Réttur barna og heimagreiðslur Margrét Pála Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun