Bróðir Messi þurfti að biðjast afsökunar á bullinu sínu um Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 09:30 Lionel Messi var örugglega ekki par sáttur með bullið í bróður sínum. AP/Jean-Francois Badias Matias Messi, bróðir Lionel Messi, gerði lítið úr afrekum Barcelona áður en bróðir hans mætti á svæðið en hefur nú þurft að biðjast afsökunar á öllu saman. Matias lét móðan mása á Twitch reikningi sonar síns þegar hann fékk spurningar um Lionel Messi og Barcelona. Messi's brother spoke about Barcelona before Messi pic.twitter.com/aOPz8o4OrP— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2023 Hann lét meðal annars það út úr sér að enginn þekkti Barcelona áður en Messi kom þangað og að hann útilokaði það að Lionel Messi myndi einhvern tímann snúa aftur. Hann talaði líka um að bikarsafnið væri í raun Messi safn en ekki safn Barcelona. Ummælin um að Messi hafi komið Barcelona á kortið eru í besta falli kjánaleg. Lionel Messi lék sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2004 en þá hafði félagið sextán sinnum unnið spænska titilinn og 24 sinnum unnið spænska bikarinn. Félagið hafði einnig unnið Evrópukeppni Meistaraliða einu sinni og Evrópukeppni bikarhafa fjórum sinnum. Með liðinu höfðu líka leikið margir af bestu leikmönnum heims á sínum tíma eins og Johan Cruyff, Diego Maradona, Romário, Ronaldo, Hristo Stoichkov, Rivaldo og Ronaldinho svo einhverjir séu nefndir. Matías Messi: "I want to apologize for what I said. I was only making jokes to my son and his friends. How could I think that about a club so big as Barcelona, with their history and everything they did for my family and Leo. For us, Catalonia is our second home. I'm sorry." pic.twitter.com/O29i05H7ah— Barça Universal (@BarcaUniversal) February 9, 2023 „Ég vil biðjast afsökunar á því sem ég sagði á samfélagsmiðlum. Ég var bara að grínast með syni mínum og vinum. Hvernig ætti ég að sagt svona hluti um frábært félag eins og Barcelona sem hefur gefið svo mikið til Leo og minnar fjölskyldu? Ég vil biðja alla afsökunar og sérstaklega alla stuðningsmenn Barcelona,“ skrifaði Matias Messi á Instagram síðu sína. Lionel Messi spilaði í tuttugu ár með Barcelona og vann 35 titla með félaginu eða fleiri en nokkur annar leikmaður í sögu félagsins. Hann vann spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Spænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Matias lét móðan mása á Twitch reikningi sonar síns þegar hann fékk spurningar um Lionel Messi og Barcelona. Messi's brother spoke about Barcelona before Messi pic.twitter.com/aOPz8o4OrP— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2023 Hann lét meðal annars það út úr sér að enginn þekkti Barcelona áður en Messi kom þangað og að hann útilokaði það að Lionel Messi myndi einhvern tímann snúa aftur. Hann talaði líka um að bikarsafnið væri í raun Messi safn en ekki safn Barcelona. Ummælin um að Messi hafi komið Barcelona á kortið eru í besta falli kjánaleg. Lionel Messi lék sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2004 en þá hafði félagið sextán sinnum unnið spænska titilinn og 24 sinnum unnið spænska bikarinn. Félagið hafði einnig unnið Evrópukeppni Meistaraliða einu sinni og Evrópukeppni bikarhafa fjórum sinnum. Með liðinu höfðu líka leikið margir af bestu leikmönnum heims á sínum tíma eins og Johan Cruyff, Diego Maradona, Romário, Ronaldo, Hristo Stoichkov, Rivaldo og Ronaldinho svo einhverjir séu nefndir. Matías Messi: "I want to apologize for what I said. I was only making jokes to my son and his friends. How could I think that about a club so big as Barcelona, with their history and everything they did for my family and Leo. For us, Catalonia is our second home. I'm sorry." pic.twitter.com/O29i05H7ah— Barça Universal (@BarcaUniversal) February 9, 2023 „Ég vil biðjast afsökunar á því sem ég sagði á samfélagsmiðlum. Ég var bara að grínast með syni mínum og vinum. Hvernig ætti ég að sagt svona hluti um frábært félag eins og Barcelona sem hefur gefið svo mikið til Leo og minnar fjölskyldu? Ég vil biðja alla afsökunar og sérstaklega alla stuðningsmenn Barcelona,“ skrifaði Matias Messi á Instagram síðu sína. Lionel Messi spilaði í tuttugu ár með Barcelona og vann 35 titla með félaginu eða fleiri en nokkur annar leikmaður í sögu félagsins. Hann vann spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Spænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira