Lífið

„Ef ég er í fluginu þá mun það falla niður“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá fundi Evrópuráðsins í gær í Strassborg þar sem Katrín flutti ávarp.
Frá fundi Evrópuráðsins í gær í Strassborg þar sem Katrín flutti ávarp. stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er veðurteppt í Strassborg. Hún segir það vera þriðja skiptið sem það gerist á fjórum vikum.

Katrín birtir myndband á Instagram í dag þar sem hún segist ætla að birta þá daga þar sem hún verður í flugi, til að aðrir geti farið á öðrum dögum. „Af því það er alveg ljóst að ef ég er í fluginu, þá mun það falla niður,“ segir Katrín.

Hún hefur verið á þingi Evrópuráðsins í Strassborg síðustu daga og ræddi þar meðal annars málefni Úkraínu, formennsku Íslands í Evrópuráðinu og stöðu mannréttinda í heiminum í ávarpi. Ísland fer með formennsku í Evrópuráðinu á fyrri hluta árs. 

Öllu flugi Icelandair var aflýst í gær vegna mikils hvassviðris. 

„Nú er það bara að krossa putta, komast heim og þó að það sé stundum ágætt að vera annars staðar en heima, þá er best að vera heima,“ segir Katrín að lokum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×