Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 14:34 Sólveig Anna var í skýjunum með niðurstöðuna í Félagsdómi. Hún ætlar ekki að afhenda félagatal Eflingar að svo stöddu þrátt fyrir dóm þess efnis í héraði í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17
Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37