Glænýr Land Cruiser sem betur fer í bílskúrnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2023 16:38 Veðrið hefur verið leiðinilegt víða um land undanfarið. Von er á næstu lægð strax á sunnudaginn. Vísir/Einar Stærðarinnar ösp varð vindinum að bráð við Digranesheiði í Kópavogi á þriðja tímanum. Tilviljun réð því að öspin féll ekki á glænýjan Land Cruiser sem var aldrei þessu vant inni í bílskúr. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, íbúi á Digranesheiði, segist hafa verið á leiðinni út í búð eftir hádegið þegar þau urðu vör við að annar helmingur á tvístofna ösp hafði fallið til jarðar. Hann lokaði innkeyrslu nágranna þeirra. Við komuna heim úr búðinni hafi þau heyrt í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og þaðan mættu vaskir menn. Þeir skáru niður annan helminginn og mátu auk þess hin helming asparinnar svo illa farinn að réttast væri að taka hann niður líka. Bitar af öspinni sem slökkviliðið sagaði niður til að minnka hættuna.Vísir/Einar Stormur er víða um land í dag og bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Kópavogi. Ragnheiður Hrefna segist varla hafa getað staðið sjálf og þurft að grípa til aðgerða til að grill og borð utandyra yrði ekki vindinum að bráð. Mildi má þykja að enginn hafi orðið fyrir öspinni þegar hún féll sem fyrr segir á gönguleið milli húsa. Fylgir sögunni að nágranni Ragnheiðar Hrefnu hafði fyrir tilviljun ekið nýjum jeppa sínum inn í bílskúr. Bíll sem alla jafna stendur í innkeyrslunni. Fyrir vikið slapp hann við tréð sem féll í tóma innkeyrsluna. Veðrið hefur haft áhrif víða um land í dag. Ferðamenn keyrðu út af veginum um Víkurskarð og þá fór rúta með ferðamenn út af Ólafsfjarðarvegi. Engin slys urðu á fólki. Kópavogur Veður Tengdar fréttir Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, íbúi á Digranesheiði, segist hafa verið á leiðinni út í búð eftir hádegið þegar þau urðu vör við að annar helmingur á tvístofna ösp hafði fallið til jarðar. Hann lokaði innkeyrslu nágranna þeirra. Við komuna heim úr búðinni hafi þau heyrt í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og þaðan mættu vaskir menn. Þeir skáru niður annan helminginn og mátu auk þess hin helming asparinnar svo illa farinn að réttast væri að taka hann niður líka. Bitar af öspinni sem slökkviliðið sagaði niður til að minnka hættuna.Vísir/Einar Stormur er víða um land í dag og bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Kópavogi. Ragnheiður Hrefna segist varla hafa getað staðið sjálf og þurft að grípa til aðgerða til að grill og borð utandyra yrði ekki vindinum að bráð. Mildi má þykja að enginn hafi orðið fyrir öspinni þegar hún féll sem fyrr segir á gönguleið milli húsa. Fylgir sögunni að nágranni Ragnheiðar Hrefnu hafði fyrir tilviljun ekið nýjum jeppa sínum inn í bílskúr. Bíll sem alla jafna stendur í innkeyrslunni. Fyrir vikið slapp hann við tréð sem féll í tóma innkeyrsluna. Veðrið hefur haft áhrif víða um land í dag. Ferðamenn keyrðu út af veginum um Víkurskarð og þá fór rúta með ferðamenn út af Ólafsfjarðarvegi. Engin slys urðu á fólki.
Kópavogur Veður Tengdar fréttir Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31
Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30
Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent