Þarf ég í alvöru að ræða um klám við börnin mín? Eygló Árnadóttir og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifa 14. febrúar 2023 07:00 Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. Að leita í klám til að svala forvitni og áhuga um kynlíf er skiljanlegt, sem og að slysast óvart inn á slíkt efni í stafrænni veröld nútímans. En klámneysla er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Það sýnir ekki raunveruleikann heldur getur þvert á móti stuðlað að ranghugmyndum um kynlíf og samskipti. Miklu meira klám en kynfræðsla Í dag er staðan sú að næstum helmingur drengja í 10. bekk horfir á klám mjög reglulega (frá vikulega upp í oft á dag). Sú upplýsingagjöf er því margföld – þúsundföld – á við raunverulega kynfræðslu til ungmenna þar sem áhersla er lögð á samskipti og samþykki í kynlífi, öryggi og vellíðan. Neysla kláms er orðin það almenn, og hefst það snemma, að fólk sem vinnur með börnum og unglingum sér áþreifanleg áhrif kláms á samskipti þeirra – markaleysi, virðingarleysi, óvelkomnar snertingar og gróft klámtal. Þau sem sinna ungum brotaþolum kynferðisofbeldis sjá í vaxandi mæli sterk tengsl á milli vinsælla klámatriða og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Tökum valdið af klámframleiðendum Þessi veruleiki krefur foreldra um að leggja snemma góðan grunn að gagnlegri kynfræðslu, og í netvæddu nútímasamfélagi er nauðsynlegt að flétta saman kynfræðslu og klámfræðslu. Vegna umfangs og aðgengis kláms er mikilvægt að foreldrar fræði börnin sín um skaðsemi þess, og reyni að koma í veg fyrir eða bregðast við klámáhorfi þeirra. Hvert ungmenni ætti að búa við frelsi til að upplifa sig sem kynveru, óháð viðmiðum klámefnis sem framleitt er sem söluvara en ekki kynfræðsla. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna krökkum til hvers er ætlast af þeim sem kynverur. Öll eigum við skilið að nálgast kynlíf á jákvæðan, skemmtilegan og öruggan hátt á okkar eigin forsendum. Að fikra sig áfram í rólegheitum er mikilvægur hluti þess að þróast sem kynvera. En með hinu galopna aðgengi að grófu klámi má segja að mörgum ungmennum hafi verið harkalega skellt upp á mótorhjól þegar kemur að kynlífi, en misst af bæði þríhjólinu og reiðhjólinu í byrjun. Til að styðja sem best við kynheilbrigði þarf að búa til styðjandi og öruggt umhverfi þar sem unga fólkið getur leitað upplýsinga, spurt spurninga og fengið í hendur tæki og tól sem nýtast út í lífið. Finnurðu ekki réttu orðin? Marga foreldra óar þó við að taka þetta mikilvæga spjall við barnið; þykir tilhugsunin ógnvekjandi eða vandræðaleg, óttast að barnið sé of ungt fyrir upplýsingarnar eða finnst þeir sjálfir ekki hafa næga þekkingu til að fræða afkvæmin. Þess vegna hafa Stígamót nú gefið út samtalsleiðbeiningar fyrir foreldra til að auðvelda þeim að taka klámspjallið. Þar fá foreldrar hjálp við að finna réttu orðin og gagnlegar upplýsingar til að auka eigin þekkingu. Þannig geta foreldrar farið öruggari inn í samtal um þetta viðkvæma málefni. Höfum í huga að spjall af þessu tagi er gott að taka oftar en einu sinni, og opin og fræðandi umræða á heimilinu um kynlíf og almenn mörk er mikilvæg forvörn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og óheilbrigðum samskiptum. Umræðuefnið er ekki endilega lokkandi og ótti við að finna ekki „réttu orðin“ hræðir suma foreldra frá slíkum samtölum. En mundu að mikilvægustu samtölin við börnin okkar eru kannski sjaldnast þægileg og áreynslulaus, en mestu máli skiptir að reyna og grípa sem flest tækifæri til fræðandi umræðu. Ekkert samtal er fullkomið, frekar en nokkurt foreldri, en öllu skiptir að gefa ungmenninu skýr skilaboð um að þér sé annt um velferð þess og kynheilbrigði. Svo annt að þú ert jafnvel til í vandræðagang af versta tagi í von um að styrkja barnið þitt. Ertu til í spjallið? Leiðbeiningarnar eru hér. Höfundar starfa á Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Börn og uppeldi Kynlíf Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. Að leita í klám til að svala forvitni og áhuga um kynlíf er skiljanlegt, sem og að slysast óvart inn á slíkt efni í stafrænni veröld nútímans. En klámneysla er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Það sýnir ekki raunveruleikann heldur getur þvert á móti stuðlað að ranghugmyndum um kynlíf og samskipti. Miklu meira klám en kynfræðsla Í dag er staðan sú að næstum helmingur drengja í 10. bekk horfir á klám mjög reglulega (frá vikulega upp í oft á dag). Sú upplýsingagjöf er því margföld – þúsundföld – á við raunverulega kynfræðslu til ungmenna þar sem áhersla er lögð á samskipti og samþykki í kynlífi, öryggi og vellíðan. Neysla kláms er orðin það almenn, og hefst það snemma, að fólk sem vinnur með börnum og unglingum sér áþreifanleg áhrif kláms á samskipti þeirra – markaleysi, virðingarleysi, óvelkomnar snertingar og gróft klámtal. Þau sem sinna ungum brotaþolum kynferðisofbeldis sjá í vaxandi mæli sterk tengsl á milli vinsælla klámatriða og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Tökum valdið af klámframleiðendum Þessi veruleiki krefur foreldra um að leggja snemma góðan grunn að gagnlegri kynfræðslu, og í netvæddu nútímasamfélagi er nauðsynlegt að flétta saman kynfræðslu og klámfræðslu. Vegna umfangs og aðgengis kláms er mikilvægt að foreldrar fræði börnin sín um skaðsemi þess, og reyni að koma í veg fyrir eða bregðast við klámáhorfi þeirra. Hvert ungmenni ætti að búa við frelsi til að upplifa sig sem kynveru, óháð viðmiðum klámefnis sem framleitt er sem söluvara en ekki kynfræðsla. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna krökkum til hvers er ætlast af þeim sem kynverur. Öll eigum við skilið að nálgast kynlíf á jákvæðan, skemmtilegan og öruggan hátt á okkar eigin forsendum. Að fikra sig áfram í rólegheitum er mikilvægur hluti þess að þróast sem kynvera. En með hinu galopna aðgengi að grófu klámi má segja að mörgum ungmennum hafi verið harkalega skellt upp á mótorhjól þegar kemur að kynlífi, en misst af bæði þríhjólinu og reiðhjólinu í byrjun. Til að styðja sem best við kynheilbrigði þarf að búa til styðjandi og öruggt umhverfi þar sem unga fólkið getur leitað upplýsinga, spurt spurninga og fengið í hendur tæki og tól sem nýtast út í lífið. Finnurðu ekki réttu orðin? Marga foreldra óar þó við að taka þetta mikilvæga spjall við barnið; þykir tilhugsunin ógnvekjandi eða vandræðaleg, óttast að barnið sé of ungt fyrir upplýsingarnar eða finnst þeir sjálfir ekki hafa næga þekkingu til að fræða afkvæmin. Þess vegna hafa Stígamót nú gefið út samtalsleiðbeiningar fyrir foreldra til að auðvelda þeim að taka klámspjallið. Þar fá foreldrar hjálp við að finna réttu orðin og gagnlegar upplýsingar til að auka eigin þekkingu. Þannig geta foreldrar farið öruggari inn í samtal um þetta viðkvæma málefni. Höfum í huga að spjall af þessu tagi er gott að taka oftar en einu sinni, og opin og fræðandi umræða á heimilinu um kynlíf og almenn mörk er mikilvæg forvörn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og óheilbrigðum samskiptum. Umræðuefnið er ekki endilega lokkandi og ótti við að finna ekki „réttu orðin“ hræðir suma foreldra frá slíkum samtölum. En mundu að mikilvægustu samtölin við börnin okkar eru kannski sjaldnast þægileg og áreynslulaus, en mestu máli skiptir að reyna og grípa sem flest tækifæri til fræðandi umræðu. Ekkert samtal er fullkomið, frekar en nokkurt foreldri, en öllu skiptir að gefa ungmenninu skýr skilaboð um að þér sé annt um velferð þess og kynheilbrigði. Svo annt að þú ert jafnvel til í vandræðagang af versta tagi í von um að styrkja barnið þitt. Ertu til í spjallið? Leiðbeiningarnar eru hér. Höfundar starfa á Stígamótum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun