Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2023 14:12 Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang slyssins í gær. Vísir Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. „Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur. Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
„Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur.
Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57