Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 3. febrúar 2023 14:49 Bæði Sólveig Anna formaður Eflingar og Halldór Benjamín framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru viss um sigur fyrir Félagsdómi. Vísir Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. Stór dagur er runninn upp í deilu Eflingar við SA annars vegar og ríkissáttasemjara hins vegar. Nú stendur yfir málflutningur í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi en sáttasemjari hefur farið fram á að Efling afhendi kjörskrá sína svo hann geti lagt miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Líklegt er að héraðsdómur gefi sér helgina til að taka ákvörðun. Klukkan fjögur síðdegis kemur Félagsdómur svo saman til að taka fyrir mál SA og Eflingar. Fyrirhuguð eru verkföll meðal Eflingarliða á Íslandshótelum og eiga þau að hefjast að óbreyttu á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins vilja fá úr því skorið hvort verkföllin séu lögleg þar sem miðlunartillaga liggur fyrir frá ríkissáttasemjara. Báðar fylkingar eru vissar um sigur fyrir Félagsdómi. „Fyrir Félagsdómi er ég alveg 100 prósent sannfærð, meira en hér, vegna þess að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins er eins fráleitur og hægt er að hugsa sér,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu á leið inn í dómsal í héraðsdómi eftir hádegi í dag. „Við erum raunsæ. Við teljum að lögin séu okkar megin. Það er okkar skoðun að enginn sé hafinn yfir lögin, ekki Efling heldur, og ég vænti þess að Félagsdómur verði tiltölulega fljótur að úrskurða í þessu máli,“ segir Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu. Auk dómsmálanna sem hér hafa verið rakin hófst atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu í hádeginu í dag. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast þau verkföll á hádegi þriðjudaginn 15. febrúar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44 Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stór dagur er runninn upp í deilu Eflingar við SA annars vegar og ríkissáttasemjara hins vegar. Nú stendur yfir málflutningur í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi en sáttasemjari hefur farið fram á að Efling afhendi kjörskrá sína svo hann geti lagt miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Líklegt er að héraðsdómur gefi sér helgina til að taka ákvörðun. Klukkan fjögur síðdegis kemur Félagsdómur svo saman til að taka fyrir mál SA og Eflingar. Fyrirhuguð eru verkföll meðal Eflingarliða á Íslandshótelum og eiga þau að hefjast að óbreyttu á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins vilja fá úr því skorið hvort verkföllin séu lögleg þar sem miðlunartillaga liggur fyrir frá ríkissáttasemjara. Báðar fylkingar eru vissar um sigur fyrir Félagsdómi. „Fyrir Félagsdómi er ég alveg 100 prósent sannfærð, meira en hér, vegna þess að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins er eins fráleitur og hægt er að hugsa sér,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu á leið inn í dómsal í héraðsdómi eftir hádegi í dag. „Við erum raunsæ. Við teljum að lögin séu okkar megin. Það er okkar skoðun að enginn sé hafinn yfir lögin, ekki Efling heldur, og ég vænti þess að Félagsdómur verði tiltölulega fljótur að úrskurða í þessu máli,“ segir Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu. Auk dómsmálanna sem hér hafa verið rakin hófst atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu í hádeginu í dag. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast þau verkföll á hádegi þriðjudaginn 15. febrúar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44 Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44
Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22
Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent