Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2023 11:33 Kristín Jónsdóttir hvetur fólk til að deila færslu sinni á Twitter. Hún er meðal vísindamanna í áfalli yfir fyrirhugaðri sölu. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV. Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær að rekstri vélarinnar yrði hætt á árinu í hagræðingarskini. Dómsmálaráðuneytið hefði tilkynnt þetta í byrjun vikunnar og söluferli væri fram undan. Ástæðan var sögð þungur rekstur Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, en vænst var. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir rekstrarhallann hafa leitt til samtals við ráðuneytið. Fjárveitingar til Gæslunnar voru auknar um sex hundruð milljónir í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhallans. „Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ sagði Georg í tilkynningunni í gær. Áhöfn TF-SIFJAR á leið til Sikileyjar árið 2017 til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Hann sagði ákvörðunina vera mikla afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, brást við á Twitter í morgun og kallar eftir því að hætt verði við söluna. TF-SIF hafi skipt miklu máli í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Bárðarbungu. Vísindamenn og viðbragðsaðilar við eldgosum séu í áfalli yfir tíðindunum. Vélin hafi hjálpað til við að greina vísbendingar um möguleg flóð í vændum. Volcano responders and scientists that have experienced eruptions such as Eyjafjallajökull & Bárðarbunga are shocked over the news that @gaeslan intend to sell TF-SIF, a radar equipped airplane which has e.g. provided early outburstflood warnings. #ekkiseljatfsif #dontsellTFSIF— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) February 2, 2023 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tjáði RÚV í morgun að um stórt skref aftur á bak væri að ræða. Hann sagðist ekki skilja að þetta væri að gerast. Magnús segir þyrlur gæslunnar ekki geta sinnt sama hlutverki og flugvélin þegar kemur að viðbragði við náttúruvá eins og stóru öskugosi. „Það má eiginlega líkja þessu við það að lögreglan er í tímabundnum rekstrarerfiðleikum og selur bílana sína til þess að rétta sig af og getur þess vegna ekki farið í útköll nema fótgangandi,“ segir Magnús Tumi við RÚV.
Landhelgisgæslan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira