Íslenskum föður gert að skila börnum sínum til móðurinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 10:53 Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að föðurnum bæri að afhenda börnin innan fimmtán daga. Getty Landsréttur hefur úrskurðað að faðir með íslenskt ríkisfang skuli skila tveimur börnum sínum á lögheimili þeirra erlendis, þar sem þau búa með erlendri móður sinni. Ef hann gerir það ekki sé móðurinni heimilt að fara fram á aðfaragerð til að koma börnunum heim. Dómstóllinn úrskurðaði í málinu 26. janúar síðastliðinn og staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms frá 9. desember. Í gögnum málsins kemur fram að eftir stormasamt samband föðursins og móðurinnar og ásakanir beggja um ofbeldi hafi móðurinni verið dæmd forsjá barnanna 13. janúar 2022 af erlendum dómstól. Föðurnum, sem er búsettur á Íslandi, var dæmdur umgengnisréttur. Þann 5. ágúst síðastliðinn komu börnin hingað til lands til að dvelja hjá föður sínum í einn mánuð en ekki kom til þess þar sem faðirinn leitaði til fjölskyldusviðs ónefnds sveitarfélags, sem ákvað að börnin skyldu vera áfram hjá honum í allt að tvo mánuði, eða til 5. nóvember. Ákvörðunin var sögð tekin til að tryggja hagsmuni barnanna og staðfest með úrskurðum fjölskyldunefndar sveitarfélagsins. Móðirin skaut úrskurðunum til héraðsdóms en við meðferð málsins krafðist fjölskyldunefndin þess að vistunartíminn hjá föðurnum yrði framlengdur um átta mánuði. Héraðsdómur féllst á kröfu fjölskyldunefndarinnar en Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og sagði ákvörðun nefndarinnar hafa skort lagastoð. Ákvörðunin hefði falið í sér skerðingu á forsjárrétti móðurinnar, enda færu rétturinn til að ráða búsetu barns óhjákvæmilega saman með réttinum til að ráða dvalarstað þess. Móðirinn höfðaði síðan mál á hendur föðurnum 18. október, til að fá börnin afhent. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að áður hefði verið fjallað um hæfi móðurinnar og einnig lægi fyrir að hún myndi njóta stuðnings félagsmálayfirvalda í heimalandi sínu. Landsréttur tók sömu afstöðu í dómnum sem féll í síðustu viku og sagði ekki unnt að draga þá ályktun að alvarleg hætta væri á að afhending barnanna til móðurinnar myndi skaða þau andlega eða líkamlega eða koma þeim á annan hátt í óbærilega stöðu. Börn og uppeldi Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Ef hann gerir það ekki sé móðurinni heimilt að fara fram á aðfaragerð til að koma börnunum heim. Dómstóllinn úrskurðaði í málinu 26. janúar síðastliðinn og staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms frá 9. desember. Í gögnum málsins kemur fram að eftir stormasamt samband föðursins og móðurinnar og ásakanir beggja um ofbeldi hafi móðurinni verið dæmd forsjá barnanna 13. janúar 2022 af erlendum dómstól. Föðurnum, sem er búsettur á Íslandi, var dæmdur umgengnisréttur. Þann 5. ágúst síðastliðinn komu börnin hingað til lands til að dvelja hjá föður sínum í einn mánuð en ekki kom til þess þar sem faðirinn leitaði til fjölskyldusviðs ónefnds sveitarfélags, sem ákvað að börnin skyldu vera áfram hjá honum í allt að tvo mánuði, eða til 5. nóvember. Ákvörðunin var sögð tekin til að tryggja hagsmuni barnanna og staðfest með úrskurðum fjölskyldunefndar sveitarfélagsins. Móðirin skaut úrskurðunum til héraðsdóms en við meðferð málsins krafðist fjölskyldunefndin þess að vistunartíminn hjá föðurnum yrði framlengdur um átta mánuði. Héraðsdómur féllst á kröfu fjölskyldunefndarinnar en Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og sagði ákvörðun nefndarinnar hafa skort lagastoð. Ákvörðunin hefði falið í sér skerðingu á forsjárrétti móðurinnar, enda færu rétturinn til að ráða búsetu barns óhjákvæmilega saman með réttinum til að ráða dvalarstað þess. Móðirinn höfðaði síðan mál á hendur föðurnum 18. október, til að fá börnin afhent. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að áður hefði verið fjallað um hæfi móðurinnar og einnig lægi fyrir að hún myndi njóta stuðnings félagsmálayfirvalda í heimalandi sínu. Landsréttur tók sömu afstöðu í dómnum sem féll í síðustu viku og sagði ekki unnt að draga þá ályktun að alvarleg hætta væri á að afhending barnanna til móðurinnar myndi skaða þau andlega eða líkamlega eða koma þeim á annan hátt í óbærilega stöðu.
Börn og uppeldi Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira