„Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2023 09:01 Strætóleiðin frá Selfossi til Reykjavíkur endar í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm Strætóbílstjóra á leið frá Selfossi til Reykjavíkur var hótað barsmíðum af farþega sem vildi komast út á miðri Breiðholtsbraut. Framkvæmdastjóri Strætó segir það reglulega koma fyrir að farþegar angri bílstjóra með einum eða öðrum hætti. „Ég var að taka strætó til Reykjavíkur frá Selfossi og þessi maður kom inn í Hveragerði. Hann talaði svolítið hátt í símann á leiðinni og það var alveg ljóst að hann var mjög drukkinn,“ segir Jón Hafdal í samtali við Vísi, en hann var á meðal farþega á strætóleið 51 frá Selfossi til Reykjavíkur í gær. „Síðan þegar við vorum komin í bæinn þá vildi hann láta hleypa sér út á miðri Breiðholtsbrautinni, þar sem var engin gangstétt eða neitt.“ Jón segir að bílstjórinn hafi tjáð manninum að það gæti hann ekki gert, þar sem það væri andstætt reglum. Þá hafi maðurinn reiðst og sagt: „Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig.“ Jón bætir við að bílstjóranum hafi bersýnilega verið brugðið við þessa hótun mannsins, sem hafi haldið áfram að ausa fúkyrðum yfir bílstjórann þar til honum var að endingu hleypt út úr strætisvagninum á miðri Breiðholtsbrautinni. Bílstjórar reglulega angraðir Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó að stjórnstöð Strætó hafi borist tilkynning um að í vagninum hafi verið maður sem hefði viljað komast út á Breiðholtsbraut og að orðið hafi verið við því. Hann gat ekki sagt nánar til um atvik málsins þar sem hann hefði ekki rætt við bílstjóra vagnsins. „Samkvæmt stjórnstöð var það kallað inn að það hefði verið farþegi með læti sem vildi komast út á Breiðholtsbrautinni, sem hann fékk,“ segir Jóhannes. Hann segir nokkuð algengt að bílstjórar þurfi að eiga við drukkna og dónalega farþega. „Það gerist reglulega í Strætó, að einhver sé að angra bílstjórana.“ Strætó Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Ég var að taka strætó til Reykjavíkur frá Selfossi og þessi maður kom inn í Hveragerði. Hann talaði svolítið hátt í símann á leiðinni og það var alveg ljóst að hann var mjög drukkinn,“ segir Jón Hafdal í samtali við Vísi, en hann var á meðal farþega á strætóleið 51 frá Selfossi til Reykjavíkur í gær. „Síðan þegar við vorum komin í bæinn þá vildi hann láta hleypa sér út á miðri Breiðholtsbrautinni, þar sem var engin gangstétt eða neitt.“ Jón segir að bílstjórinn hafi tjáð manninum að það gæti hann ekki gert, þar sem það væri andstætt reglum. Þá hafi maðurinn reiðst og sagt: „Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig.“ Jón bætir við að bílstjóranum hafi bersýnilega verið brugðið við þessa hótun mannsins, sem hafi haldið áfram að ausa fúkyrðum yfir bílstjórann þar til honum var að endingu hleypt út úr strætisvagninum á miðri Breiðholtsbrautinni. Bílstjórar reglulega angraðir Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó að stjórnstöð Strætó hafi borist tilkynning um að í vagninum hafi verið maður sem hefði viljað komast út á Breiðholtsbraut og að orðið hafi verið við því. Hann gat ekki sagt nánar til um atvik málsins þar sem hann hefði ekki rætt við bílstjóra vagnsins. „Samkvæmt stjórnstöð var það kallað inn að það hefði verið farþegi með læti sem vildi komast út á Breiðholtsbrautinni, sem hann fékk,“ segir Jóhannes. Hann segir nokkuð algengt að bílstjórar þurfi að eiga við drukkna og dónalega farþega. „Það gerist reglulega í Strætó, að einhver sé að angra bílstjórana.“
Strætó Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira