Halla vill komast í stjórn VR Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 14:29 Halla Gunnarsdóttir lét af störfum sem framkvæmdastjóra ASÍ á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að bjóða stig fram til setu í stjórn stéttarfélagsins VR. Halla greinir frá þessu í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla á þriðja tímanum í dag. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR til næstu tveggja ára. Þótt innan verkalýðshreyfingarinnar sé deilt um margt, virðist nokkur samhljómur um að sú kjarasamningalota sem nú stendur yfir hafi skilað launafólki og íslensku samfélagi verri niðurstöðu vegna þess hversu sundruð hreyfingin gekk til kjaraviðræðna. Sameinuð verkalýðshreyfing getur gert kröfur á bæði atvinnurekendur og stjórnvöld til að tryggja raunverulegar kjarabætur og stuðla að jöfnuði, fremur en breiðari gjá milli ríkra og fátækra. Með því er ekki sagt að full samstaða geti eða þurfi að nást í einu og öllu. En það er til mikils að vinna að efla samstöðuna þar sem það er hægt,“ segir Halla. Grein var frá því í september síðastliðinn að Halla, sem þá var í fæðingarorlofi, myndi ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal í ágúst. Rennur blóðið til skyldunnar Halla segir í yfirlýsingu sinni að VR sé stærsta stéttarfélag á Íslandi og að hún telji mikilvægt að forysta þess fari fram af yfirvegun og festu, bæði í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsfólks og innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem félagsmanni í VR rennur mér blóðið til skyldunnar. „Hljóti ég brautargengi í stjórn félagsins mun ég vinna í þágu sameinaðrar og kraftmikillar verkalýðshreyfingar. Ég mun taka harða afstöðu gegn öllum tilraunum til að veikja stéttarfélög og beita mér fyrir eftirfarandi stefnumálum: vinnumarkaði sem styður við launafólk fremur en að vænka hag þeirra sem mest eiga, skattkerfisbreytingum sem stuðla að jöfnuði, húsnæðisstefnu sem sem gengur út á að viðurkenna húsnæði sem grunnþörf fólks, en ekki gróðamöguleika fyrir fjárfesta heilbrigðis- og velferðarmálum þar sem fólk er í fyrirrúmi. Ég vona sem flestir VR félagar taki undir þessi stefnumál og taki þátt í kosningunum sem framundan eru,“ segir Halla. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hafa bæði tilkynnt um framboð til formanns VR. Kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. Stéttarfélög Tengdar fréttir Ragnar Þór vill leiða VR áfram Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. 20. janúar 2023 11:23 Starfsmaður VR vill fella formanninn Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram. 3. febrúar 2023 18:04 „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. 4. febrúar 2023 13:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Halla greinir frá þessu í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla á þriðja tímanum í dag. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR til næstu tveggja ára. Þótt innan verkalýðshreyfingarinnar sé deilt um margt, virðist nokkur samhljómur um að sú kjarasamningalota sem nú stendur yfir hafi skilað launafólki og íslensku samfélagi verri niðurstöðu vegna þess hversu sundruð hreyfingin gekk til kjaraviðræðna. Sameinuð verkalýðshreyfing getur gert kröfur á bæði atvinnurekendur og stjórnvöld til að tryggja raunverulegar kjarabætur og stuðla að jöfnuði, fremur en breiðari gjá milli ríkra og fátækra. Með því er ekki sagt að full samstaða geti eða þurfi að nást í einu og öllu. En það er til mikils að vinna að efla samstöðuna þar sem það er hægt,“ segir Halla. Grein var frá því í september síðastliðinn að Halla, sem þá var í fæðingarorlofi, myndi ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal í ágúst. Rennur blóðið til skyldunnar Halla segir í yfirlýsingu sinni að VR sé stærsta stéttarfélag á Íslandi og að hún telji mikilvægt að forysta þess fari fram af yfirvegun og festu, bæði í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsfólks og innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem félagsmanni í VR rennur mér blóðið til skyldunnar. „Hljóti ég brautargengi í stjórn félagsins mun ég vinna í þágu sameinaðrar og kraftmikillar verkalýðshreyfingar. Ég mun taka harða afstöðu gegn öllum tilraunum til að veikja stéttarfélög og beita mér fyrir eftirfarandi stefnumálum: vinnumarkaði sem styður við launafólk fremur en að vænka hag þeirra sem mest eiga, skattkerfisbreytingum sem stuðla að jöfnuði, húsnæðisstefnu sem sem gengur út á að viðurkenna húsnæði sem grunnþörf fólks, en ekki gróðamöguleika fyrir fjárfesta heilbrigðis- og velferðarmálum þar sem fólk er í fyrirrúmi. Ég vona sem flestir VR félagar taki undir þessi stefnumál og taki þátt í kosningunum sem framundan eru,“ segir Halla. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hafa bæði tilkynnt um framboð til formanns VR. Kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Ragnar Þór vill leiða VR áfram Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. 20. janúar 2023 11:23 Starfsmaður VR vill fella formanninn Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram. 3. febrúar 2023 18:04 „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. 4. febrúar 2023 13:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Ragnar Þór vill leiða VR áfram Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. 20. janúar 2023 11:23
Starfsmaður VR vill fella formanninn Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram. 3. febrúar 2023 18:04
„Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. 4. febrúar 2023 13:18