Afneitun um íslenskt heilbrigðiskerfi Guðbrandur Einarsson skrifar 8. febrúar 2023 12:31 Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Inni á sjúkrastofnunum liggja hundruð aldraðra einstaklinga sem í raun ættu og þyrftu að vera í annars konar úrræði. Dvöl á hjúkrunarheimili er það úræði sem aldraðir einstaklingar ættu eiga rétt á þegar sú staða er komin upp, að viðkomandi getur ekki dvalið heima. Það úrræði er að talsvert ódýrara en dvöl á sjúkrastofnun og er um leið talsvert vistlegra og heimilislegra en að dvelja i kuldalegu herbergi á sjúkrahúsi. Hvers vegna ekki verið komið í veg fyrir að þessi staða kæmi upp og hvers vegna ekki sé verið að gera allt til þess að breyta þessari stöðu er í mínum huga illskiljanlegt, þar sem það hefði í för með sér verulega hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er vanþörf á. Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður Framkvæmdasjóður aldraðra var settur á laggirnar á sínum tíma til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og sjóðurinn fjármagnaður með sérstökum nefskatti. Hefðu þeir fjármunir sem runnið hafa til sjóðsins allir verið nýttir til uppbyggingar hjúkrunarheimila væri staðan allt önnur. Heimild var gefin til þess að nýta hluta þess fjármagns sem hefur runnið til sjóðsins í beinan rekstur og það er m.a. ástæðan fyrir þessari bágu stöðu. Það blasir því við æpandi þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land. Svo er hitt að uppbygging á vegum ríkisins á sér því miður stað á hraða snigilsins. Sem dæmi vil ég nefna að skrifað var undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ í febrúar 2019 eða fyrir fjórum árum síðan og nú, að fjórum árum liðnum, eru framkvæmdir enn ekki hafnar. Landspítalinn fullfjármagnaður? Fjármálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að Landspítalinn sé fullfjármagnaður en er það svo? Hvers vegna er þá gjörgæslan í þessari stöðu? Hvers vegna þarftu að bíða í mörg ár eftir að komast í nauðsynlega aðgerð eins og augasteinaskipti eða liðskiptaaðgerðir. Er það merki um að spítalinn sé fullfjármagnaður að ekki er verið að gera ráð fyrir auknu fjármagni í ný og betri lyf. Vanfjármagnað heilbrigðiskerfi Því miður er að svo að hvert sem litið er þá blasir við sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er í raun vanfjármagnað og fyrir það líður fjöldi fólks. Sú afsökun að ekki fáist starfsfólk dugar ekki til að réttlæta stöðuna því þar sem greidd eru góð laun og aðbúnaður er góður skortir ekki starfsfólk. Að börn fái ekki þjónustu við hæfi er ekki forsvaranlegt og því þarf að breyta. Til þess að það gerist þá þarf ríkisstjórnin að láta af þeirri afneitun sinni um að fullfjármögnun aldrei getur orðið. Nú er rétti tíminn fyrir betri forgangsröðun og að þarfir almennings séu settar í fyrsta sæti Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Inni á sjúkrastofnunum liggja hundruð aldraðra einstaklinga sem í raun ættu og þyrftu að vera í annars konar úrræði. Dvöl á hjúkrunarheimili er það úræði sem aldraðir einstaklingar ættu eiga rétt á þegar sú staða er komin upp, að viðkomandi getur ekki dvalið heima. Það úrræði er að talsvert ódýrara en dvöl á sjúkrastofnun og er um leið talsvert vistlegra og heimilislegra en að dvelja i kuldalegu herbergi á sjúkrahúsi. Hvers vegna ekki verið komið í veg fyrir að þessi staða kæmi upp og hvers vegna ekki sé verið að gera allt til þess að breyta þessari stöðu er í mínum huga illskiljanlegt, þar sem það hefði í för með sér verulega hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er vanþörf á. Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður Framkvæmdasjóður aldraðra var settur á laggirnar á sínum tíma til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og sjóðurinn fjármagnaður með sérstökum nefskatti. Hefðu þeir fjármunir sem runnið hafa til sjóðsins allir verið nýttir til uppbyggingar hjúkrunarheimila væri staðan allt önnur. Heimild var gefin til þess að nýta hluta þess fjármagns sem hefur runnið til sjóðsins í beinan rekstur og það er m.a. ástæðan fyrir þessari bágu stöðu. Það blasir því við æpandi þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land. Svo er hitt að uppbygging á vegum ríkisins á sér því miður stað á hraða snigilsins. Sem dæmi vil ég nefna að skrifað var undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ í febrúar 2019 eða fyrir fjórum árum síðan og nú, að fjórum árum liðnum, eru framkvæmdir enn ekki hafnar. Landspítalinn fullfjármagnaður? Fjármálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að Landspítalinn sé fullfjármagnaður en er það svo? Hvers vegna er þá gjörgæslan í þessari stöðu? Hvers vegna þarftu að bíða í mörg ár eftir að komast í nauðsynlega aðgerð eins og augasteinaskipti eða liðskiptaaðgerðir. Er það merki um að spítalinn sé fullfjármagnaður að ekki er verið að gera ráð fyrir auknu fjármagni í ný og betri lyf. Vanfjármagnað heilbrigðiskerfi Því miður er að svo að hvert sem litið er þá blasir við sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er í raun vanfjármagnað og fyrir það líður fjöldi fólks. Sú afsökun að ekki fáist starfsfólk dugar ekki til að réttlæta stöðuna því þar sem greidd eru góð laun og aðbúnaður er góður skortir ekki starfsfólk. Að börn fái ekki þjónustu við hæfi er ekki forsvaranlegt og því þarf að breyta. Til þess að það gerist þá þarf ríkisstjórnin að láta af þeirri afneitun sinni um að fullfjármögnun aldrei getur orðið. Nú er rétti tíminn fyrir betri forgangsröðun og að þarfir almennings séu settar í fyrsta sæti Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun