Fótbolti

Madrídingar halda í við topplið Barcelona

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vinicius Jr. skoraði seinna mark Real Madrid í kvöld.
Vinicius Jr. skoraði seinna mark Real Madrid í kvöld. Vísir/Getty

Real Madrid er nú fimm stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2-0 sigur gegn Valencia í kvöld.

Illa gekk að brjóta ísinn í upphafi leiks, en Antonio Rüdiger hélt að hann hefði komið heimamönnum í Real Madrid á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann stangaði hornspyrnu Luka Modric í netið. Madrídingar fögnuðu þó ekki lengi þar sem markið var dæmt af eftir að myndbandsdómari komst að því að Rüdiger hafði brotið af sér í aðdraganda marksins.

Marco Asensio kom Madrídingum þó í forystu með löglegu marki snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Karim Benzema á 52. mínútu og tveimur mínútum síðar lagði Benzema aftur upp fyrir heimamenn, í þetta sinn fyrir Vinicius Junior. 

Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 2-0 sigur Real Madrid sem nú situr í öðru sæti deildarinnar með 45 stig, fimm stigum minna en Barcelona sem trónir á toppnum. Valencia situr hins vegar í 14. sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×