Íslensk táknmál er “þjóðtunga” döff Íslendinga Júlía Guðný Hreinsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 16:00 Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun