Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. febrúar 2023 18:07 Þórhildur Sunna segir mál dómsmálaráðherra vont og illa unnið. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga er vægast sagt umdeilt. Ekki tókst að ljúka umræðunni fyrir áramót þegar það var rætt í 41 klukkustund á Alþingi. Frumvarpið hefur síðan verið nánast eina málið á dagskrá þingsins eftir áramót. Að loknum þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær hafði málið verið rætt í 31 klukkustund í janúar, eða samanlagt í 72 klukkustundir frá því umræður hófust fyrir áramót eða í þrjá sólarhringa. Stjórnarliðar séu hvattir til að hlusta ekki Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær umræðunni gæti lokið. En þingmenn Pírata voru einir í rúmlega níu klukkustunda umræðum í gær. „Það liggja fyrir mjög neikvæðar og alvarlegar umsagnir frá helstu mannréttindasamtökum á Íslandi. Við erum að tala um Amnesty International, Rauða krossinn, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og svo mætti lengi, lengi telja,“ segir Þórhildur Sunna. Góðar ástæður væru til að ætla að lög af þessu tagi myndu brjóta á réttindum flóttafólks, sér í lagi á réttindum barna á flótta. Því væri mikilvægt að fara í gegnum öll ákvæði frumvarpsins. Stjórnarflokkarnir setja nánast engin önnur mál á dagskrá þingsins og ætla greiniega með því að koma málinu í gegn. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna. Í boði að laga það sem þurfi að laga Stjórnarmeirihlutinn hefði dagskrárvaldið á Alþingi. Píratar og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi kallað eftir því að málið yrði kallað aftur til nefndar til lagfæringa. Enda hafi stjórnarliðar sjálfir viðurkennt að gera þyrfti breytingar á frumvarpinu og komið með óljósar yfirlýsingar um að það stæði til. „Það væri hægt að stoppa þetta strax með því að kalla inn í nefnd og laga það sem stjórnarliðar segjast þurfa að laga. Þá gætum við tekið umræðuna um þetta mál á réttum forsendum. Þetta er eitthvað sem stendur til boða að gera núna. Kalla bara málið aftur inn í nefnd, laga það sem þarf að laga,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga er vægast sagt umdeilt. Ekki tókst að ljúka umræðunni fyrir áramót þegar það var rætt í 41 klukkustund á Alþingi. Frumvarpið hefur síðan verið nánast eina málið á dagskrá þingsins eftir áramót. Að loknum þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær hafði málið verið rætt í 31 klukkustund í janúar, eða samanlagt í 72 klukkustundir frá því umræður hófust fyrir áramót eða í þrjá sólarhringa. Stjórnarliðar séu hvattir til að hlusta ekki Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær umræðunni gæti lokið. En þingmenn Pírata voru einir í rúmlega níu klukkustunda umræðum í gær. „Það liggja fyrir mjög neikvæðar og alvarlegar umsagnir frá helstu mannréttindasamtökum á Íslandi. Við erum að tala um Amnesty International, Rauða krossinn, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og svo mætti lengi, lengi telja,“ segir Þórhildur Sunna. Góðar ástæður væru til að ætla að lög af þessu tagi myndu brjóta á réttindum flóttafólks, sér í lagi á réttindum barna á flótta. Því væri mikilvægt að fara í gegnum öll ákvæði frumvarpsins. Stjórnarflokkarnir setja nánast engin önnur mál á dagskrá þingsins og ætla greiniega með því að koma málinu í gegn. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna. Í boði að laga það sem þurfi að laga Stjórnarmeirihlutinn hefði dagskrárvaldið á Alþingi. Píratar og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi kallað eftir því að málið yrði kallað aftur til nefndar til lagfæringa. Enda hafi stjórnarliðar sjálfir viðurkennt að gera þyrfti breytingar á frumvarpinu og komið með óljósar yfirlýsingar um að það stæði til. „Það væri hægt að stoppa þetta strax með því að kalla inn í nefnd og laga það sem stjórnarliðar segjast þurfa að laga. Þá gætum við tekið umræðuna um þetta mál á réttum forsendum. Þetta er eitthvað sem stendur til boða að gera núna. Kalla bara málið aftur inn í nefnd, laga það sem þarf að laga,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira