Bjarni vill sem minnst af greinargerð um Lindarhvol vita Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2023 13:29 Bjarni Benediktsson telur enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, sem Bjarni kallar einhverskonar skjal sem hann hefur ekki séð, í ljósi þess að skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar liggur fyrir. „Það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á þinginu í gær að hann teldi enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. „Það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í gær eftir að Bergþór Ólason Miðflokki hafði spurt hann um afstöðu hans til þess að greinargerð Sigurðar væri ekki birt, sem þá hafði verið mjög til umræðu, innan þings sem utan. Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni Lindarhvols að undanförnu en í síðustu viku var málflutningur í bótamáli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli. Grunur leikur á um að frjálslega hafi verið farið með þegar eignir sem féllu í hendur ríkisins eftir fjármálahrun voru seldar aftur til einkaaðila; að ýmsir hafi fengið þær fyrir hrakvirði. Það er uppleggið í máli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli. Leyndarhyggjan orðin að sjálfstæðu vandamáli Í réttarhöldunum sagði Sigurður Þórðarson að það mætti meta það svo að virði Klakka, sem um er tekist í máli Frigusar, hafi verið seldur á undirvirði um sem nemur hálfum milljarði króna. Vísir ræddi við Sigurð sem taldi það sæta furðu að greinargerð hans um Lindarhvol, en hann rannsakaði starfsemina í tvö ár, fengist ekki birt. Sigurður segist ekki enn hafa fengið það útskýrt hvað þar er sem ekki þolir dagsins ljós. Hann telur leyndarhyggjuna orðna að sjálfstæðu og alvarlegu vandamáli. Birgir Ármannsson forseti þingsins hefur staðið í vegi fyrir birtingu greinargerðarinnar og hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna þess. Jafnvel verið látið að liggja að Birgir vilji með leyndinni þjóna hagsmunum Bjarna sem stofnaði til Lindarhvols á sínum tíma og fól trúnaðarvini sínum, sem Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar kallar svo, Steinari Þór Guðgeirssyni, að annast starfsemina. „það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli“ Nú liggur fyrir að Bjarni er á sömu línu og Birgir, sem sér öll tormerki á því að greinargerðin verði birt. Bjarni telur spurninguna vera: Af hverju að birta greinargerðina? En ekki: Af hverju ekki að birta greinargerðina? „Ég hef svo sem enga sérstaka rannsókn lagt í það mál sem hefur verið inni á borði forsætisnefndar. Ég hins vegar horfi þannig á að þegar Ríkisendurskoðun er falið að skoða tiltekin málefni þá geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Bjarni vísar hér til skýrslu sem kom út í tíð Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda en þar kemur fram að starfsemi Lindarhvols hafi verið með miklum ágætum. Sú niðurstaða kom mörgum í opna skjöldu. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ segir Bjarni. Skúli taldi að greinargerðin kynni að valda ríkinu bótaskyldu Í frétt Viðskiptablaðsins frá í september 2018 kemur fram að Skúli Eggert þá ríkisendurskoðandi teldi að það gæti valdið íslenska ríkinu bótaskyldu að gera opinbera greinargerð Sigurðar sem send var Alþingi í júlí 2018. Að sögn Skúla innihaldi greinargerðin staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Þetta kom fram í umsögn ríkisendurskoðanda til forsætisnefndar Alþingis vegna kæru Viðskiptablaðsins um aðgang að téðri greinargerð. Sigurður Þórðarson sagði á móti í samtali við Vísi að hann kannist við fátt í skýrslu Skúla. Með öðrum orðum þessar skýrslur eru eins og svart og hvítt. Þá hefur Birgir Ármannsson hafnað ósk þess efnis að Vísi sé veitt aðgengi að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, eins og meðfylgjandi bréf ber með sér. Alþingi Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
„Það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í gær eftir að Bergþór Ólason Miðflokki hafði spurt hann um afstöðu hans til þess að greinargerð Sigurðar væri ekki birt, sem þá hafði verið mjög til umræðu, innan þings sem utan. Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni Lindarhvols að undanförnu en í síðustu viku var málflutningur í bótamáli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli. Grunur leikur á um að frjálslega hafi verið farið með þegar eignir sem féllu í hendur ríkisins eftir fjármálahrun voru seldar aftur til einkaaðila; að ýmsir hafi fengið þær fyrir hrakvirði. Það er uppleggið í máli Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli. Leyndarhyggjan orðin að sjálfstæðu vandamáli Í réttarhöldunum sagði Sigurður Þórðarson að það mætti meta það svo að virði Klakka, sem um er tekist í máli Frigusar, hafi verið seldur á undirvirði um sem nemur hálfum milljarði króna. Vísir ræddi við Sigurð sem taldi það sæta furðu að greinargerð hans um Lindarhvol, en hann rannsakaði starfsemina í tvö ár, fengist ekki birt. Sigurður segist ekki enn hafa fengið það útskýrt hvað þar er sem ekki þolir dagsins ljós. Hann telur leyndarhyggjuna orðna að sjálfstæðu og alvarlegu vandamáli. Birgir Ármannsson forseti þingsins hefur staðið í vegi fyrir birtingu greinargerðarinnar og hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna þess. Jafnvel verið látið að liggja að Birgir vilji með leyndinni þjóna hagsmunum Bjarna sem stofnaði til Lindarhvols á sínum tíma og fól trúnaðarvini sínum, sem Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar kallar svo, Steinari Þór Guðgeirssyni, að annast starfsemina. „það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli“ Nú liggur fyrir að Bjarni er á sömu línu og Birgir, sem sér öll tormerki á því að greinargerðin verði birt. Bjarni telur spurninguna vera: Af hverju að birta greinargerðina? En ekki: Af hverju ekki að birta greinargerðina? „Ég hef svo sem enga sérstaka rannsókn lagt í það mál sem hefur verið inni á borði forsætisnefndar. Ég hins vegar horfi þannig á að þegar Ríkisendurskoðun er falið að skoða tiltekin málefni þá geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Bjarni vísar hér til skýrslu sem kom út í tíð Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda en þar kemur fram að starfsemi Lindarhvols hafi verið með miklum ágætum. Sú niðurstaða kom mörgum í opna skjöldu. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ segir Bjarni. Skúli taldi að greinargerðin kynni að valda ríkinu bótaskyldu Í frétt Viðskiptablaðsins frá í september 2018 kemur fram að Skúli Eggert þá ríkisendurskoðandi teldi að það gæti valdið íslenska ríkinu bótaskyldu að gera opinbera greinargerð Sigurðar sem send var Alþingi í júlí 2018. Að sögn Skúla innihaldi greinargerðin staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Þetta kom fram í umsögn ríkisendurskoðanda til forsætisnefndar Alþingis vegna kæru Viðskiptablaðsins um aðgang að téðri greinargerð. Sigurður Þórðarson sagði á móti í samtali við Vísi að hann kannist við fátt í skýrslu Skúla. Með öðrum orðum þessar skýrslur eru eins og svart og hvítt. Þá hefur Birgir Ármannsson hafnað ósk þess efnis að Vísi sé veitt aðgengi að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, eins og meðfylgjandi bréf ber með sér.
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15