Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 15:41 Sólveig Anna Jónsdóttir sakar Íslandshótel um verkfallsbrot en Íslandshótel saka Sólveigu um að áreita gesti. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. „Annan daginn í röð mæta lögmenn Samtaka atvinnulífsins til að liðsinna eigendum og yfirmönnum á hótelum við að stunda verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir Sólveig myndband sem hún segir sýna lögmennina hjálpa yfirmönnum hótelsins við að halda hótelinu í fullri starfsemi. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Sólveig Anna um lögmenn SA „Svo mikilvægt finnst þeim að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Mikil er skömm þessarar hálaunamanna!“ segir Sólveig Anna. Segja Sólveigu hafa áreitt gesti Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir þó að ásakanir Eflingar séu tilhæfulausar. Enn fremur segir að gestir hafi verið áreittir af forystufólki stéttarfélagsins. Fullyrt er að Sólveig Anna hafi sjálf áreitt gesti sem voru við innskráningu á eitt hótel Íslandshótela. „Áreitni við gesti og ógnandi hegðun forystu Eflingar við starfsfólk hótelanna hefur mikil áhrif á það samstarf sem Íslandshótel vilja eiga við stéttarfélagið og verkfallsverði þess. Eins og fram hefur komið hefur forystufólk Eflingar viðhaft ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki og yfirmönnum Íslandshótela, krafist þess að starfsfólk í öðrum stéttarfélögum leggi niður vinnu sína, áreitt gesti hótelanna og sakað Íslandshótel um verkfallsbrot, án þess að nokkuð slíkt hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Íslandshótel sendu fjölmiðlum af Sólveigu Önnu ræða við gesti hótelsins. Klippa: Myndband frá Íslandshótelum af verkfallsvörðum Þá segir að forystumenn Eflingar hafi lýst því yfir við starfsfólk og gesti að hótelin eigi ekki að vera starfandi vegna verkfallsins. „Slíkt er að sjálfsögðu ekki í samræmi við þá stöðu sem uppi er, þar sem einungis starfsfólk í Eflingu sem vinnur hjá Íslandshótelum er í verkfalli, en starfsfólk annarra stéttarfélaga er við vinnu sína,“ segir í tilkynningunni. „Faglært matreiðslufólk, þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur eru þannig til að mynda ekki í verkfalli og halda áfram sýnum daglegu störfum.“ Segjast hafa tekið á móti Eflingu af gestrisni Í tilkynningunni kemur fram að verkfallið hafi þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Íslandshótela sem hefur þurft að vísa mörgum gestum frá hótelinu. Draga hafi þurft verulega úr þjónustu við gesti hótelsins. Forsvarsmenn Íslandshótela segjast hafa lagt sig fram um að taka á móti verkfallsvörðum Eflingar af gestrisni, virða verkfallsrétt Eflingarfólks og gætt þess að engin verkfallsbrot séu framin. „Því miður hafa forystumenn Eflingar ítrekað slegið á útrétta sáttahönd Íslandshótela varðandi eftirliti með slíku.“ Að lokum segir að Samtök atvinnulífsins hafi ritað forystu Eflingar bréf þar sem brugðist er við fullyrðingum Eflingar um verkfallsbrot. Fullyrt er að fullyrðingar Eflingar séu ekki á rökum reistar. „Ef Efling getur ekki fylgt lögum og reglum og látið af áreiti og ógnandi hegðun við starfsfólk og gesti hótelanna, sjá forsvarsmenn Íslandshótela sér ekki annan kost en að taka fyrir aðgang verkfallsvarða Eflingar að hótelunum.“ Rangt að ekki megi ganga í störf Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að verkfallsboðunin nái til félagsfólks Eflingar á sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela ehf. og Fosshótels Reykjavíkur ehf. og sem starfar eftir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum. „Verkfallsboðunin nær ekki til starfsfólks sem starfar eftir öðrum kjarasamningum SA við Eflingu eða önnur stéttarfélög. Hjá Íslandshótelum eru í starfi t.d.faglærðir matreiðslumenn og þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur sem starfa allir eftir öðrum kjarasamningum.“ Búið sé að ganga frá kjarasamningum vegna umrædds starfsfólks sem haldi áfram sínum daglegu störfum eins og aðrir launamenn á vinnumarkaði sem verkfallið nái ekki til. „Efling heldur því fram að enginn geti gengið í störf verkfallsmanna. Sú fullyrðing er röng en eigendur, fjölskyldumeðlimir og stjórnendur geta m.a. gengið í störf Eflingarfólks í verkfalli,“ segir í tilkynningu SA. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Annan daginn í röð mæta lögmenn Samtaka atvinnulífsins til að liðsinna eigendum og yfirmönnum á hótelum við að stunda verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir Sólveig myndband sem hún segir sýna lögmennina hjálpa yfirmönnum hótelsins við að halda hótelinu í fullri starfsemi. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Sólveig Anna um lögmenn SA „Svo mikilvægt finnst þeim að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Mikil er skömm þessarar hálaunamanna!“ segir Sólveig Anna. Segja Sólveigu hafa áreitt gesti Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir þó að ásakanir Eflingar séu tilhæfulausar. Enn fremur segir að gestir hafi verið áreittir af forystufólki stéttarfélagsins. Fullyrt er að Sólveig Anna hafi sjálf áreitt gesti sem voru við innskráningu á eitt hótel Íslandshótela. „Áreitni við gesti og ógnandi hegðun forystu Eflingar við starfsfólk hótelanna hefur mikil áhrif á það samstarf sem Íslandshótel vilja eiga við stéttarfélagið og verkfallsverði þess. Eins og fram hefur komið hefur forystufólk Eflingar viðhaft ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki og yfirmönnum Íslandshótela, krafist þess að starfsfólk í öðrum stéttarfélögum leggi niður vinnu sína, áreitt gesti hótelanna og sakað Íslandshótel um verkfallsbrot, án þess að nokkuð slíkt hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Íslandshótel sendu fjölmiðlum af Sólveigu Önnu ræða við gesti hótelsins. Klippa: Myndband frá Íslandshótelum af verkfallsvörðum Þá segir að forystumenn Eflingar hafi lýst því yfir við starfsfólk og gesti að hótelin eigi ekki að vera starfandi vegna verkfallsins. „Slíkt er að sjálfsögðu ekki í samræmi við þá stöðu sem uppi er, þar sem einungis starfsfólk í Eflingu sem vinnur hjá Íslandshótelum er í verkfalli, en starfsfólk annarra stéttarfélaga er við vinnu sína,“ segir í tilkynningunni. „Faglært matreiðslufólk, þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur eru þannig til að mynda ekki í verkfalli og halda áfram sýnum daglegu störfum.“ Segjast hafa tekið á móti Eflingu af gestrisni Í tilkynningunni kemur fram að verkfallið hafi þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Íslandshótela sem hefur þurft að vísa mörgum gestum frá hótelinu. Draga hafi þurft verulega úr þjónustu við gesti hótelsins. Forsvarsmenn Íslandshótela segjast hafa lagt sig fram um að taka á móti verkfallsvörðum Eflingar af gestrisni, virða verkfallsrétt Eflingarfólks og gætt þess að engin verkfallsbrot séu framin. „Því miður hafa forystumenn Eflingar ítrekað slegið á útrétta sáttahönd Íslandshótela varðandi eftirliti með slíku.“ Að lokum segir að Samtök atvinnulífsins hafi ritað forystu Eflingar bréf þar sem brugðist er við fullyrðingum Eflingar um verkfallsbrot. Fullyrt er að fullyrðingar Eflingar séu ekki á rökum reistar. „Ef Efling getur ekki fylgt lögum og reglum og látið af áreiti og ógnandi hegðun við starfsfólk og gesti hótelanna, sjá forsvarsmenn Íslandshótela sér ekki annan kost en að taka fyrir aðgang verkfallsvarða Eflingar að hótelunum.“ Rangt að ekki megi ganga í störf Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að verkfallsboðunin nái til félagsfólks Eflingar á sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela ehf. og Fosshótels Reykjavíkur ehf. og sem starfar eftir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum. „Verkfallsboðunin nær ekki til starfsfólks sem starfar eftir öðrum kjarasamningum SA við Eflingu eða önnur stéttarfélög. Hjá Íslandshótelum eru í starfi t.d.faglærðir matreiðslumenn og þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur sem starfa allir eftir öðrum kjarasamningum.“ Búið sé að ganga frá kjarasamningum vegna umrædds starfsfólks sem haldi áfram sínum daglegu störfum eins og aðrir launamenn á vinnumarkaði sem verkfallið nái ekki til. „Efling heldur því fram að enginn geti gengið í störf verkfallsmanna. Sú fullyrðing er röng en eigendur, fjölskyldumeðlimir og stjórnendur geta m.a. gengið í störf Eflingarfólks í verkfalli,“ segir í tilkynningu SA.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira