Stálhnefar og silkihanskar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 8. febrúar 2023 17:30 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun