Kýldi ökumann í andlitið og flúði á brott Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2023 08:32 Vísir/Egill Ökumaður hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í nótt og tilkynnti líkamsárás. Sagði hann tvo einstaklinga hafa sest inn í bifreiðina hjá honum án leyfis og annar einstaklingurinn síðan kýlt hann í andlitið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að gerendurnir hafi flúið á fæti. Málið er í rannsókn. Þá var tilkynnt um slagsmál fyrir utan veitingastað í miðborginni. Lögreglan óskaði eftir sjúkraliði vegna áverka á árásarþola. Fram kemur að málið sé í rannsókn. Þá hafði lögreglan afskipti af einstakling sem gekk berserksgang inni á athafnasvæði lögreglustöðvar 2, sem sinnir útköllum í Hafnarfirði og Garðabæ. Fram kemur að lögreglumenn hafi gefið sig á tal við viðkomandi sem sýndi ógnandi hegðun og hótaði að beita skotvopni. Einstaklingurinn reyndist óvopnaður og var hann því yfirbugaður og vistaður í fangaklefa fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og brotið lögreglusamþykkt Hafnafjarðar. Einnig barst tilkynning um einstakling sem áreitti gesti í samkvæmi og neitaði að yfirgefa vettvang. Fram kemur að einstaklingurinn hafi óhlýðnast fyrirmælum og verið með ógnandi tilburði gagnvart lögreglu. Einstaklingurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gisti fangaklefa. Þá var tilkynnt um þjófnað og líkamsárás í fyrirtæki í Breiðholti. Tveir einstaklingar voru grunaðir um þjófnað en þegar starfsmaður reyndi að ná tali af þeim veittist annar þeirra að starfsmanninum og færði hann í hálstak. Vitni kom starfsmanninum til bjargar og aðstoðaði hann við það að losna úr hálstakinu. Gerendur komust undan á fæti með vörurnar. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að málið sé í rannsókn. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að gerendurnir hafi flúið á fæti. Málið er í rannsókn. Þá var tilkynnt um slagsmál fyrir utan veitingastað í miðborginni. Lögreglan óskaði eftir sjúkraliði vegna áverka á árásarþola. Fram kemur að málið sé í rannsókn. Þá hafði lögreglan afskipti af einstakling sem gekk berserksgang inni á athafnasvæði lögreglustöðvar 2, sem sinnir útköllum í Hafnarfirði og Garðabæ. Fram kemur að lögreglumenn hafi gefið sig á tal við viðkomandi sem sýndi ógnandi hegðun og hótaði að beita skotvopni. Einstaklingurinn reyndist óvopnaður og var hann því yfirbugaður og vistaður í fangaklefa fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og brotið lögreglusamþykkt Hafnafjarðar. Einnig barst tilkynning um einstakling sem áreitti gesti í samkvæmi og neitaði að yfirgefa vettvang. Fram kemur að einstaklingurinn hafi óhlýðnast fyrirmælum og verið með ógnandi tilburði gagnvart lögreglu. Einstaklingurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gisti fangaklefa. Þá var tilkynnt um þjófnað og líkamsárás í fyrirtæki í Breiðholti. Tveir einstaklingar voru grunaðir um þjófnað en þegar starfsmaður reyndi að ná tali af þeim veittist annar þeirra að starfsmanninum og færði hann í hálstak. Vitni kom starfsmanninum til bjargar og aðstoðaði hann við það að losna úr hálstakinu. Gerendur komust undan á fæti með vörurnar. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að málið sé í rannsókn.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira