Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2023 23:31 Björgvin Páll varð fyrir óheppilegum meiðslum á hönd í gær. Hann mun spila með sauma í höndinni í komandi leik, gegn læknisráði. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður. Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira