Sjáðu öll sextíu mörk markakóngs HM á aðeins sextíu sekúndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 11:01 Mathias Gidsel var frábær með danska landsliðinu á heimsmeistaramótinu og það virðast fáir geta hamið þennan einstaka handboltamann þótt að hann sé ekki hár í loftinu. AP/Liselotte Sabroe Daninn Mathias Gidsel varð markakóngur og mikilvægasti leikmaður heimsmeistaramótsins í handbolta. Gidsel skoraði sextíu mörk í níu leikjum og skoraði meira en allir aðrir leikmenn mótsins þrátt fyrir að taka ekki eitt einasta víti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Hann er enn bara 23 ára gamall og leikur með þýska liðinu Füchse Berlin. Danir hafa unnið verðlaun á öllum fjórum stórmótum hans með liðinu. Gidsel lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2020 og hefur hingað til skorað 244 mörk í 48 landsleikjum eða meira en fimm mörk að meðaltali í leik. Gidsel hefur nú náð því að vera valinn í úrvalsliðið á fjórum stórmótum í röð sem eru jafnframt hans fyrstu fjögur stórmót. Gidsel nýtti 75 prósent skota sína á nýloknu heimsmeistaramóti en samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá skoraði hann sextán mörk með langskotum, sextán mörk úr hraðaupphlaupum, fjórtán mörk eftir gegnumbrot, tólf mörk af línu og loks tvö mörk í tómt mark. Gidsel skoraði ekki aðeins sextíu mörk því hann átti einnig 42 stoðsendingar. Hann kom því að meira en hundrað mörkum í níu leikjum Dana á mótinu. Danska ríkisútvarpið tók saman öll sextíu mörk Gidsel á mótinu og snöggklippti þau saman eins og sjá má hér fyrir ofan með því að fletta yfir á næstu mynd. Mathias Gidsel becomes the only 3rd player in the history to be a part of the Allstar team for at least 4 championships in a row! He has been in the Allstar team in all his 4 championships!#handball https://t.co/jgIISDdEB0 pic.twitter.com/qzuUXgbY1T— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Gidsel skoraði sextíu mörk í níu leikjum og skoraði meira en allir aðrir leikmenn mótsins þrátt fyrir að taka ekki eitt einasta víti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Hann er enn bara 23 ára gamall og leikur með þýska liðinu Füchse Berlin. Danir hafa unnið verðlaun á öllum fjórum stórmótum hans með liðinu. Gidsel lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2020 og hefur hingað til skorað 244 mörk í 48 landsleikjum eða meira en fimm mörk að meðaltali í leik. Gidsel hefur nú náð því að vera valinn í úrvalsliðið á fjórum stórmótum í röð sem eru jafnframt hans fyrstu fjögur stórmót. Gidsel nýtti 75 prósent skota sína á nýloknu heimsmeistaramóti en samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá skoraði hann sextán mörk með langskotum, sextán mörk úr hraðaupphlaupum, fjórtán mörk eftir gegnumbrot, tólf mörk af línu og loks tvö mörk í tómt mark. Gidsel skoraði ekki aðeins sextíu mörk því hann átti einnig 42 stoðsendingar. Hann kom því að meira en hundrað mörkum í níu leikjum Dana á mótinu. Danska ríkisútvarpið tók saman öll sextíu mörk Gidsel á mótinu og snöggklippti þau saman eins og sjá má hér fyrir ofan með því að fletta yfir á næstu mynd. Mathias Gidsel becomes the only 3rd player in the history to be a part of the Allstar team for at least 4 championships in a row! He has been in the Allstar team in all his 4 championships!#handball https://t.co/jgIISDdEB0 pic.twitter.com/qzuUXgbY1T— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira