Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2023 15:55 Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir og verk þeirra. Vísir/Arnar Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík. Bronsstyttuna gerði Ásmundur Sveinsson árið 1939 en hún ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Afsteypu hennar var síðan komið fyrir á Laugarbrekku á Snæfellsnesi árið 2000. Hún var tilkynnt horfin þann 7. apríl 2022 en þann 9. apríl var búið að koma henni fyrir utan Nýlistasafnið. Listakonurnar sögðu styttuna rasíska og að réttast væri að skjóta henni út í geim. Þær nefndu gjörninginn Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Sjá einnig: Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bryndís og Steinunn eru ekki ákærðar fyrir að stela styttunni heldur vörslu þýfis og fyrir brot á höfundarrétti. Í ákæru héraðssaksóknara segir að þær hafi brotið gegn almennum hegningarlögum með því að hafa styttuna í vörslu, eftir að hún hafði verið tekin af stalli sínum við Laugabrekku „einhverju áður, á óþekktum tíma“. Þeim hafi verið ljóst að um þýfi var að ræða og haldið listaverkinu ólöglega. Þá eru þær ákærðar fyrir brot á höfundarlögum með því að hafa notað listaverk Ásmundar í eigin listaverk, án heimildar. Þannig hafi þær breytt listaverki Ásmundar og skert „höfundarheiður og höfundarsérkenni hans,“ samkvæmt ákærunni. Þess er krafist að Bryndís og Steinunn verði dæmdar til refsingar og gert að greiða allan sakarkostnað. Einnig er lögð fram einkaréttarkrafa fyrir hönd Guðríðar- og Laugabrekkuhópsins þar sem þær eru krafðar um eina og hálfa milljón í skaðabætur. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Höfundarréttur Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. 13. júní 2022 22:53 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Bronsstyttuna gerði Ásmundur Sveinsson árið 1939 en hún ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Afsteypu hennar var síðan komið fyrir á Laugarbrekku á Snæfellsnesi árið 2000. Hún var tilkynnt horfin þann 7. apríl 2022 en þann 9. apríl var búið að koma henni fyrir utan Nýlistasafnið. Listakonurnar sögðu styttuna rasíska og að réttast væri að skjóta henni út í geim. Þær nefndu gjörninginn Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Sjá einnig: Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bryndís og Steinunn eru ekki ákærðar fyrir að stela styttunni heldur vörslu þýfis og fyrir brot á höfundarrétti. Í ákæru héraðssaksóknara segir að þær hafi brotið gegn almennum hegningarlögum með því að hafa styttuna í vörslu, eftir að hún hafði verið tekin af stalli sínum við Laugabrekku „einhverju áður, á óþekktum tíma“. Þeim hafi verið ljóst að um þýfi var að ræða og haldið listaverkinu ólöglega. Þá eru þær ákærðar fyrir brot á höfundarlögum með því að hafa notað listaverk Ásmundar í eigin listaverk, án heimildar. Þannig hafi þær breytt listaverki Ásmundar og skert „höfundarheiður og höfundarsérkenni hans,“ samkvæmt ákærunni. Þess er krafist að Bryndís og Steinunn verði dæmdar til refsingar og gert að greiða allan sakarkostnað. Einnig er lögð fram einkaréttarkrafa fyrir hönd Guðríðar- og Laugabrekkuhópsins þar sem þær eru krafðar um eina og hálfa milljón í skaðabætur.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Höfundarréttur Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. 13. júní 2022 22:53 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. 13. júní 2022 22:53
Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50