Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. febrúar 2023 12:30 Höfuðborgarbúar geta þakkað fyrir það að það verði líklega minni úrkoma í dag heldur en í gær. Vísir/Vilhelm Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. Gular viðvaranir eru nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa og Miðhálendinu en þegar líða fer á daginn taka sömuleiðis gildi viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir stormi spáð all víða með hlýnandi veðri og úrkomu. „Snemma í kvöld þá eru hvað hvassastir vindstrengir á norðvestanverðu landinu, þá í vindstrengjum við fjöll þar eins og á Holtavörðuheiði og víðar í innsveitum norðvestantil,“ segir Daníel. „Núna er veðrið eiginlega í hámarki hér, sem sagt á Suðvesturlandi, en síðan dregur úr vindi síðdegis og þá hvessir fyrir norðan.“ Undir Eyjafjöllum og á utan verðu Kjalarnesi er gert ráð fyrir hviðum allt að 45 metrum að sekúndum og verður sömuleiðis byljótt undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi. Flughált getur verið á fjallvegum fyrir norðan. Á Suðvesturlandi eru Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengslin á óvissustigi til klukkan tvö í dag, sem og Lyndalsheiði á Suðurlandi. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að fara ekki á vanbúnum bílum um Hellisheiði. Annars staðar á landinu er víða snjóþekja og hálka á vegum. Íbúar hafi bjargað miklu með því að hreinsa niðurföll Það verður þó úrkomuminna á Norðurlandi og Vestfjörðum í kvöld heldur en verið hefur til að mynda á Suðvesturlandi. Starfsmenn Reykjavíkurborgar höfðu mikið fyrir stafni í gær þar sem hálfgerð stöðuvötn höfðu myndast víða, að sögn Hjalta Jóhannesar Guðmundssonar, skrifstofustjóra Borgarlandsins. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru víða að í gær. Vísir/Vilhelm „Svona versta skotið var í gærdag, þegar mesta úrkoman var, þannig ástandið er mun skárra í dag en það er samt nokkur verkefni í gangi og við þurfum að passa Borgarlandið vel í dag,“ segir Hjalti. Einna helst eru verkefnin að hreinsa frá niðurföllum og íbúar eru hvattir til að leggja þeim lið. Hjalti bendir á að hægt sé að finna staðsetningu niðurfalla í Borgarvefsjá. „Margar hendur vinna létt verk og ég held að íbúar hafi brugðist það vel við núna undanfarnar vikur þegar það hafa verið leysingar, að fara út og leysa frá sínu nærumhverfi, ég held að það hafi bara bjargað rosalega miklu og fólk á hrós og þakkir skilið fyrir það,“ segir Hjalti. Áfram verður fylgst með stöðunni næstu daga. Næsta lægð kemur á sunnudag Gular viðvaranir eru í gildi til klukkan 17 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi, til klukkan 18 á Faxaflóa, klukkan 20 á Suðausturlandi, klukkan tvö í nótt á Miðhálendinu, og til klukkan fjögur í nótt á Breiðafirði, Vestfjörðum, og Ströndum og Norðurlandi vestra. Landsmenn eru þó ekki hólpnir eftir það en stutt er í næstu lægð. „Á morgun þá snýst í allhvassa suðvestanátt, svona þrettán til átján metra á sekúndu, með éljagangi og kólnar aftur þar sem frystir eiginlega um mest allt landið. Svo á sunnudag kemur næsta lægð með svipuðu veðri og í dag, það er að segja það hvessir úr suðri með rigningu og hlýnandi veðri,“ segir Daníel. Megum við búast við því að það haldi áfram að hlýna og frysta með reglulegu millibili næstu daga? „Já það virðist vera að það verði áfram eitthvað fram í næstu viku, að það gengur yfir í hlýrri sunnanátt og svo snýst það yfir í svalari suðvestanátt með éljum,“ segir hann. Sjáið þið eitthvað hvenær það verður tiltölulega eðlilegt veður eða stöðugt? „Það er alla vega ekki enn þá komið í kortin,“ segir Daníel að lokum. Veður Færð á vegum Reykjavík Tengdar fréttir Von á stormi á morgun og fleiri gular viðvaranir gefnar út Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt á morgun vegna suðaustan hvassviðris eða storms. Gular viðvaranir eru nú í gildi eða hafa verið gefnar út fyrir landið allt. 2. febrúar 2023 10:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gular viðvaranir eru nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa og Miðhálendinu en þegar líða fer á daginn taka sömuleiðis gildi viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir stormi spáð all víða með hlýnandi veðri og úrkomu. „Snemma í kvöld þá eru hvað hvassastir vindstrengir á norðvestanverðu landinu, þá í vindstrengjum við fjöll þar eins og á Holtavörðuheiði og víðar í innsveitum norðvestantil,“ segir Daníel. „Núna er veðrið eiginlega í hámarki hér, sem sagt á Suðvesturlandi, en síðan dregur úr vindi síðdegis og þá hvessir fyrir norðan.