Hetja Dana var búinn að panta lestarmiða heim á miðju móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 16:01 Rasmus Lauge Schmidt fagnar með liðsfélögum sínum í danska landsliðinu. AP/Jessica Gow Rasmus Lauge átti stórkostlegan leik þegar Danir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta í gær en þessi frammistaða hans komu heldur betur úr óvæntri átt. Lauge skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í leiknum og kom til bjargar eftir að Mikkel Hansen fann sig ekki á móti frönsku vörninni. Lauge fékk mikið hrós frá liðsfélögunum sínum eftir leik en hann varð þarna aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að skora tíu mörk í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Það merkilegasta við frammistöðu Lauge var að hann hafði aðeins spilað 23 mínútur í mótinu fyrir úrslitaleikinn og ekki skorað eitt einasta mark á öllu heimsmeistaramótinu. Öll þrjú skotin hans höfðu misfarist fyrir leikinn og hann hafði aðallega spilað í vörninni þegar hann kom við sögu. Rasmus Lauge meiddist nefnilega fyrir mótið og það leit út fyrir að hann myndi missa af öllu heimsmeistaramótinu. Danske medier hylder Lauge og landstræner efter VM-triumf https://t.co/yljocABohL #hndbld #håndbold pic.twitter.com/2pHum6bs33— JP Sport (@sportenJP) January 30, 2023 Hann var búinn að bóka lestarmiða heim en síðasta prófið sem hann fór í kom nægilega vel út þannig að hann gerði það ekki. „Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta er mjög aðdáunarvert,“ sagði Mikkel Hansen um frammistöðu Rasmus Lauge eftir úrslitaleikinn „Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Það var ekki meira en vika síðan að hann reifst við Nikolaj (Jacobsen, þjálfara), um hvort hann yrði sendur heim. Ég stóð þá, horfði á hann og dáðist að honum. Hann var svo stoltur. Það er málið. Hann veit um hvað þetta snýst. Hann er einn sá besti í heimi en hefur bara verið óheppinn,“ sagði Mathias Gidsel, sem var sjálfur kosinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Rasmus Lauge kemur hér Dönum í fjögurra marka forskot og Frakkar virðast ráðalausir hér fyrstu mínútur leiksins. pic.twitter.com/rtmbtH4PoZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Lauge skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í leiknum og kom til bjargar eftir að Mikkel Hansen fann sig ekki á móti frönsku vörninni. Lauge fékk mikið hrós frá liðsfélögunum sínum eftir leik en hann varð þarna aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að skora tíu mörk í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Það merkilegasta við frammistöðu Lauge var að hann hafði aðeins spilað 23 mínútur í mótinu fyrir úrslitaleikinn og ekki skorað eitt einasta mark á öllu heimsmeistaramótinu. Öll þrjú skotin hans höfðu misfarist fyrir leikinn og hann hafði aðallega spilað í vörninni þegar hann kom við sögu. Rasmus Lauge meiddist nefnilega fyrir mótið og það leit út fyrir að hann myndi missa af öllu heimsmeistaramótinu. Danske medier hylder Lauge og landstræner efter VM-triumf https://t.co/yljocABohL #hndbld #håndbold pic.twitter.com/2pHum6bs33— JP Sport (@sportenJP) January 30, 2023 Hann var búinn að bóka lestarmiða heim en síðasta prófið sem hann fór í kom nægilega vel út þannig að hann gerði það ekki. „Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta er mjög aðdáunarvert,“ sagði Mikkel Hansen um frammistöðu Rasmus Lauge eftir úrslitaleikinn „Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Það var ekki meira en vika síðan að hann reifst við Nikolaj (Jacobsen, þjálfara), um hvort hann yrði sendur heim. Ég stóð þá, horfði á hann og dáðist að honum. Hann var svo stoltur. Það er málið. Hann veit um hvað þetta snýst. Hann er einn sá besti í heimi en hefur bara verið óheppinn,“ sagði Mathias Gidsel, sem var sjálfur kosinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Rasmus Lauge kemur hér Dönum í fjögurra marka forskot og Frakkar virðast ráðalausir hér fyrstu mínútur leiksins. pic.twitter.com/rtmbtH4PoZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira