Mate skýtur á Valsara: Veit ekki á hvaða vegferð þeir eru Sæbjörn Þór S. Steinke skrifar 2. febrúar 2023 22:54 Mate Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Diego „Akkúrat núna er ég svolítið vonlaus og svekktur,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann nefndi tvennt sem hann var svekktastur með. Fyrra var kafli í fyrri hálfleik þar sem vantaði blóð á tennurnar til að búa til meiri mun. „Þeir einhvern veginn hægja rosalega á okkur þegar við erum í ágætis flæði, ég held að það sé fjórum-fimm sinnum þar sem einhver liggur hjá þeim og kemur svo inn á strax aftur. Ekkert eðlilega mikil reynsla í þessum „floppum“ og þykjustumeiðslum. Svo bilar ritaraborðið tvisvar. Þá einhvern veginn koðnum við niður.“ Það seinna er að við erum alltof litlir í „crunch time“ á meðan Kári setur mörg skot, Callum Lawson setur eina grísa flautukörfu ofan í og svo flautuþrist. Á þeim kafla erum við að klúðra troðslu, Emil er að klúðra sniðskoti, Danni er að klúðra flotskoti. Við náum ekki þessum auðveldu körfum, hvað þá einhverjum erfiðum.“ „Við vorum of litlir til að vinna í jöfnum leik og svo var það almennur leikþáttur í fyrri hálfleik.“ Mate viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við allt það sem hann lagði upp með sóknarlega í lokaleikhlutanum. „Við erum líka gasaðir í fjórða, erum að hreyfa liðið of lítið og ég er ekkert sérstaklega ánægður með það sem ég fékk af bekknum í dag. Menn þorðu ekki alveg að vera til fannst mér. Það er rosalega erfitt að spila fjórir á móti fimm sóknarlega þegar menn eru að fela sig.“ Einn af byrjunarliðsmönnum Hauka, Orri Gunnarsson, missti af sínum öðrum leik í röð í kvöld vegna meiðsla. Mate vonast til að fá hann inn í næsta leik. Mate talaði um kaflann í fyrri hálfleik, hluta af þeim kafla var Hilmar Smári Henningsson á bekknum hjá Haukum þar sem hann var snöggur að næla sér í þrjár villur. Var hann svekktur út í Hilmar eða dómgæsluna? „Mér fannst þetta bara rosalega leiðinlegur leikur. Mér fannst þeir [dómararnir] falla í allar „floppgildrur“ Valsmanna. Þær eru rosalega margar og mjög mikið að falla í þær allar.“ „Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir [Valsarar] eru. Þeir ættu kannski frekar að reyna spila betri körfubolta en þetta.“ Höfundi fannst Mate láta einhver orð falla í átt að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Vals, í leiknum. „Var ég að gera það? Það vita allir hvernig hann er, er í eyrunum á dómurunum allan tímann. Þegar ég er kominn með einhverja átta-níu titla þá kannski geri ég það líka. Ég fékk aðvörun strax og er á þeim stað í lífinu að ég á að grjóthalda kjafti. Það er bara sanngjarnt. En það voru engin orðaskipti, ég öskraði einhvern tímann út í loftið: „Hættiði nú þessu helvítis væli.“ Eitthvað svona en það var ekkert meira en það.“ Haukar hafa átt gott tímabil en eiga enn eftir að vinna liðin fyrir ofan sig í deildinni. Hvenær kemur að því? „Val ætlum við að vinna í undanúrslitum í apríl. Og ætli við vinnum ekki Keflavík í næstu viku?“ sagði sá ungverski að lokum. Subway-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Hann nefndi tvennt sem hann var svekktastur með. Fyrra var kafli í fyrri hálfleik þar sem vantaði blóð á tennurnar til að búa til meiri mun. „Þeir einhvern veginn hægja rosalega á okkur þegar við erum í ágætis flæði, ég held að það sé fjórum-fimm sinnum þar sem einhver liggur hjá þeim og kemur svo inn á strax aftur. Ekkert eðlilega mikil reynsla í þessum „floppum“ og þykjustumeiðslum. Svo bilar ritaraborðið tvisvar. Þá einhvern veginn koðnum við niður.“ Það seinna er að við erum alltof litlir í „crunch time“ á meðan Kári setur mörg skot, Callum Lawson setur eina grísa flautukörfu ofan í og svo flautuþrist. Á þeim kafla erum við að klúðra troðslu, Emil er að klúðra sniðskoti, Danni er að klúðra flotskoti. Við náum ekki þessum auðveldu körfum, hvað þá einhverjum erfiðum.“ „Við vorum of litlir til að vinna í jöfnum leik og svo var það almennur leikþáttur í fyrri hálfleik.“ Mate viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við allt það sem hann lagði upp með sóknarlega í lokaleikhlutanum. „Við erum líka gasaðir í fjórða, erum að hreyfa liðið of lítið og ég er ekkert sérstaklega ánægður með það sem ég fékk af bekknum í dag. Menn þorðu ekki alveg að vera til fannst mér. Það er rosalega erfitt að spila fjórir á móti fimm sóknarlega þegar menn eru að fela sig.“ Einn af byrjunarliðsmönnum Hauka, Orri Gunnarsson, missti af sínum öðrum leik í röð í kvöld vegna meiðsla. Mate vonast til að fá hann inn í næsta leik. Mate talaði um kaflann í fyrri hálfleik, hluta af þeim kafla var Hilmar Smári Henningsson á bekknum hjá Haukum þar sem hann var snöggur að næla sér í þrjár villur. Var hann svekktur út í Hilmar eða dómgæsluna? „Mér fannst þetta bara rosalega leiðinlegur leikur. Mér fannst þeir [dómararnir] falla í allar „floppgildrur“ Valsmanna. Þær eru rosalega margar og mjög mikið að falla í þær allar.“ „Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir [Valsarar] eru. Þeir ættu kannski frekar að reyna spila betri körfubolta en þetta.“ Höfundi fannst Mate láta einhver orð falla í átt að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Vals, í leiknum. „Var ég að gera það? Það vita allir hvernig hann er, er í eyrunum á dómurunum allan tímann. Þegar ég er kominn með einhverja átta-níu titla þá kannski geri ég það líka. Ég fékk aðvörun strax og er á þeim stað í lífinu að ég á að grjóthalda kjafti. Það er bara sanngjarnt. En það voru engin orðaskipti, ég öskraði einhvern tímann út í loftið: „Hættiði nú þessu helvítis væli.“ Eitthvað svona en það var ekkert meira en það.“ Haukar hafa átt gott tímabil en eiga enn eftir að vinna liðin fyrir ofan sig í deildinni. Hvenær kemur að því? „Val ætlum við að vinna í undanúrslitum í apríl. Og ætli við vinnum ekki Keflavík í næstu viku?“ sagði sá ungverski að lokum.
Subway-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35