Til hamingju með dag íslensks táknmáls! Kristín Lena Þorvaldsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 11:01 Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun