Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. febrúar 2023 13:24 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill sjá vinnu lagða í að þroska betur íslenska vinnumarkaðsmódelið. Vísir/Egill Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. Verðbólga er sem stendur í 9,9 prósentum en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að hún sé einhvers staðar við toppinn nú. Það væri mikilvægt í umræðunni að hafa í huga að þrátt fyrir verðbólgu væri því spáð að kaupmáttur héldi áfram að aukast. „Það sem er hægt að gera er að nýta tímann vel og styðja við langtímahugsun að sígandi lukka sé best. Við tökum ekki meira út í dag sem við þurfum bara að skila síðar því það var ekki innistæða fyrir því. Til þess að það megi takast þarf að ríkja friður á vinnumarkaði og það þarf að vera sátt,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Þar þurfa aðilar að ná samkomulagi sín á milli um réttláta skiptingu þess sem er til skiptanna.“ Klippa: Bjarni um stöðuna í kjaradeilu Eflingar og SA Bjarni segist þykja miður að þær launahækkanir sem samið hefði verið um gætu ekki verið grundvöllur fyrir vinnumarkaðinn að byggja á. „Vinnudeilur eru ekki gagnlegar þegar það er svona mikil spenna í hagkerfinu eins og allar þessar tölur sem við erum að tala um sýna. Við erum með gangverk til að greiða úr þessu. Við erum með embætti ríkissáttasemjara og ef menn lenda í ágreiningi þá er það, eins og við sjáum núna, Félagsdóm annars vegar og héraðsdóm hins vegar,“ segir Bjarni. Til að draga úr líkunum á því að ágreiningur endi á þeim stað sem Efling og SA eru komin á, með dómsmál í héraðsdómi og Félagsdómi, vill hann að vinna verði lögð í að þroska betur íslenska vinnumarkaðsmódelið. Telur þú að ríkissáttasemjari sé í fullum rétti þegar hann leggur fram miðlunartillöguna? „Ég held það sé í góðri trú og hann hafi vel fært rök fyrir sínu máli. Nú liggur fyrir að málið fer fyrir dómstóla og við skulum láta þá svara þeirri spurningu. Ég hef enga ástæðu til að draga það í efa að menn séu að vinna vinnuna sína eftir bestu getu og því sem kemur heildinni til góða,“ segir Bjarni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22 Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Verðbólga er sem stendur í 9,9 prósentum en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að hún sé einhvers staðar við toppinn nú. Það væri mikilvægt í umræðunni að hafa í huga að þrátt fyrir verðbólgu væri því spáð að kaupmáttur héldi áfram að aukast. „Það sem er hægt að gera er að nýta tímann vel og styðja við langtímahugsun að sígandi lukka sé best. Við tökum ekki meira út í dag sem við þurfum bara að skila síðar því það var ekki innistæða fyrir því. Til þess að það megi takast þarf að ríkja friður á vinnumarkaði og það þarf að vera sátt,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Þar þurfa aðilar að ná samkomulagi sín á milli um réttláta skiptingu þess sem er til skiptanna.“ Klippa: Bjarni um stöðuna í kjaradeilu Eflingar og SA Bjarni segist þykja miður að þær launahækkanir sem samið hefði verið um gætu ekki verið grundvöllur fyrir vinnumarkaðinn að byggja á. „Vinnudeilur eru ekki gagnlegar þegar það er svona mikil spenna í hagkerfinu eins og allar þessar tölur sem við erum að tala um sýna. Við erum með gangverk til að greiða úr þessu. Við erum með embætti ríkissáttasemjara og ef menn lenda í ágreiningi þá er það, eins og við sjáum núna, Félagsdóm annars vegar og héraðsdóm hins vegar,“ segir Bjarni. Til að draga úr líkunum á því að ágreiningur endi á þeim stað sem Efling og SA eru komin á, með dómsmál í héraðsdómi og Félagsdómi, vill hann að vinna verði lögð í að þroska betur íslenska vinnumarkaðsmódelið. Telur þú að ríkissáttasemjari sé í fullum rétti þegar hann leggur fram miðlunartillöguna? „Ég held það sé í góðri trú og hann hafi vel fært rök fyrir sínu máli. Nú liggur fyrir að málið fer fyrir dómstóla og við skulum láta þá svara þeirri spurningu. Ég hef enga ástæðu til að draga það í efa að menn séu að vinna vinnuna sína eftir bestu getu og því sem kemur heildinni til góða,“ segir Bjarni
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22 Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22
Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03
Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10
Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09