Verkalýðsfélög, eingöngu fyrir útvalda Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 22:01 Í sérstakri bókun við nýjan kjarasamning VR og LÍV við Félag atvinnurekenda segir að félögin ætli að sameinast um að setja þrýsting á stjórnvöld til að afnema og lækka tolla í þágu neytenda. Í bókuninni er jafnframt fullyrt að slík aðgerð sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Nú hafa fulltrúar nokkurra stéttarfélaga, þ. á m. VR, LÍV og Rafiðnaðarsambandsins, auk Félags atvinnurekenda, fundað með bæði ráðherrum matvæla og fjármála til að ræða tillögur félaganna um lækkun og niðurfellingu tolla. Í tillögunum er m.a. lagt til að tollar á alifugla- og svínakjöti verði lagðir niður ásamt tollum á smjöri, mjólkur- og undanrennudufti, þrátt fyrir að í frétt á síðu FA segi að „Tillögurnar beinast fyrst og fremst að tollum sem vernda ekki hefðbundna sauðfjár- og nautgriparækt.“ Þetta vakti óneitanlega athygli mína og sjálfsagt að leiðbeina Félagi atvinnurekenda um það að enn hafa ekki fundist sérstakar duft eða smjörkýr jafnvel þó leitað sé í útlöndunum. Mjólkur- og undanrennuduft, auk smjörs eru afurðir úr hefðbundinni kúamjólk og þar með myndi niðurfelling tolla á slíkt hafa bein áhrif á íslenska kúabændur. Þetta vita líklega flestir en gott að leiðrétta ef einhver vafi lék á því. Þá er jafnvægi á markaði mikilvægt en kjöttegundir eru að vissu marki staðkvæmdarvara fyrir hvor aðra, þannig að ruðningsáhrif á markaði og breytingar á samkeppnisumhverfi einnar kjötgreinar munu hafa áhrif á allar aðrar. Þegar vegið er að starfsumhverfi alifugla- og svínakjöts er um leið verið að vega að hefðbundinni sauðfjár- og nautgriparækt. Það er því nokkuð augljóst að fögur fyrirheit Félags Atvinnurekenda sem ómuð eru í áðurnefndum bókunum stenst tæplega skoðun og geta haft veruleg áhrif á vinnumarkaðnum þar sem margir af þeim aðilum sem starfa í greininni, eða í störfum tengt greininni, eru einmitt félagsmenn í viðkomandi stéttarfélögum. Þá er einnig vert að taka fram að tollvernd er mikilvægur hluti af ytri starfsskilyrðum íslensks landbúnaðar. Því er afar sérstakt að verða vitni að því að horfa á stéttarfélög berjast fyrir lakari starfsskilyrðum heillar stéttar, í þessu tilfelli bænda, með því að leggja til afnám tolla í nafni þess að vænka eigi hag launþega. Þeir 3.000 bændur og einhvers staðar um 6.000 einstaklingar sem vinna afleidd störf af landbúnaði, sem margir hverjir eru félagsmenn í þeim stéttarfélögum sem leggja þetta til geta tæpast tekið undir það. Lágt matvælaverð á Íslandi Þegar afnám tolla er rætt þarf að horfa á heildar myndina. Hver eru áhrifin á innlenda framleiðslu og hver verður raunverulegur ávinningur aðgerðarinnar. Ein af röksemdarfærslunum sem færð er fyrir þessum tillögum er að matvælaverð sé of hátt á Íslandi og hafi á síðustu misserum rokið upp úr öllu valdi. Að meðaltali hækkaði matvælaverð á síðast ári um 18,2% í aðildarríkjum ESB, efst trónir Ungverjaland með 49,6% hækkun en Ísland er í botnsætinu með 10,2% hækkun matvælaverðs. Sé litið til flokksins um mjólk, osta og egg situr Ísland einnig á botninum með 8,8,% hækkun en meðalhækkun í ríkjum ESB var 27,8%. Hækkunin hér er því mun minni en annars staðar