“ Undir Eyjafjöllum og á utan verðu Kjalarnesi er gert ráð fyrir hviðum allt að 45 metrum að sekúndum og verður sömuleiðis byljótt undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi. Flughált getur verið á fjallvegum fyrir norðan. Á Suðvesturlandi eru Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengslin á óvissustigi til klukkan tvö í dag, sem og Lyndalsheiði á Suðurlandi. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að fara ekki á vanbúnum bílum um Hellisheiði. Annars staðar á landinu er víða snjóþekja og hálka á vegum. Íbúar hafi bjargað miklu með því að hreinsa niðurföll Það verður þó úrkomuminna á Norðurlandi og Vestfjörðum í kvöld heldur en verið hefur til að mynda á Suðvesturlandi. Starfsmenn Reykjavíkurborgar höfðu mikið fyrir stafni í gær þar sem hálfgerð stöðuvötn höfðu myndast víða, að sögn Hjalta Jóhannesar Guðmundssonar, skrifstofustjóra Borgarlandsins. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru víða að í gær. Vísir/Vilhelm „Svona versta skotið var í gærdag, þegar mesta úrkoman var, þannig ástandið er mun skárra í dag en það er samt nokkur verkefni í gangi og við þurfum að passa Borgarlandið vel í dag,“ segir Hjalti. Einna helst eru verkefnin að hreinsa frá niðurföllum og íbúar eru hvattir til að leggja þeim lið. Hjalti bendir á að hægt sé að finna staðsetningu niðurfalla í Borgarvefsjá. „Margar hendur vinna létt verk og ég held að íbúar hafi brugðist það vel við núna undanfarnar vikur þegar það hafa verið leysingar, að fara út og leysa frá sínu nærumhverfi, ég held að það hafi bara bjargað rosalega miklu og fólk á hrós og þakkir skilið fyrir það,“ segir Hjalti. Áfram verður fylgst með stöðunni næstu daga. Næsta lægð kemur á sunnudag Gular viðvaranir eru í gildi til klukkan 17 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi, til klukkan 18 á Faxaflóa, klukkan 20 á Suðausturlandi, klukkan tvö í nótt á Miðhálendinu, og til klukkan fjögur í nótt á Breiðafirði, Vestfjörðum, og Ströndum og Norðurlandi vestra. Landsmenn eru þó ekki hólpnir eftir það en stutt er í næstu lægð. „Á morgun þá snýst í allhvassa suðvestanátt, svona þrettán til átján metra á sekúndu, með éljagangi og kólnar aftur þar sem frystir eiginlega um mest allt landið. Svo á sunnudag kemur næsta lægð með svipuðu veðri og í dag, það er að segja það hvessir úr suðri með rigningu og hlýnandi veðri,“ segir Daníel. Megum við búast við því að það haldi áfram að hlýna og frysta með reglulegu millibili næstu daga? „Já það virðist vera að það verði áfram eitthvað fram í næstu viku, að það gengur yfir í hlýrri sunnanátt og svo snýst það yfir í svalari suðvestanátt með éljum,“ segir hann. Sjáið þið eitthvað hvenær það verður tiltölulega eðlilegt veður eða stöðugt? „Það er alla vega ekki enn þá komið í kortin,“ segir Daníel að lokum.
Veður Færð á vegum Reykjavík Tengdar fréttir Von á stormi á morgun og fleiri gular viðvaranir gefnar út Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt á morgun vegna suðaustan hvassviðris eða storms. Gular viðvaranir eru nú í gildi eða hafa verið gefnar út fyrir landið allt. 2. febrúar 2023 10:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Von á stormi á morgun og fleiri gular viðvaranir gefnar út Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt á morgun vegna suðaustan hvassviðris eða storms. Gular viðvaranir eru nú í gildi eða hafa verið gefnar út fyrir landið allt. 2. febrúar 2023 10:42