Reiðin kraumar í leigubílstjórum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 11:11 Daníel O. Einarsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Aðsend Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. „Segja má að það hafi verið táknrænt fyrir skeytingarleysi ráðamanna í okkar garð að við – fulltrúar stéttarfélaganna – vorum látnir hýrast úti í nepjunni utan við Ráðherrabústaðinn þegar við hugðumst koma mótmælum okkar á framfæri. Lítilsvirðing ráðamanna þar var í stíl við þann atvinnuróg sem kynt hefur verið undir gegn okkur að undanförnu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra í aðsendri grein á Vísi. Nýju lögin opni fyrir svindl og mismunun Stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd og segir formaðurinn að lágmarkskjör og réttindi á vinnumarkaði megi sín minna. Með nýjum lögum ætli Íslendingar að feta í fótspor nágrannalanda, þar sem þjónusta „farveitna“ á borð við Uber og Lyft, hafi verið stórt skref aftur á bak. „Nýju lögin opna fyrir svindl og mismunum, sem meðal annars kann að birtast í miklum mun milli rekstraraðila, annars vegar einyrkja og hins vegar fyrirtækja með mikið fjármagn á bakvið sig. Fjársterkari aðilar munu hæglega geta tælt neytendur með gylliboðum á eigin kostnað með hagnað í framtíðinni að leiðarljósi. Rétt eins og farveiturnar erlendis hafa stundað; að hækka og lækka verð eftir markaðshegðun og álagstímum til að drepa niður starfsemi einyrkja.“ Óttast um öryggi almennings Leigubílstjórarnir segjast óttast um öryggi almennings. Gera þurfi kröfu um íslenskukunnáttu bílstjóra og hafa hreint sakavottorð að skilyrði. Enn megi takmarka skaðann sem löggjöfin muni óhjákvæmilega valda. „Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubifreiðastjórum eftir alla þá lítilsvirðingu sem þeim hefur verið sýnd af ráðamönnum þá er enn von – við berum enn þá von í brjósti að leitað verði til stéttarfélaga okkar um aðstoð og ráðgjöf við samningu áðurnefndrar reglugerðar – að þar verði skynsemin látin ráða för og hugað að því hvernig búa megi atvinnugreininni tryggt starfsumhverfi til framtíðar – jafnt neytendum sem bifreiðastjórum til hagsbóta. Eðli máls samkvæmt liggur mesta fagþekking á atvinnugreininni meðal leigubifreiðastjóra sjálfra og því eðlilegt að leitað sé til þeirra.“ Leigubílar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. 12. febrúar 2023 08:00 „Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19. desember 2022 21:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
„Segja má að það hafi verið táknrænt fyrir skeytingarleysi ráðamanna í okkar garð að við – fulltrúar stéttarfélaganna – vorum látnir hýrast úti í nepjunni utan við Ráðherrabústaðinn þegar við hugðumst koma mótmælum okkar á framfæri. Lítilsvirðing ráðamanna þar var í stíl við þann atvinnuróg sem kynt hefur verið undir gegn okkur að undanförnu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra í aðsendri grein á Vísi. Nýju lögin opni fyrir svindl og mismunun Stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd og segir formaðurinn að lágmarkskjör og réttindi á vinnumarkaði megi sín minna. Með nýjum lögum ætli Íslendingar að feta í fótspor nágrannalanda, þar sem þjónusta „farveitna“ á borð við Uber og Lyft, hafi verið stórt skref aftur á bak. „Nýju lögin opna fyrir svindl og mismunum, sem meðal annars kann að birtast í miklum mun milli rekstraraðila, annars vegar einyrkja og hins vegar fyrirtækja með mikið fjármagn á bakvið sig. Fjársterkari aðilar munu hæglega geta tælt neytendur með gylliboðum á eigin kostnað með hagnað í framtíðinni að leiðarljósi. Rétt eins og farveiturnar erlendis hafa stundað; að hækka og lækka verð eftir markaðshegðun og álagstímum til að drepa niður starfsemi einyrkja.“ Óttast um öryggi almennings Leigubílstjórarnir segjast óttast um öryggi almennings. Gera þurfi kröfu um íslenskukunnáttu bílstjóra og hafa hreint sakavottorð að skilyrði. Enn megi takmarka skaðann sem löggjöfin muni óhjákvæmilega valda. „Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubifreiðastjórum eftir alla þá lítilsvirðingu sem þeim hefur verið sýnd af ráðamönnum þá er enn von – við berum enn þá von í brjósti að leitað verði til stéttarfélaga okkar um aðstoð og ráðgjöf við samningu áðurnefndrar reglugerðar – að þar verði skynsemin látin ráða för og hugað að því hvernig búa megi atvinnugreininni tryggt starfsumhverfi til framtíðar – jafnt neytendum sem bifreiðastjórum til hagsbóta. Eðli máls samkvæmt liggur mesta fagþekking á atvinnugreininni meðal leigubifreiðastjóra sjálfra og því eðlilegt að leitað sé til þeirra.“
Leigubílar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. 12. febrúar 2023 08:00 „Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19. desember 2022 21:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. 12. febrúar 2023 08:00
„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19. desember 2022 21:15