og má þakka innlendri framleiðslu það að einhverju leiti, en ef við værum háð innflutningi alfarið hefðum við líklega fengið þessar hlutfallshækkanir til okkar í mun meira mæli. Sömuleiðis er áhugavert að skoða nýlega samantekt Eurostat sem tekur til útgjalda heimila í Evrópulöndum árið 2021 þar sem fram kemur að matarútgjöld námu 12,9% af heildarútgjöldum íslenskra heimila. Meðaltalið á ESB svæðinu var 14,9% og þar af voru 19 Evrópulönd með hærra hlutfall en Ísland og 9 þeirra voru með lægra hlutfall. Niðurstaðan er þannig í stóra samhenginu, þegar horft er til launa og heildarútgjalda hér á landi, að það sé ekki svo hlutfallslega dýrt að kaupa mat eftir allt saman og innlend framleiðsla hefur tryggt stöðugleika í matvælaverði. Ódýrari innflutningur skilar sér ekki til neytenda Þeir sem berjast hvað harðast fyrir afnámi tolla fara gjarnan fram með þeim rökstuðningi að afnám tolla leiði til lækkaðs vöruverðs. Í tilfelli nautgripabænda skilaði gríðarleg aukning tollkvóta frá árinu 2018 þar sem að verð á innflutningsheimildum pr. kíló lækkaði um allt að 75% nákvæmlega engri lækkun til neytenda skv. upplýsingum Hagstofunnar heldur þvert á móti hækkaði nautakjöt örlítið. Á sama tíma lækkaði afurðaverð nautakjöts töluvert. Lakari tollvernd skilaði sér því einungis í lakari afkomu til bænda, þ.e. lægri tekjum til þeirra og þar af leiðandi þeirra sem innan nautgriparæktarinnar starfa. Þannig er nokkuð víst að ef Félag atvinnurekenda og þau stéttarfélög sem að bókuninni stóðu fá sínu framgengt og innflutningstollar verða afnumdir er vægast sagt óljóst hversu jákvæð áhrif það hefði á neytendur en hins vegar er alveg ljóst að áhrif þess á íslenskan landbúnað og afleidd áhrif á fæðuöryggi yrðu alvarleg. Og sagan segir okkur líka að tollalækkanir skila sér sjaldan eða illa til neytenda. Sem dæmi má nefna að skv. verðlagseftirliti ASÍ skilaði afnám tolla á fatnað og skó árið 2016 sér ekki til neytenda. Vissulega voru ýmsar skýringar gefnar á því síðar, en staðreyndin er sú að neytendur sáu ekki þær lækkanir sem ASÍ vænti. Stétt með stétt? Tilefni er því til að benda þeim fulltrúum þeirra stéttarfélaga sem funduðu nýverið með ráðherrum um afnám tolla á að þarna eru þau ekki bara að álykta um versnandi kjör stéttar bænda og þeirra starfa sem eru afleidd af búskapnum heldur eru þau einnig að að leggja til aðgerðir sem eru ekkert sérstaklega líklegar til að skila þeim ávinningi sem að er stefnt, ef marka má sögulegt samhengi. Sérstaklega má kannski minna formann Rafiðnaðarsambandsins sem einnig er formaður ASÍ á rannsóknir og niðurstöður hans eigins félags í þessum efnum. Félag atvinnurekenda hefur í sjálfu sér sýnt það ítrekað að þeirra sjónarmiðum verði ekki breytt. Það er ljóst. En það er öllu sorglegra að sjá einhver stærstu stéttarfélög landsins taka undir og þar með krefjast versnandi kjara fyrir aðra stétt og átakanlegt var fyrir okkur bændur að sjá formann ASÍ í þeim hópi. Þetta er álíka og ef sérstök bókun væri gerð í búvörusamningum um að lækka eða afnema með öllu húsaleigubætur þar sem þær hefðu neikvæð áhrif á fasteignaverð í sveitum. Slíku myndi bændum aldrei detta í hug að láta frá sér. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Landbúnaður Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Í sérstakri bókun við nýjan kjarasamning VR og LÍV við Félag atvinnurekenda segir að félögin ætli að sameinast um að setja þrýsting á stjórnvöld til að afnema og lækka tolla í þágu neytenda. Í bókuninni er jafnframt fullyrt að slík aðgerð sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Nú hafa fulltrúar nokkurra stéttarfélaga, þ. á m. VR, LÍV og Rafiðnaðarsambandsins, auk Félags atvinnurekenda, fundað með bæði ráðherrum matvæla og fjármála til að ræða tillögur félaganna um lækkun og niðurfellingu tolla. Í tillögunum er m.a. lagt til að tollar á alifugla- og svínakjöti verði lagðir niður ásamt tollum á smjöri, mjólkur- og undanrennudufti, þrátt fyrir að í frétt á síðu FA segi að „Tillögurnar beinast fyrst og fremst að tollum sem vernda ekki hefðbundna sauðfjár- og nautgriparækt.“ Þetta vakti óneitanlega athygli mína og sjálfsagt að leiðbeina Félagi atvinnurekenda um það að enn hafa ekki fundist sérstakar duft eða smjörkýr jafnvel þó leitað sé í útlöndunum. Mjólkur- og undanrennuduft, auk smjörs eru afurðir úr hefðbundinni kúamjólk og þar með myndi niðurfelling tolla á slíkt hafa bein áhrif á íslenska kúabændur. Þetta vita líklega flestir en gott að leiðrétta ef einhver vafi lék á því. Þá er jafnvægi á markaði mikilvægt en kjöttegundir eru að vissu marki staðkvæmdarvara fyrir hvor aðra, þannig að ruðningsáhrif á markaði og breytingar á samkeppnisumhverfi einnar kjötgreinar munu hafa áhrif á allar aðrar. Þegar vegið er að starfsumhverfi alifugla- og svínakjöts er um leið verið að vega að hefðbundinni sauðfjár- og nautgriparækt. Það er því nokkuð augljóst að fögur fyrirheit Félags Atvinnurekenda sem ómuð eru í áðurnefndum bókunum stenst tæplega skoðun og geta haft veruleg áhrif á vinnumarkaðnum þar sem margir af þeim aðilum sem starfa í greininni, eða í störfum tengt greininni, eru einmitt félagsmenn í viðkomandi stéttarfélögum. Þá er einnig vert að taka fram að tollvernd er mikilvægur hluti af ytri starfsskilyrðum íslensks landbúnaðar. Því er afar sérstakt að verða vitni að því að horfa á stéttarfélög berjast fyrir lakari starfsskilyrðum heillar stéttar, í þessu tilfelli bænda, með því að leggja til afnám tolla í nafni þess að vænka eigi hag launþega. Þeir 3.000 bændur og einhvers staðar um 6.000 einstaklingar sem vinna afleidd störf af landbúnaði, sem margir hverjir eru félagsmenn í þeim stéttarfélögum sem leggja þetta til geta tæpast tekið undir það. Lágt matvælaverð á Íslandi Þegar afnám tolla er rætt þarf að horfa á heildar myndina. Hver eru áhrifin á innlenda framleiðslu og hver verður raunverulegur ávinningur aðgerðarinnar. Ein af röksemdarfærslunum sem færð er fyrir þessum tillögum er að matvælaverð sé of hátt á Íslandi og hafi á síðustu misserum rokið upp úr öllu valdi. Að meðaltali hækkaði matvælaverð á síðast ári um 18,2% í aðildarríkjum ESB, efst trónir Ungverjaland með 49,6% hækkun en Ísland er í botnsætinu með 10,2% hækkun matvælaverðs. Sé litið til flokksins um mjólk, osta og egg situr Ísland einnig á botninum með 8,8,% hækkun en meðalhækkun í ríkjum ESB var 27,8%. Hækkunin hér er því mun minni en annars staðar og má þakka innlendri framleiðslu það að einhverju leiti, en ef við værum háð innflutningi alfarið hefðum við líklega fengið þessar hlutfallshækkanir til okkar í mun meira mæli. Sömuleiðis er áhugavert að skoða nýlega samantekt Eurostat sem tekur til útgjalda heimila í Evrópulöndum árið 2021 þar sem fram kemur að matarútgjöld námu 12,9% af heildarútgjöldum íslenskra heimila. Meðaltalið á ESB svæðinu var 14,9% og þar af voru 19 Evrópulönd með hærra hlutfall en Ísland og 9 þeirra voru með lægra hlutfall. Niðurstaðan er þannig í stóra samhenginu, þegar horft er til launa og heildarútgjalda hér á landi, að það sé ekki svo hlutfallslega dýrt að kaupa mat eftir allt saman og innlend framleiðsla hefur tryggt stöðugleika í matvælaverði. Ódýrari innflutningur skilar sér ekki til neytenda Þeir sem berjast hvað harðast fyrir afnámi tolla fara gjarnan fram með þeim rökstuðningi að afnám tolla leiði til lækkaðs vöruverðs. Í tilfelli nautgripabænda skilaði gríðarleg aukning tollkvóta frá árinu 2018 þar sem að verð á innflutningsheimildum pr. kíló lækkaði um allt að 75% nákvæmlega engri lækkun til neytenda skv. upplýsingum Hagstofunnar heldur þvert á móti hækkaði nautakjöt örlítið. Á sama tíma lækkaði afurðaverð nautakjöts töluvert. Lakari tollvernd skilaði sér því einungis í lakari afkomu til bænda, þ.e. lægri tekjum til þeirra og þar af leiðandi þeirra sem innan nautgriparæktarinnar starfa. Þannig er nokkuð víst að ef Félag atvinnurekenda og þau stéttarfélög sem að bókuninni stóðu fá sínu framgengt og innflutningstollar verða afnumdir er vægast sagt óljóst hversu jákvæð áhrif það hefði á neytendur en hins vegar er alveg ljóst að áhrif þess á íslenskan landbúnað og afleidd áhrif á fæðuöryggi yrðu alvarleg. Og sagan segir okkur líka að tollalækkanir skila sér sjaldan eða illa til neytenda. Sem dæmi má nefna að skv. verðlagseftirliti ASÍ skilaði afnám tolla á fatnað og skó árið 2016 sér ekki til neytenda. Vissulega voru ýmsar skýringar gefnar á því síðar, en staðreyndin er sú að neytendur sáu ekki þær lækkanir sem ASÍ vænti. Stétt með stétt? Tilefni er því til að benda þeim fulltrúum þeirra stéttarfélaga sem funduðu nýverið með ráðherrum um afnám tolla á að þarna eru þau ekki bara að álykta um versnandi kjör stéttar bænda og þeirra starfa sem eru afleidd af búskapnum heldur eru þau einnig að að leggja til aðgerðir sem eru ekkert sérstaklega líklegar til að skila þeim ávinningi sem að er stefnt, ef marka má sögulegt samhengi. Sérstaklega má kannski minna formann Rafiðnaðarsambandsins sem einnig er formaður ASÍ á rannsóknir og niðurstöður hans eigins félags í þessum efnum. Félag atvinnurekenda hefur í sjálfu sér sýnt það ítrekað að þeirra sjónarmiðum verði ekki breytt. Það er ljóst. En það er öllu sorglegra að sjá einhver stærstu stéttarfélög landsins taka undir og þar með krefjast versnandi kjara fyrir aðra stétt og átakanlegt var fyrir okkur bændur að sjá formann ASÍ í þeim hópi. Þetta er álíka og ef sérstök bókun væri gerð í búvörusamningum um að lækka eða afnema með öllu húsaleigubætur þar sem þær hefðu neikvæð áhrif á fasteignaverð í sveitum. Slíku myndi bændum aldrei detta í hug að láta frá sér. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun