Forsetinn gat ekki lyft bikarnum Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 09:34 Hassan Moustafa hefur verið forseti IHF frá árinu 2000. Getty/Jan Woitas Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Danmerkur í handbolta, var fljótur að hugsa þegar hann sá að Hassan Moustafa, forseti alþjóða handboltasambandsins, ætti ekki möguleika á að lofta heimsmeistarabikarnum til að rétta Landin hann. Moustafa hefur verið forseti alþjóða handboltasambandsins í yfir tvo áratugi og vægast sagt verið umdeildur í embætti. Hann er orðinn 78 ára gamall og aldurinn virðist farinn að segja til sín bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir tilraunir til þess gat hann að minnsta kosti ekki lyft upp tuttugu kílóa gullstyttunni sem Danir fengu eftir sigurinn gegn Frökkum í úrslitaleik HM í Stokkhólmi á sunnudaginn. Moustafa tók í styttuna en þegar ljóst varð að hann gæti ekki lyft henni fékk hann fljótt aðstoð og Landin, heimsmeistari þriðja skiptið í röð, labbaði strax til Moustafa til að taka við gripnum. Atvikið má sjá hér. „Hann er orðinn of gamall til að halda á henni sjálfur. Hún er reyndar ansi þung,“ sagði Mads Mensah Larsen, leikmaður danska liðsins, en leikmönnunum virtist skemmt yfir atvikinu. „Hún er níðþung! En ég er nú vanur, við erum alltaf að vinna hana, haha. En maður sér þegar þeir reynsluminni taka við henni í fyrsta sinn að þeir eru nálægt því að missa hana,“ sagði Landin um verðlaunastyttuna. Moustafa gerði einnig mistök í ræðu sinni eftir úrslitaleikinn þegar hann þakkaði Danmörku og sjálfboðaliðum þar fyrir vel skipulagt mót, og virtist þannig halda að Danir hefðu haldið mótið með Svíum og Pólverjum. Fyrr um daginn hafði forsetinn sleppt því að mæta á eigin blaðamannafund, sem hefð er fyrir að haldinn sé á lokadegi HM, og samkvæmt Aftonbladet fengust engar skýringar á því, ekki einu sinni frá varaforseta handknattleikssambandsins. HM 2023 í handbolta Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Moustafa hefur verið forseti alþjóða handboltasambandsins í yfir tvo áratugi og vægast sagt verið umdeildur í embætti. Hann er orðinn 78 ára gamall og aldurinn virðist farinn að segja til sín bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir tilraunir til þess gat hann að minnsta kosti ekki lyft upp tuttugu kílóa gullstyttunni sem Danir fengu eftir sigurinn gegn Frökkum í úrslitaleik HM í Stokkhólmi á sunnudaginn. Moustafa tók í styttuna en þegar ljóst varð að hann gæti ekki lyft henni fékk hann fljótt aðstoð og Landin, heimsmeistari þriðja skiptið í röð, labbaði strax til Moustafa til að taka við gripnum. Atvikið má sjá hér. „Hann er orðinn of gamall til að halda á henni sjálfur. Hún er reyndar ansi þung,“ sagði Mads Mensah Larsen, leikmaður danska liðsins, en leikmönnunum virtist skemmt yfir atvikinu. „Hún er níðþung! En ég er nú vanur, við erum alltaf að vinna hana, haha. En maður sér þegar þeir reynsluminni taka við henni í fyrsta sinn að þeir eru nálægt því að missa hana,“ sagði Landin um verðlaunastyttuna. Moustafa gerði einnig mistök í ræðu sinni eftir úrslitaleikinn þegar hann þakkaði Danmörku og sjálfboðaliðum þar fyrir vel skipulagt mót, og virtist þannig halda að Danir hefðu haldið mótið með Svíum og Pólverjum. Fyrr um daginn hafði forsetinn sleppt því að mæta á eigin blaðamannafund, sem hefð er fyrir að haldinn sé á lokadegi HM, og samkvæmt Aftonbladet fengust engar skýringar á því, ekki einu sinni frá varaforseta handknattleikssambandsins.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn