Sektaður á leiðinni til mömmu á 37 kílómetra hraða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2023 12:54 Ólafur Páll ásamt Siggu Lund og Hvata þegar Bylgjulestin heimsótti Akranes sumarið 2022. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á Rás 2 er hugsi eftir að hafa í annað sinn á einu ári verið sektaður fyrir að aka á 37 kílómetra hraða í heimabæ sínum Akranesi. Skiptar skoðanir er á því hvernig bregðast eigi við kappakstri á Seltjarnarnesinu á föstudagskvöld. Ólafur Páll, sem stýrði sínum 1300. þætti af Rokklandi í gær, stingur niður penna í umræðum á Facebook. Tilefnið eru fréttir af ofsaakstri ökumanna á Seltjarnarnesi á föstudagskvöld þar sem telja má mikið happ að enginn slasaðist alvarlega. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman á föstudagskvöld. Tveir bílar lentu saman á Norðurströnd á Seltjarnarnesi laust eftir klukkan ellefu á föstudagskvöld. Annar ökumannanna hafði verið að taka fram úr bíl þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Betur fór en á horfðist, enginn slasaðist alvarlega en fimm sem voru í bílunum voru fluttir á sjúkrahús. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi sagði í kvöldfréttum í gær að grípa þurfi til aðgerða til að sporna við hraðakstri á þessum kafla, ekki síst þar sem göngugötur liggja yfir veginn á nokkur hundruð metra millibili. „Hraðamyndavélar og sektandi myndavélar hafa komið til tals. Nú er það á forræði lögreglunnar að raða slíku niður á höfuðborgarsvæðinu. Við munum kalla eftir að hér verði gripið til aðgerða,“ sagði Þór. Hann ætlaði strax í dag að óska eftir fundi með lögreglu vegna málsins. Egill vill lækka hraða og bæta lýsingu Egill Helgason sjónvarpsmaður segist aka þennan veg oft í viku á leiðinni út í Gróttu. „Aksturslagið þar er algjörlega brjálæðislegt, mikið um kappakstur, hraðakstur og framúrakstur. Mátulegur hraði er 40 á þessum vegi,“ segir Egill. Egill Helgason vill sjá lægri hámarkshraða á Norðurströnd. Lægri hraði á Hringbraut hafi verið góð breyting.Vísir/Vilhelm „Hann er ekki vel upplýstur og þarna eru varasamar beygjur. Nú eða setja upp hraðahindranir. Mér finnst ástandið á gömlu Hringbrautinni milli Ánanausta og Háskólans hafa batnað ansi mikið eftir að hraðinn var lækkaður niður í 40.“ Vísar Egill til þess að hraðinn á Hringbrautinni var lækkaður eftir ákall íbúa í hverfinu. Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður, segir algjöra rökleysu að lækka hraðann vegna þessa slyss. „Halda menn að ökuþórarnir hefðu hætt við kappaksturinn ef hámarkshraðinn á þessari götu hefði verið lægri?! Það er þó allavega einhver snefill af rökhugsun í að hækka ökuleyfisaldurinn…“ Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er á Norðurströnd en talið er að þeir sem urðu valdar að slysinu á föstudagskvöld hafi verið á nærri 100 kílómetra hraða. Yfirvöldum svona annt um okkur? Ólafur Páll er meðal þeirra sem leggur orð í belg. „Ég var sektaður fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið - í miðbænum á Akranesi á 37 km hraða,“ segir Ólafur Páll. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund. Hann segist einnig hafa lent í þessu fyrir ári þegar hann var á leið til mömmu sinnar í kaffi á 37 kílómetra hraða. „Löggan situr fyrir annars löghlýðnum borgurunum á ómerktum bíl og flassar á lögbrjótana. Ég spurði lögreglumanninn sem flassaði á mig í vikunni hvers vegna þeir væru að þessu og hann sagði: Til þess að ná niður hraðanum. Ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan,“ segir Ólafur Páll. Hraðakstur sé vissulega hættulegur og hraðinn drepi. „En er yfirvöldum svona annt um okkur borgarana að þau sekta okkur fyrir að vera á 37 á leiðinni í kaffi til mömmu?“ spyr Ólafur Páll. Seltjarnarnes Samgöngur Umferð Akranes Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir fundi með lögreglu og vill hraðamyndavél á Norðurströnd Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi mun óska eftir fundi með lögreglunni strax í fyrramálið vegna alvarlegs bílslyss sem varð í bænum á föstudag. Bæjarbúar vilja að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur, til dæmis með uppsetningu hraðamyndavélar. 29. janúar 2023 22:16 „Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31 Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Ólafur Páll, sem stýrði sínum 1300. þætti af Rokklandi í gær, stingur niður penna í umræðum á Facebook. Tilefnið eru fréttir af ofsaakstri ökumanna á Seltjarnarnesi á föstudagskvöld þar sem telja má mikið happ að enginn slasaðist alvarlega. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman á föstudagskvöld. Tveir bílar lentu saman á Norðurströnd á Seltjarnarnesi laust eftir klukkan ellefu á föstudagskvöld. Annar ökumannanna hafði verið að taka fram úr bíl þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Betur fór en á horfðist, enginn slasaðist alvarlega en fimm sem voru í bílunum voru fluttir á sjúkrahús. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi sagði í kvöldfréttum í gær að grípa þurfi til aðgerða til að sporna við hraðakstri á þessum kafla, ekki síst þar sem göngugötur liggja yfir veginn á nokkur hundruð metra millibili. „Hraðamyndavélar og sektandi myndavélar hafa komið til tals. Nú er það á forræði lögreglunnar að raða slíku niður á höfuðborgarsvæðinu. Við munum kalla eftir að hér verði gripið til aðgerða,“ sagði Þór. Hann ætlaði strax í dag að óska eftir fundi með lögreglu vegna málsins. Egill vill lækka hraða og bæta lýsingu Egill Helgason sjónvarpsmaður segist aka þennan veg oft í viku á leiðinni út í Gróttu. „Aksturslagið þar er algjörlega brjálæðislegt, mikið um kappakstur, hraðakstur og framúrakstur. Mátulegur hraði er 40 á þessum vegi,“ segir Egill. Egill Helgason vill sjá lægri hámarkshraða á Norðurströnd. Lægri hraði á Hringbraut hafi verið góð breyting.Vísir/Vilhelm „Hann er ekki vel upplýstur og þarna eru varasamar beygjur. Nú eða setja upp hraðahindranir. Mér finnst ástandið á gömlu Hringbrautinni milli Ánanausta og Háskólans hafa batnað ansi mikið eftir að hraðinn var lækkaður niður í 40.“ Vísar Egill til þess að hraðinn á Hringbrautinni var lækkaður eftir ákall íbúa í hverfinu. Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður, segir algjöra rökleysu að lækka hraðann vegna þessa slyss. „Halda menn að ökuþórarnir hefðu hætt við kappaksturinn ef hámarkshraðinn á þessari götu hefði verið lægri?! Það er þó allavega einhver snefill af rökhugsun í að hækka ökuleyfisaldurinn…“ Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er á Norðurströnd en talið er að þeir sem urðu valdar að slysinu á föstudagskvöld hafi verið á nærri 100 kílómetra hraða. Yfirvöldum svona annt um okkur? Ólafur Páll er meðal þeirra sem leggur orð í belg. „Ég var sektaður fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið - í miðbænum á Akranesi á 37 km hraða,“ segir Ólafur Páll. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund. Hann segist einnig hafa lent í þessu fyrir ári þegar hann var á leið til mömmu sinnar í kaffi á 37 kílómetra hraða. „Löggan situr fyrir annars löghlýðnum borgurunum á ómerktum bíl og flassar á lögbrjótana. Ég spurði lögreglumanninn sem flassaði á mig í vikunni hvers vegna þeir væru að þessu og hann sagði: Til þess að ná niður hraðanum. Ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan,“ segir Ólafur Páll. Hraðakstur sé vissulega hættulegur og hraðinn drepi. „En er yfirvöldum svona annt um okkur borgarana að þau sekta okkur fyrir að vera á 37 á leiðinni í kaffi til mömmu?“ spyr Ólafur Páll.
Seltjarnarnes Samgöngur Umferð Akranes Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir fundi með lögreglu og vill hraðamyndavél á Norðurströnd Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi mun óska eftir fundi með lögreglunni strax í fyrramálið vegna alvarlegs bílslyss sem varð í bænum á föstudag. Bæjarbúar vilja að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur, til dæmis með uppsetningu hraðamyndavélar. 29. janúar 2023 22:16 „Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31 Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Kallar eftir fundi með lögreglu og vill hraðamyndavél á Norðurströnd Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi mun óska eftir fundi með lögreglunni strax í fyrramálið vegna alvarlegs bílslyss sem varð í bænum á föstudag. Bæjarbúar vilja að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur, til dæmis með uppsetningu hraðamyndavélar. 29. janúar 2023 22:16
„Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12