Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. febrúar 2023 15:31 Bjarni Benediksston fjármálaráðherra hvatti þingmenn Pírata og aðra til að hætta málþófinu. Vísir/Vilhelm Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins. Frumvarpið er nánast það eina sem hefur komist fyrir á Alþingi frá áramótum en þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar hafa ítrekað farið fram á það að málið verði tekið af dagskrá. Í síðustu viku var þess krafist að málinu yrði vísað aftur í nefnd, í ljósi breytinga sem meirihlutinn hefur boðað á frumvarpinu. Í gær stóð þingfundur yfir til klukkan tvö í nótt og þegar þingið kom aftur saman klukkan hálf tvö í dag lagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fram tillögu þess efnis að málið yrði tekið af dagskrá til að liðka fyrir umræðu um önnur stjórnarfrumvörp. „Þessi staðsetning stjórnarfrumvarpa, frumvarpa fjármála- og efnahagsráðherra, bendir til að stjórnarliðum þyki brýnt að ljúka þeim en af atkvæðagreiðslutöflunni að dæma þá þykir þeim það ekki nógu brýnt, vilja ekki hleypa þeim á dagskrá í dag. Samþykkt þessarar tillögu myndi líka gefa allsherjar- og menntamálanefnd tækifæri til að taka útlendingamálið til frekari skoðunar,“ sagði Andrés Ingi. „Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnuna“ Meirihlutinn hefur ítrekað fellt fyrri kröfur minnihlutans og var niðurstaðan sú sama í dag, ekki var fallist á að taka málið af dagskrá. Skömmu síðar var samþykkt að lengja þingfundinn. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, tók til máls fyrir atkvæðagreiðsluna og sagðist þeirrar skoðunar að þegar menn „beita sér í grímulausu málþófi en þykjast vera á sama tíma að greiða fyrir störfum þingsins, þá dragi töluvert úr virðingu fyrir þingstörfunum og stjórnmálastarf í landinu.“ „Þegar þingið sýnir ekki getu til þess að leyfa meirihlutaviljanum að ná fram að ganga og þeirri forgangsröðun sem yfirgnæfandi meiri hluti þingmanna er sammála um að þurfi að vera hér, vegna þess að örfáir þingmenn taka þingið í gíslingu svo dögum skiptir, þá sé það slæmt fyrir orðspor Alþingis. Það sé vont fyrir stjórnmálin á Íslandi og það sé alls ekki til heilla fyrir þjóðina,“ sagði Bjarni. „Ég segi bara: Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnuna,“ sagði hann enn fremur og hlaut undirtektir úr sal. Frá því að umræðan hófst á þriðja tímanum hafa aðeins þingmenn Pírata kvatt sér hljóðs. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. 1. febrúar 2023 22:24 Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 1. febrúar 2023 18:35 Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1. febrúar 2023 18:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Frumvarpið er nánast það eina sem hefur komist fyrir á Alþingi frá áramótum en þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar hafa ítrekað farið fram á það að málið verði tekið af dagskrá. Í síðustu viku var þess krafist að málinu yrði vísað aftur í nefnd, í ljósi breytinga sem meirihlutinn hefur boðað á frumvarpinu. Í gær stóð þingfundur yfir til klukkan tvö í nótt og þegar þingið kom aftur saman klukkan hálf tvö í dag lagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fram tillögu þess efnis að málið yrði tekið af dagskrá til að liðka fyrir umræðu um önnur stjórnarfrumvörp. „Þessi staðsetning stjórnarfrumvarpa, frumvarpa fjármála- og efnahagsráðherra, bendir til að stjórnarliðum þyki brýnt að ljúka þeim en af atkvæðagreiðslutöflunni að dæma þá þykir þeim það ekki nógu brýnt, vilja ekki hleypa þeim á dagskrá í dag. Samþykkt þessarar tillögu myndi líka gefa allsherjar- og menntamálanefnd tækifæri til að taka útlendingamálið til frekari skoðunar,“ sagði Andrés Ingi. „Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnuna“ Meirihlutinn hefur ítrekað fellt fyrri kröfur minnihlutans og var niðurstaðan sú sama í dag, ekki var fallist á að taka málið af dagskrá. Skömmu síðar var samþykkt að lengja þingfundinn. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, tók til máls fyrir atkvæðagreiðsluna og sagðist þeirrar skoðunar að þegar menn „beita sér í grímulausu málþófi en þykjast vera á sama tíma að greiða fyrir störfum þingsins, þá dragi töluvert úr virðingu fyrir þingstörfunum og stjórnmálastarf í landinu.“ „Þegar þingið sýnir ekki getu til þess að leyfa meirihlutaviljanum að ná fram að ganga og þeirri forgangsröðun sem yfirgnæfandi meiri hluti þingmanna er sammála um að þurfi að vera hér, vegna þess að örfáir þingmenn taka þingið í gíslingu svo dögum skiptir, þá sé það slæmt fyrir orðspor Alþingis. Það sé vont fyrir stjórnmálin á Íslandi og það sé alls ekki til heilla fyrir þjóðina,“ sagði Bjarni. „Ég segi bara: Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnuna,“ sagði hann enn fremur og hlaut undirtektir úr sal. Frá því að umræðan hófst á þriðja tímanum hafa aðeins þingmenn Pírata kvatt sér hljóðs.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. 1. febrúar 2023 22:24 Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 1. febrúar 2023 18:35 Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1. febrúar 2023 18:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. 1. febrúar 2023 22:24
Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 1. febrúar 2023 18:35
Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1. febrúar 2023 18:07