Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2023 23:46 Úr Karphúsinu í kvöld. Vísir/Viktor Örn Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. Þessir samningar eru líklega þeir lengstu sem skrifað hefur verið undir á Íslandi. Sjómenn hafa verið án samninga frá lokum árs 2019 en viðræðum var síðast slitið árið 2021. Viðræður hafa staðið yfir í Karphúsinu frá áramótum og hefur þeim verið lýst sem hörðum en góðum. Í tilkynningu frá SFS segir að megininntak samninganna lúti að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó. Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækki í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði og þar að auki sé áhersla lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála. Þar segir enn fremur að með langtímasamningi til tíu ára sé samstarf sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja styrkt og frekari grundvöllur lagður að því að viðhalda eftirsóknarverðum og vel launuðum störfum á sjó. Þá eigi að setja aukinn þunga í öryggismál og heilsu sjómanna með stofnun sérstakrar öryggisnefndar. Hart tekist á Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir stemninguna gríðarlega góða eftir undirskriftina. Mikil vinna hafi verið unnin síðustu daga og samninganefndirnar hafi staðið sig mjög vel. Hann segir að vinnan hafi gengið nokkuð vel eftir að deilurnar rötuðu á borð hans. „Það var auðvitað hart tekist á stundum en þetta var virkilega gott samtal,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteini telst til að þetta sé lengsti kjarasamningur sem gerður hefur verið á Íslandi. Tryggja kjör til lengri tíma Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri FSF, segir þetta vera risastóran áfanga. Það hafi tekið langan tíma að ná samningum en mikið traust hafi myndast milli deiluaðila á þeim tíma. Hún segir að nú sé málið úr þeirra höndum, kynna þurfi samningana og vona eftir því besta. „Ég tel að við séum að tryggja sjómönnum góð kjör til lengri tíma,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Heiðrún sagði einni að halda þyrfti áfram að byggja traust og auka stöðugleika. Ekki síst vegna þess að með þessum samningi væri verið að gera eitthvað sem hefði ekki verið gert áður. Verið væri að binda saman jákvæða þætti hlutaskiptakerfisins og almenna vinnumarkaðarins. Ganga sáttir frá borði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir mjög góða stemningu hjá þeim sem að samningunum stóðu. Mikil vinna hafi verið lögð í þetta frá áramótum með löngum fundum nokkrum sinum í viku. Hann segist þeirrar skoðunar að um tímamótasamning sé að ræða sem tryggi sjómönnum hækkanir í samræmi við aðra kjarasamninga á tímabilinu og vel hafi verið komið til móts við þá varðandi lífeyrissjóði. Þrátt fyrir það séu tíu ár ekki langur tími þegar komi að sjómönnum. Undanfarin tólf ár hafi þeir til að mynda verið samningslausir í níu ár. Kynningarvinnan mun hefjast strax á morgun og standa yfir í næstu viku. Eftir það hefst atkvæðagreiðslan líklega, samkvæmt Valmundi, og á hún að standa yfir í þrjár vikur. „Við göngum mjög sáttir frá borði og teljum þetta mjög ásættanlegt fyrir íslenska sjómenn.“ Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þessir samningar eru líklega þeir lengstu sem skrifað hefur verið undir á Íslandi. Sjómenn hafa verið án samninga frá lokum árs 2019 en viðræðum var síðast slitið árið 2021. Viðræður hafa staðið yfir í Karphúsinu frá áramótum og hefur þeim verið lýst sem hörðum en góðum. Í tilkynningu frá SFS segir að megininntak samninganna lúti að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó. Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækki í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði og þar að auki sé áhersla lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála. Þar segir enn fremur að með langtímasamningi til tíu ára sé samstarf sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja styrkt og frekari grundvöllur lagður að því að viðhalda eftirsóknarverðum og vel launuðum störfum á sjó. Þá eigi að setja aukinn þunga í öryggismál og heilsu sjómanna með stofnun sérstakrar öryggisnefndar. Hart tekist á Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir stemninguna gríðarlega góða eftir undirskriftina. Mikil vinna hafi verið unnin síðustu daga og samninganefndirnar hafi staðið sig mjög vel. Hann segir að vinnan hafi gengið nokkuð vel eftir að deilurnar rötuðu á borð hans. „Það var auðvitað hart tekist á stundum en þetta var virkilega gott samtal,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteini telst til að þetta sé lengsti kjarasamningur sem gerður hefur verið á Íslandi. Tryggja kjör til lengri tíma Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri FSF, segir þetta vera risastóran áfanga. Það hafi tekið langan tíma að ná samningum en mikið traust hafi myndast milli deiluaðila á þeim tíma. Hún segir að nú sé málið úr þeirra höndum, kynna þurfi samningana og vona eftir því besta. „Ég tel að við séum að tryggja sjómönnum góð kjör til lengri tíma,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Heiðrún sagði einni að halda þyrfti áfram að byggja traust og auka stöðugleika. Ekki síst vegna þess að með þessum samningi væri verið að gera eitthvað sem hefði ekki verið gert áður. Verið væri að binda saman jákvæða þætti hlutaskiptakerfisins og almenna vinnumarkaðarins. Ganga sáttir frá borði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir mjög góða stemningu hjá þeim sem að samningunum stóðu. Mikil vinna hafi verið lögð í þetta frá áramótum með löngum fundum nokkrum sinum í viku. Hann segist þeirrar skoðunar að um tímamótasamning sé að ræða sem tryggi sjómönnum hækkanir í samræmi við aðra kjarasamninga á tímabilinu og vel hafi verið komið til móts við þá varðandi lífeyrissjóði. Þrátt fyrir það séu tíu ár ekki langur tími þegar komi að sjómönnum. Undanfarin tólf ár hafi þeir til að mynda verið samningslausir í níu ár. Kynningarvinnan mun hefjast strax á morgun og standa yfir í næstu viku. Eftir það hefst atkvæðagreiðslan líklega, samkvæmt Valmundi, og á hún að standa yfir í þrjár vikur. „Við göngum mjög sáttir frá borði og teljum þetta mjög ásættanlegt fyrir íslenska sjómenn.“
Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira