Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. febrúar 2023 15:31 Bjarni Benediksston fjármálaráðherra hvatti þingmenn Pírata og aðra til að hætta málþófinu. Vísir/Vilhelm Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins. Frumvarpið er nánast það eina sem hefur komist fyrir á Alþingi frá áramótum en þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar hafa ítrekað farið fram á það að málið verði tekið af dagskrá. Í síðustu viku var þess krafist að málinu yrði vísað aftur í nefnd, í ljósi breytinga sem meirihlutinn hefur boðað á frumvarpinu. Í gær stóð þingfundur yfir til klukkan tvö í nótt og þegar þingið kom aftur saman klukkan hálf tvö í dag lagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fram tillögu þess efnis að málið yrði tekið af dagskrá til að liðka fyrir umræðu um önnur stjórnarfrumvörp. „Þessi staðsetning stjórnarfrumvarpa, frumvarpa fjármála- og efnahagsráðherra, bendir til að stjórnarliðum þyki brýnt að ljúka þeim en af atkvæðagreiðslutöflunni að dæma þá þykir þeim það ekki nógu brýnt, vilja ekki hleypa þeim á dagskrá í dag. Samþykkt þessarar tillögu myndi líka gefa allsherjar- og menntamálanefnd tækifæri til að taka útlendingamálið til frekari skoðunar,“ sagði Andrés Ingi. „Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnuna“ Meirihlutinn hefur ítrekað fellt fyrri kröfur minnihlutans og var niðurstaðan sú sama í dag, ekki var fallist á að taka málið af dagskrá. Skömmu síðar var samþykkt að lengja þingfundinn. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, tók til máls fyrir atkvæðagreiðsluna og sagðist þeirrar skoðunar að þegar menn „beita sér í grímulausu málþófi en þykjast vera á sama tíma að greiða fyrir störfum þingsins, þá dragi töluvert úr virðingu fyrir þingstörfunum og stjórnmálastarf í landinu.“ „Þegar þingið sýnir ekki getu til þess að leyfa meirihlutaviljanum að ná fram að ganga og þeirri forgangsröðun sem yfirgnæfandi meiri hluti þingmanna er sammála um að þurfi að vera hér, vegna þess að örfáir þingmenn taka þingið í gíslingu svo dögum skiptir, þá sé það slæmt fyrir orðspor Alþingis. Það sé vont fyrir stjórnmálin á Íslandi og það sé alls ekki til heilla fyrir þjóðina,“ sagði Bjarni. „Ég segi bara: Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnuna,“ sagði hann enn fremur og hlaut undirtektir úr sal. Frá því að umræðan hófst á þriðja tímanum hafa aðeins þingmenn Pírata kvatt sér hljóðs. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. 1. febrúar 2023 22:24 Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 1. febrúar 2023 18:35 Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1. febrúar 2023 18:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Frumvarpið er nánast það eina sem hefur komist fyrir á Alþingi frá áramótum en þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar hafa ítrekað farið fram á það að málið verði tekið af dagskrá. Í síðustu viku var þess krafist að málinu yrði vísað aftur í nefnd, í ljósi breytinga sem meirihlutinn hefur boðað á frumvarpinu. Í gær stóð þingfundur yfir til klukkan tvö í nótt og þegar þingið kom aftur saman klukkan hálf tvö í dag lagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fram tillögu þess efnis að málið yrði tekið af dagskrá til að liðka fyrir umræðu um önnur stjórnarfrumvörp. „Þessi staðsetning stjórnarfrumvarpa, frumvarpa fjármála- og efnahagsráðherra, bendir til að stjórnarliðum þyki brýnt að ljúka þeim en af atkvæðagreiðslutöflunni að dæma þá þykir þeim það ekki nógu brýnt, vilja ekki hleypa þeim á dagskrá í dag. Samþykkt þessarar tillögu myndi líka gefa allsherjar- og menntamálanefnd tækifæri til að taka útlendingamálið til frekari skoðunar,“ sagði Andrés Ingi. „Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnuna“ Meirihlutinn hefur ítrekað fellt fyrri kröfur minnihlutans og var niðurstaðan sú sama í dag, ekki var fallist á að taka málið af dagskrá. Skömmu síðar var samþykkt að lengja þingfundinn. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, tók til máls fyrir atkvæðagreiðsluna og sagðist þeirrar skoðunar að þegar menn „beita sér í grímulausu málþófi en þykjast vera á sama tíma að greiða fyrir störfum þingsins, þá dragi töluvert úr virðingu fyrir þingstörfunum og stjórnmálastarf í landinu.“ „Þegar þingið sýnir ekki getu til þess að leyfa meirihlutaviljanum að ná fram að ganga og þeirri forgangsröðun sem yfirgnæfandi meiri hluti þingmanna er sammála um að þurfi að vera hér, vegna þess að örfáir þingmenn taka þingið í gíslingu svo dögum skiptir, þá sé það slæmt fyrir orðspor Alþingis. Það sé vont fyrir stjórnmálin á Íslandi og það sé alls ekki til heilla fyrir þjóðina,“ sagði Bjarni. „Ég segi bara: Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnuna,“ sagði hann enn fremur og hlaut undirtektir úr sal. Frá því að umræðan hófst á þriðja tímanum hafa aðeins þingmenn Pírata kvatt sér hljóðs.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. 1. febrúar 2023 22:24 Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 1. febrúar 2023 18:35 Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1. febrúar 2023 18:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. 1. febrúar 2023 22:24
Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 1. febrúar 2023 18:35
Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1. febrúar 2023 18:07