Maðurinn var með efnin falin innvortis í samtals 104 pakkningum og var styrkleiki efnanna 74 til 78 prósent. Ekki er gefið upp í dómi hvaðan flugvélin sem maðurinn ferðaðist með var að koma.
Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Tekið er fram að hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo kunnugt sé. Ekki verði ráðið að hann hafi verið eigandi efnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.
Hæfileg refsing var ákveðin tíu mánaða fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald frá 14. nóvember, eða frá því að maðurinn var handtekinn.
Manninum var jafnframt gert að greiða um 2,5 milljónir króna í sakarkostnað.