu þegar kom að stigaskori. Kiana Johnson skilaði sínu með 20 stigum, átta fráköstum og átta stoðsendingum. Hildur Björg Kjartansdóttir var mjög öflug í liði Vals og þá setti Hallveig niður stór skot þegar liðið þurfti á þeim að halda. Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig. Hvað gekk illa? Þegar litið er á tölfræðina þá er mikill munur á liðunum, en þar sem munurinn kannski lág var að Keflavík tókst illa að svara áhlaupum Vals fyrr en í fjórða leikhluta. Það er erfitt að vera lengi í eltingarleik og það tekur mikla orku úr þér. Að Keflavík hafi ekki mætt betur inn í seinni hálfleikinn fór með þennan leik. Hvað næst? Keflavík á ÍR næst í miðri viku og mun líklegast svara þessu tapi með stórsigri þar. Valur spilar næst gegn Grindavík á útivelli og verður það örugglega nokkuð flókið verkefni. Búin að uppgötva að það sé ekkert svo slæmt að vera á Íslandi „Ég er mjög glöð með þennan sigur á móti mjög sterku liði,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals, eftir sigurinn á móti Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Hildur átti mjög góðan leik þar sem hún skilaði 15 stigum og 13 fráköstum. „Við erum búnar að sýna að við getum unnið öll liðin í deildinni. Það er mjög jákvætt.“ Valur náði upp góðu forskoti í þriðja leikhluta – mest 19 stigum – en Keflavík kom til baka í fjórða leikhluta. Var hún orðin stressuð að sigurinn myndi lenda hinum megin? „Ég bjóst alltaf við einhverju áhlaupi frá þeim til baka. Stressuð? Nei, ekki beint. Mér fannst við vera með stjórnina. Þær settu nokkra þrista og við áttum í erfiðleikum með að skora á móti. Þær voru að reyna að hleypa þessu upp í hraðari leik og koma okkur út úr okkar leik, en við náðum að halda einbeitingunni.“ Valur er eina liðið sem hefur unnið Keflavík í deildinni á þessari leiktíð. Hvert er leyndarmálið? „Ég get ekki gefið upp öll leyndarmálin hér. Við erum með mjög sterkt lið og margir leikmenn sem geta spilað. Ég væri ekki til í að vera Óli að reyna að skipta öllum inn á. Við reynum að finna bestu uppskriftina að sigri. Það gekk upp í dag. Núna er að reyna að byggja á því og gera enn betur.“ Það er ekki langt síðan Hildur, sem er landsliðsfyrirliði, kom aftur heim til Íslands úr atvinnumennsku. Henni liður vel með þá ákvörðun sína að koma aftur heim. „Ég er búin að uppgötva að það sé ekkert svo slæmt. Þó það sé kalt þá er gott að vera heima með fólkinu sínu og í góðu félagi með þessum stelpum,“ sagði Hildur að lokum. „ Ég verð að viðurkenna að það fór vel um mann í lokin“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Valur er eina liðið sem hefur unnið Keflavík í deildinni, en þær hafa nú gert það tvisvar. „Tilfinningin er hrikalega góð en ég verð að viðurkenna að það fór vel um mann í lokin. Við vorum að halda í einhverja forystu í staðinn fyrir að halda áfram og ná í sigurinn. Við vorum einhvern veginn að bíða eftir að leikurinn yrði búinn,“ sagði Ólafur eftir leik. Valur bjó til 19 stiga forskot í þriðja leikhluta en missti það niður í fimm stig í fjórða leikhlutanum. Þeim tókst samt að landa sigrinum. „Ég er mjög ánægðurt að við náðum að landa þessu. Það er allavega góð tilfinning.“ Hvernig fór Valur að því að ná upp svona góðu forskoti í þriðja leikhlutanum? „Við náðum stoppum. Við vorum að spila góða vörn fannst mér; við vorum að tala vel saman og vorum að skipta á réttum stöðum. Mér fannst stelpurnar eiga hrós skilið fyrir að koma tilbúnar í verkefnið.“ „Ég hafði nú alltaf trú á verkefninu en það fer alltaf um mann þegar við erum búin að vera með mikið forskot og svo minnkar það. Það staðnaði allt hjá okkur. Við reyndum að taka leikhlé og fara yfir hlutina. Sem betur fer náðum við klára þetta.“ Valur fékk mikinn liðsstyrk fyrir áramót þegar landsliðsfyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir sneri aftur á Hlíðarenda. Hún var öflug í kvöld og verður það eflaust líka í framhaldinu. „Þú sérð það, hún gefur okkur helling. Hún gefur okkur nýtt vopnabúr, bæði sóknarlega og varnarlega. Hún getur dekkað hvern sem er og hún getur líka skorað á hvern sem er. Hún er mjög óeigingjörn líka, finnur leikmenn. Hún hjálpar okkur helling.“ Valur er núna tveimur stigum á eftir Keflavík. Skiptir miklu máli fyrir Val að verða deildarmeistari eða er það Íslandsmeistaratitillinn sem skiptir öllu máli? „Við ætlum að gera allt sem við getum til að ná í hann (deildarmeistaratitilinn). Það skiptir miklu máli að vera með heimavöll í úrslitakeppninni. Vonandi höldum við áfram að vaxa eins og við höfum verið að gera. Þetta skiptir máli,“ sagði Ólafur að lokum. „Við áttum aldrei skilið að vinna þetta“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega niðurlútur eftir tap gegn Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Þetta er annað tap Keflavíkur í deildinni í vetur, en töpin hafa bæði komið gegn Valskonum. „Mér líður ekki vel. Þetta er svekkjandi tap og það er svekkjandi hvernig við spilum megnið af leiknum. Ég var ósáttur með það,“ sagði Hörður Axel eftir leik. „Þetta var passívt og til baka, eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Ég var ánægður með kaflann í fjórða leikhluta þar sem við komum til baka og gerðum þetta að leik, en við áttum aldrei skilið að vinna þetta.“ Keflavík missti Valsliðið frá sér í öðrum leikhluta og enn frekar í þriðja leikhluta þar sem munurinn varð mest 19 stig. „Við vorum passívar, allar í sitthvoru horninu. Við vorum að reyna að redda þessu upp á okkar einsdæmi í staðinn fyrir að snúa bökum saman og gera hlutina saman. Liðsheildin þarf að koma í ljós þegar það gengur illa – við þurfum að spila betur saman. Við þurftum að gera það á þessum kafla.“ Í fjórða leikhluta leit út fyrir að Keflavík gæti tekið sigurinn, en þær komu til baka og minnkuðu muninn í fimm stig áður en Valur sigldi sigrinum heim. „Í öllum leikjum eru fullt af jákvæðum hlutum og fullt af neikvæðum hlutum. Auðvitað er maður hundfúll að tapa og svekktur með tapið. Ég á eftir að leikgreina þennan leik í kvöld og þá finn ég pottþétt fullt af jákvæðum hlutum sem fóru hugsanlega fram hjá manni á meðan leiknum stóð. Ég er ánægður með karakterinn að koma til baka og með einstaka leikmenn sem stigu upp og voru flottir í kvöld,“ sagði Hörður. Það munar núna tveimur stigum á efstu tveimur liðunum, Keflavík og Val. „Það sem skiptir máli er þessi leikur í kvöld sem tapaðist og næsti leikur á miðvikudaginn. Það er það sem skiptir mestu máli. Meira græðir maður ekkert á að hugsa út í. Því þá ertu farinn fram úr sjálfum þér,“ sagði Hörður Axel að lokum en næsti leikur Keflavíkur er gegn botnliði ÍR.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum