Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 23:01 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Landsréttur, sem áður hafði dæmt borginni í vil, hefur nú snúist hugur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira