Bætt aðgengi að sjúkraþjálfun minnkar álag á heilsugæslur Gunnlaugur Már Briem skrifar 9. febrúar 2023 09:30 Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar