Jóhann Már Andersen, yfirlæknir á bráðamóttökunni á Selfossi greinir frá þessu á Facebook.
„Alvarlegum veikindum og slysum verður áfram sinnt. Hjúkrunarfræðingar verða við vinnu og meta veikindi þeirra sem til okkar leita, en læknisþjónusta verður skert,“ segir í færslu Jóhanns og bendir hann einnig á síma Læknavaktarinnar.

Erfiðlega hefur gengið að manna læknavaktir og biðtími á bráðamóttökunni hefur því lengst töluvert.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa sumir staðið vaktina í fleiri klukkutíma og bráðvantar fleiri lækna á vaktina.