„Mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 08:13 Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. vísir/egill Kristján Þórður Snæbjarnason, forseti Alþýðusambands Íslands segist styðja Eflingu í kjarabaráttunni og hyggst mæta til verkfallsvörslu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kristján birti á facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun í gærdag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skaut í kjölfarið föstum skotum á Kristján Þórð og krafðist þess að miðstjórn sambandsins kæmi með nánari skýringu á ályktuninni sem birt var í gær. Sagði hún réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Krafðist svara Líkt og Vísir greindi frá í gærdag sendi Sólveig Anna Kristjáni Þórði tölvupóst, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krafðist Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ „Á fundi miðstjórnar ASÍ á miðvikudag voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra birtist í gær en í henni lýsir Miðstjórn ASÍ yfir fullum stuðningi við verkföll Eflingar og beinir til félagsfólks að ganga ekki í störf félagsfólks Eflingar,“ segir Kristján Þórður í fyrrnefndri yfirlýsingu á facebook. „Í seinni ályktuninni sem birtist í dag harmar Miðstjórn þá neikvæðu orðræðu sem finna má víða, m.a. á samfélagsmiðlum og leitt hefur til þess að hótanir hafa borist starfsfólki og forystufólki í hreyfingunni. Miðstjórn fordæmir slíka framgöngu. Þeirri ályktun er ekki beint að samninganefnd Eflingar. Ég styð að sjálfsögðu baráttu Eflingarfólks fyrir bættum kjörum. Ég hef boðið fram aðstoð mína og mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu með félögum mínum í Eflingu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kristján birti á facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun í gærdag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skaut í kjölfarið föstum skotum á Kristján Þórð og krafðist þess að miðstjórn sambandsins kæmi með nánari skýringu á ályktuninni sem birt var í gær. Sagði hún réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Krafðist svara Líkt og Vísir greindi frá í gærdag sendi Sólveig Anna Kristjáni Þórði tölvupóst, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krafðist Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ „Á fundi miðstjórnar ASÍ á miðvikudag voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra birtist í gær en í henni lýsir Miðstjórn ASÍ yfir fullum stuðningi við verkföll Eflingar og beinir til félagsfólks að ganga ekki í störf félagsfólks Eflingar,“ segir Kristján Þórður í fyrrnefndri yfirlýsingu á facebook. „Í seinni ályktuninni sem birtist í dag harmar Miðstjórn þá neikvæðu orðræðu sem finna má víða, m.a. á samfélagsmiðlum og leitt hefur til þess að hótanir hafa borist starfsfólki og forystufólki í hreyfingunni. Miðstjórn fordæmir slíka framgöngu. Þeirri ályktun er ekki beint að samninganefnd Eflingar. Ég styð að sjálfsögðu baráttu Eflingarfólks fyrir bættum kjörum. Ég hef boðið fram aðstoð mína og mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu með félögum mínum í Eflingu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira