„Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Ingunn Agnes Kro er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Vísir/Sigurjón Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Stjórnendur líti í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins og framtíð hans í uppnámi. Hún hefur þó enn tröllatrú á vísindunum að baki verkefninu. Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn. Umhverfismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn.
Umhverfismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira