„Grátklökk millistéttarályktun“ Alþýðusambandsins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 19:16 Sólveig Anna skýtur föstum skotum á Alþýðusambandið. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skýtur föstum skotum á Kristján Þórð Snæbjarnarsson forseta ASÍ og krefst þess að miðstjórn sambandsins skýri nánar ályktun sem birt var í dag. Hún segir réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun fyrr í dag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. ASÍ greinir ekki nákvæmlega frá því hvaða ummæli átt er við en Sólveig Anna sagði í dag að Bjarni Benediktsson hafi neitað að ræða við Eflingu vegna þess að hann hataði fátækt fólk og væri kynþáttahatari. Í samtali við mbl.is sagði Bjarni ummælin fráleit og til skammar. Sjá einnig: Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Óalandi og óferjandi hyski? Sólveig Anna sendi Kristjáni Þórði forseta ASÍ tölvupóst fyrr í dag, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krefst Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. 10. febrúar 2023 16:32 Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun fyrr í dag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. ASÍ greinir ekki nákvæmlega frá því hvaða ummæli átt er við en Sólveig Anna sagði í dag að Bjarni Benediktsson hafi neitað að ræða við Eflingu vegna þess að hann hataði fátækt fólk og væri kynþáttahatari. Í samtali við mbl.is sagði Bjarni ummælin fráleit og til skammar. Sjá einnig: Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Óalandi og óferjandi hyski? Sólveig Anna sendi Kristjáni Þórði forseta ASÍ tölvupóst fyrr í dag, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krefst Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. 10. febrúar 2023 16:32 Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. 10. febrúar 2023 16:32
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00
Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53